Category Archives: Tónlist

Kaupmannahöfn – Borg óttans

Síðustu vikur hafa verið skotárásir hérna á svona 2-3 daga fresti í Kaupmannahöfn. Það er semsagt gengjastríð í gangi milli “rokkara” (sem eru semsagt Hells Angels) og innflytjenda (eða “manna með innflytjendabakgrunn” eins og þeir kalla það hérna). Miðað við hvar við búum ættum við nú kannski að standa með innflytjendunum þar sem hverfið okkar er örugglega svona 60-70% innflytjendur. Sala á skotheldum vestum er líka búin að aukast um 800%, kannski maður ætti að splæsa í svoleiðis?

Við flytjum inní nýju íbúðina á næstu dögum, nú er bara spurning um hvenær við getum fengið lyklana. Ég var rétt í þessu að hringja í húsvörðinn og skilja eftir skilaboð á símsvaranum. Mér finnst mjög fínt að tala dönsku við símsvara, miklu betra en að tala við alvöru fólk. Ef ég ég fengi að ráða mundi ég aldrei tala við fólk, bara skiptast á símsvaraskilaboðum. Það eru allir búnir að bjóðast til að hjálpa okkur við flutningana þannig að þetta ætti nú að ganga fljótt og vel. Við ætlum að leigja sendiferðabíl þannig að við getum gert þetta sjálf í rólegheitum, þá fæ ég líka að prófa að keyra hérna sem verður áhugavert.

Annars er danskan öll að koma til hjá bæði mér og Karen. Við vorum hjá ljósmóður í dag, sú íslenska sem við höfðum var veik svo það voru 2 danskar í staðinn. Karen talaði við þær um allt á dönsku eins og ekkert væri. Ég fór líka í fyrsta sinn að tala við prófessorana mína í skólanum á dönsku um daginn og það gekk bara vel. Einu skiptin sem við tölum orðið ensku við dani núna er ef það er eitthvað mjög mjög mikilvægt sem við viljum ekki misskilja eða kunnum alls ekki að segja á dönsku. Ég les líka dönsk dagblöð á hverjum degi og hef verið að hlusta á danskt útvarp í lestinni, sérstaklega eina stöð þar sem er bara tal. Þetta er reyndar hundleiðinlegt stöð en þeir tala frekar skýrt, nú veit ég allt of mikið um einhverja Lene Espersen sem er að taka við sem formaður hjá konservatíva flokknum og hvernig hún mun standa sig í samanburði við Bendt Bensen. Þegar ég kem heim ætla ég svo að verða svona óþolandi dana íslendingur sem segir altså, faktískt og interessant í öðru hvoru orði. Ég er meira að segja sjálfviljugur að downloada plötu með Kim Larsen (eða best-of Gasolin, gömlu hljómsveitinni hans). Ef einhver hefði sagt mér það fyrir 10 árum hefði ég sagt að þeir væru eitthvað klikkaðir. Er einmitt að hlusta á plötuna núna, nánar tiltekið þetta lag:

Eurovision og skvass

Var að horfa á Idol stjörnuleit Eurovision. Það virðast bara vera fyrrverandi Idol keppendur þarna og síðan semur Kristján Hreinsson meira og minna alla textana. Get ekki sagt að neitt lag þarna hafi verið að heilla mig. Kynnirin, Ragnheiður eitthvað, var með Princess Leiu hárgreiðslu sem var svalt. Síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum mætti Bubbi allt í einu í þáttinn. Hann hefur kannski haldið að hann ætti að fara að rakka niður Idol keppendurna eins og í gamla daga. En hann fékk það ekki, í staðinn var tekið 20 sekúndna viðtal við hann þar sem hann var mjög kúl og sagði að Eurovision væri ömurlegt því hann “trúir ekki á keppnir í tónlist!”. Halló? Vann hann ekki sem dómari í tónlistarkeppni í fyrra? (Ok, má kannski segja að Idol sé söngkeppni en Eurovision tónlistarkeppni. Potato, potato. (hmmm, þetta virkar ekki jafn vel á prenti…)).

Hvað fleira er að frétta? Jú, ég fékk nýja skvass spaðann minn í fyrradag. Ég er semsagt byrjaður í skvassi með vinnufélögunum. Sannfærður um að tvær klukkustundir af skvassi á viku dugi til að vinna upp á móti 40 klukkustundum af kyrrsetu og lélegu mataræði og koma mér í gott form. Þvottabrettismagavöðvar eru á næsta leiti. En já, kominn með einhvern súperflottan Wilson spaða sem er súperléttur og fínn. Er búinn að vera með einhvern hlunk spaða frá Finni síðan ég byrjaði í skvassinu. Á vigtinni með hlunkspaðann vorum við saman 90 kg þannig að samkvæmt því hlýtur spaðinn að vera u.þ.b. 12 kg samkvæmt mínum útreikningum. Nú get ég allavega tapað leikjunum með talsvert léttari og betri spaða.

“I have always dreamed of playing with Gilby Clarke!”

Jæja, Rockstar klárast í þessari viku. Er búinn að kjósa síðustu 2 skipti en efast um að ég nenni því í þetta skiptið, það er hvort sem er öruggt að Magni vinnur ekki. En þessir þættir eru samt snilld! Nokkrir hlutir sem eru snilld við Rockstar:

  1. Brooke Burke: Sérstaklega þegar hún kallar Supernova “one of the most exciting new bands today” sem allir vita að er rugl. Og líka hvernig hún talar aldrei um þáttakendur eða keppendur, alltaf um “rockers”, (“Vote for your favorite rockers”, “the rockers will be doing their original song tonight”) bara svo maður gleymi nú ekki hvað þessi þáttur er mikið rokk!
  2. Sponsorarnir: Ég skil alveg að það þurfi sponsora og sumstaðar kemur það mjög eðlilega út, eins og þegar það er talað um að Gibson hafi gefið þeim gítarana, og þegar Brooke Burke minnist eitthvað á þetta Horizon Wireless og svona. En það sem er stórkostlega frábært er þegar “rokkararnir” eru látnir lauma inn einhverju um sponsorana í miðjum einkaviðtölum. Þeir eru að tala um tónlist og þáttinn og fara svo allt í einu að skjóta inn einhverju rugli um Hondur og þráðlaus net.
    “…I didn’t really know the song, but then I downloaded it on my HORIZON WIRELESS and really started listening to it…”

    “Yeah, we were going down to Gibson to work on some songs, so we jumped in these HONDA RIDGELINES and drove on down…”

    “We were listening to the Supernova track in these HONDAS…”

    Þetta er hrikalega fyndið og minnir mig óneitanlega á þetta atriði:

    Benjamin: “Look, you can stay here in the big leagues and play by the rules, or you can go back to the farm club in Aurora. It’s your choice.”

    Wayne: [holding a can of Pepsi] “Yes, and it’s the choice of a new generation.”

    úr þessari mynd

  3. Þegar keppendurnir reyna að sleikja upp Supernova Dæmi: Gilby segir eitthvað “When I was in the band Heart, I blablabla”. Næst þegar Jill á að velja sér lag þá velur hún Heart lag og kemur með einhverja rosa útskýringu á að Heart sé eitt af hennar uppáhaldsböndum. Eða það besta af öllu, þegar Dilana segir “I have always dreamed of playing with Gilby Clarke!”. HVERN DREYMIR UM AÐ SPILA MEÐ GILBY CLARKE??? Ok, fólk getur dreymt um að spila með Slash eða eitthvað, en Gilby Clarke? Já, mig hefur líka alltaf dreymt um að spila með bassaleikaranum í Queen.
  4. Gilby Clarke: Sérstaklega þegar verið er að tala um hvað hann hefur gert stórkostlega hluti. Hann spilaði á hinni stórkostlegu Guns’n’Roses plötu ‘The Spaghetti incident’! Hann samdi engin af lögunum þeirra, hann spilaði ekki á neinum af orginal lögunum þeirra, hann spilaði smá á hræðilega lélegri coverlagaplötu.
  5. Tommy Lee: Sérstaklega þegar hann gefur umsagnir sem eru gjörsamlega þversagnakenndar. “Af hverju varstu með gítar?”, “Af hverju varstu EKKI með gítar?”, “Af hverju varstu ekki með gítar, en braust hann í miðju lagi, og hélst svo áfram án hans?”
  6. Jason Newstead: Jason Newstead er hrikalegur lúði, og það er mjög fyndið að sjá þegar hann er að fíla lögin og stendur upp eins og hálfviti og fer að slamma, eða reka upp hnefann eða eitthvað.

Nýr gítar

Var að koma heim. Við vorum í sumarhúsi í Ögri á vestfjörðum sem Landsbankinn á. Það voru ég, Karen, Daníel, mamma, pabbi og pabbi hennar Karenar. Fínt að komast útfyrir bæinn þar sem ég og Karen erum ekkert búin að geta verið í fríi saman í sumar.

Ég á afmæli í næstu viku og við ákváðum að halda bara uppá afmælið á laugardeginum þarna fyrst við værum nú öll saman. Karen var búin að vara mig við að það væri stranglega bannað að kíkja í töskuna hennar þannig að ég bjóst nú við að ég fengi kannski einhverja smá afmælisgjöf. Svo á laugardagsmorguninn þá leyfði Karen mér að sofa út og svo þegar ég vaknaði rétti hún mér umslag. Ég opnaði það hálfsofandi og las á kortið. Þar stóð að þetta væri frá allri fjölskyldunni og með í umslaginu var blað með lýsingu á gítar! Ég stökk fram úr rúminu (sem var by the way koja þar sem ég var á efri hæðinni) og fór fram og þar beið eftir mér þessi gullfallegi Fender kassagítar! Þá hafði Karen verið búin að skipuleggja þetta allt saman með margra vikna fyrirvara og fengið alla til að taka þátt. Hún fór svo í vikunni, keypti gítarinn og fékk mömmu og pabba til að taka hann með uppeftir í sínum bíl. Gítarinn er þvílíkt flottur, ljós að framan, allur þvílíkt glansandi og hljómar þvílíkt vel! Ég er búinn að vera spilandi á hann uppí bústað (Daníel var soldið afbrýðisamur útí hann) og núna vantar mig bara einhver sniðug ný lög til að læra 🙂 Jamm, ég á definitely bestu konu í heimi!

Rockstar Supernova

Jæja, vakti eftir fyrsta þættinum af Rockstar: Supernova í nótt. Skrýtið að sjá einhvern íslenskan í svona þætti! Magni (Videó af honum hér) leit út fyrir að vera mjög stressaður, og var allt of mikið að reyna að vera svalur. Reyndi að fá crowdið til að syngja með sér í annari línunni í laginu og engin söng. Dómararnir virtust ekki vera að fíla þetta, voru mjög óspenntir á svipinn þegar það var skipt yfir á þá. Hann gæti sloppið í gegn í þetta skiptið, bara af því að gellurnar sem sungu Nickelback og Evanescence lögin voru hörmulegar! En hann verður að gera betur næst ef hann ætlar að halda sér í þættinum.

Meira rapp í Eurovision

Er að horfa á úrslitakeppnina í Eurovision. Sá aftur uppáhalds lagið mitt, Eitt lag enn með rappkafla (Video hér). Áður en það byrjaði var talað við fólkið sem syngur, rapparinn sjálfur var mjög ánægður með lagið þeirra:

“Loksins komið rapp í Eurovision!”

Já, loksins, við höfum öll verið að bíða eftir þessu.

“2006, loksins er það komið!”

Jamm, þú veist hvaða ár er.

“Swing og rapp, það er fínt saman!”

Já, stórkostlegt!!

En síðan var enn meiri gleði, hann var ekki bara einn að rappa, nei, núna var hann kominn með kærustuna sína sem rappaði líka! Tvöfalt meira rapp! Ég spái því að þetta lag fari alla leið!

Ironic

Heyrði lagið Ironic með Alanis Morrissette í útvarpinu áðan. Minnti mig á þegar ég heyrði einhvern grínista vera að gera grín að því:

“That song, Ironic, by Alanis Morrissette. I don’t think she really knows what irony means. I mean, ‘10.000 spoons when all you need is a knife‘? That’s not ironic, that’s just stupid! Who has 10.000 spoons? Or ‘It’s like raaaaaaain, on your wedding day‘. That’s not ironic, that’s just bad luck! Unless you’re marrying a weatherman…”

Rapp í Eurovision

Jæja, búinn að horfa á síðasta Eurovision undanþáttinn. Silvía Nótt var kúl og komst áfram, Öggi bróðir Unnar líka. Hinsvegar komst líka lagið eftir gaurinn sem samdi Eitt lag enn áfram. Alltaf þegar ég hlusta á Eitt lag enn (sem ég geri oft!) þá hugsa ég “þetta er nú gott lag, en það væri ennþá betra ef það kæmi allt í einu rappkafli inní miðju laginu!”. Þetta er greinilega það sama og höfundurinn hefur verið að hugsa því nýja lagið er svona frekar svipað Eitt lag enn, svona swing lag, en svo allt í einu í miðju laginu, algjörlega útúr kú, kemur einhver gaur inná sviðið og fer að rappa! Svo þegar rappkaflinn ógurlegi er búinn þá heldur lagið áfram. Þetta lag komst semsagt áfram í úrslitin, kosið áfram af einhverju mjög smekklausu fólki, eflaust sama fólki og finnst karlar í konufötum fyndnir í könnuninni hér til hliðar. Svo komst Birgitta Haukdal áfram og eitthvað eitt enn. Sá ekki hvað komst áfram í hinum undanþáttunum en er nokkuð viss um að Sylvía Nótt á eftir að taka þetta á úrslitakvöldinu 🙂

Stál og hnífur

Ég var að syngja fyrir Daníel um daginn til að svæfa hann þegar Karen benti mér á að það væri nú ekki huggulegasti textinn sem ég væri að syngja fyrir hann. Ég var að syngja Stál og hnífur sem er með línunum “… við höfnina bátur vaggar rótt, í nótt, MUN ÉG DEYJA!”. Skiptir kannski ekki máli núna þegar Daníel er svona lítill en gæti orðið verra þegar hann fer að skilja textann. Önnur lög sem hafa verið tekið út af sönglistanum:

  • Baby did a bad bad thing – Chris Isaac
  • Baby, I’m gonna leave you – Led Zeppelin
  • Burn Baby Burn – Ash

Neibb, héðan í frá verður það bara Bíbí og blaka!