Besta tölva allra tíma er og mun alltaf vera NES, gamla grá Nintendo tölvan. Ég hef stundum downloadað einhverjum Nintendo emulator forritum til að spila gömlu góðu leikina aftur en hef oft hugsað að það væri nú miklu betra ef það væri hægt að gera það beint á netinu. Mér var meira segja farið að detta í hug að taka einn af þessum emulatorum, sem eru flestir open source, og porta honum yfir í Flash eða eitthvað. En, þegar maður fær góðar hugmyndir þá er yfirleitt einhver sem hefur fengið þær áður og á snilldarsíðunni http://www.virtualnes.com/ getur maður gert nákvæmlega þetta, spilað Nintendo án þess að downloada neinu eða standa í neinu veseni. Þessi emulator er reyndar skrifaður í Java svo maður þarf að hafa Java plugin en það eru nú flestir með. Eini gallinn er að útaf lagaástæðum segjast þeir bara mega birta þá leiki sem þeir eiga sjálfir, þ.e. þeir eiga sjálf leikjahulstrin. En þessir frægustu eru allavega þarna, Super Mario Bros o.fl. Og ef maður á einhverja gamla leiki þá getur maður sent þá á gaurana sem reka síðunni og deilt þeim þannig með öllum.