Category Archives: Skóli

Völundarhús

Skilaði inn völundarhúsinu í tölvugrafík í fyrradag eftir heila helgi af stanslausri forritun og mikilli sjóveiki. Komst svo að því daginn eftir skil að forritið gat rústað hljóðinu hjá notandanum! Við erum alltaf að hækka og lækka hljóðið í leiknum til að það heyrist hversu langt skrímslið er frá manni en ef maður hætti í leiknum þegar maður var langt frá skrímslinu (og þ.a.l. slökkt á hljóðinu) þá var bara ekkert hljóð í windows eftir á! Bjó til patch til að laga hljóðið ef það var farið í rúst og lagaði líka villuna í leiknum og sendi kennaranum eftirá, mikið stuð… Það er að minnsta kosti í lagi með þetta núna og hægt er að downloada leiknum hérna, ef þið þorið 😉 Readme.txt skráin inniheldur upplýsingar um hvaða takkar eru fyrir hreyfingar o.fl.

Kvót

Jæja, búinn með tölvugrafík prófið. Ekki hægt að byrja að læra strax eftir próf þannig að ég nýtti tímann til að búa til svona random quote á síðuna, sést hérna niðri til vinstri. Kvótin eru úr myndum sem mér þykja fyndnar, eða frá rithöfundum og grínistum. Nafn höfundarins er yfirleitt linkur á síðuna fyrir hann, eða fyrir myndina ef þetta er kvikmyndakvót. Kvikmyndakvótin meika reyndar örugglega ekkert sens ef maður hefur ekki séð myndirnar sem þau eru úr 🙂 Reyni sennilega fljótlega að setja inn eitthvað form þar sem gestir geta slegið inn ný kvót. Kannski eftir næsta próf 😉

Geðsýki

Tekið af mbl.is:

Ungur háskólanemi var greindur með bráðageðsýki og færður á geðdeild Landspítalans eftir að samnemendur hans komu að honum þar sem hann var berjandi höfðinu á sér utan í vegg og hrópandi í sífellu “Heildun er ANDSTÆÐA diffrunar, heildun er andstæða DIFFRUNAR!”. Talið er að ungi maðurinn hafi snappað eftir að hafa reynt að heilda kvaðradrótina af ex í 18 klukkustundir án árangurs. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Skúli Guðjohnsen, yfirlæknir á Landspítalanum, að tilfellum sem þessu hefði fjölgað allverulega undanfarinn mánuð og að Landspítalinn sæi fram á skort á sjúkrarúmum á geðdeild ef þetta héldi áfram. Ekki er vitað á þessu stigi málsins hvort geðsýki unga mannsins er tímabundin eða varanleg, en honum er nú haldið rólegum með stórum skömmtum af Xanax og Prozac.

Ýmislegt

Margir leikarar þakka Guði þegar þeir vinna Óskarsverðlaun. Ætli Mel Gibson þakki Jesú þegar hann vinnur fyrir Passion of the Christ?

Dávaldurinn var hérna í hádeginu. Mjöööööööög skrýtið. Birna, Gunnar, Sólrún og Stella voru öll dáleidd. Mjög fyndið 🙂 Ætla samt pottþétt aldrei að láta dáleiða mig, of creepy!!

Var að koma úr tvöföldum tíma í Stöðuvélum og Reiknanleika. Skemmtilegri áfangi en ég bjóst við. Finnst eiginlega eins og ég sé bara að leysa gestaþrautir. Gestaþrautir og Reiknanleiki.

Er annars bara að skrifa hérna til að fresta því að gera heimadæmin í Stærðfræðilegri greiningu. Vandamálið við Stærðfræðilega greiningu er ekki að hún sé erfið eða leiðinleg eða tilgangslaus, nei, vandamálið er að hún er AFSPRENGI DJÖFULSINS!

BREAKOUT!!!

“…the biggest PC game release in years…”

“…Doom 3Breakout should keep most gamers hooked from beginning to end!”

***** (5 stars)
GameSpy.com

“…the best game of 2004!”
***** (5 stars)
PC Gamer Magazine

Jamm, þá er hann loksins tilbúinn, leikurinn sem allir hafa verið að bíða eftir, BREAKOUT! Forritaður af mér, borð hönnuð af Karen, algjör snilld! Smellið hér til að downloada leiknum.

Hérna er screenshot af leiknum:

Screenshot af BreakoutEn í alvöru talað, ef ég ætti að gefa algjörlega hlutlaust mat á leiknum þá væri niðurstaðan þessi: BESTI LEIKUR Á JÖRÐINNI!!!

Orð

Kennarinn okkar í forritunarmálum var að tala um að ef það væri ekki til orð yfir eitthvað hugtak í tungumáli þá gæti fólk ekki hugsað um það og þar með væri hluturinn eiginlega ekki til. Hann sagði okkur frá því að í bókinni 1984 hefði fasistastjórnin tekið upp á því að fjarlægja óæskileg orð úr tungumálinu, t.d. uppreisn og óánægja. Þannig gat enginn verið óánægður, allir voru bara mismunandi ánægðir. Þetta finnst mér mögnuð snilld! Það er t.d. fullt af orðum í íslensku sem mætti fjarlægja og enginn myndi sakna! Bara sleppa þeim í næstu útgáfu af orðabókinni og þá eru þau farin. Þau orð sem mættu mín vegna hverfa úr íslenskri tungu eru m.a.

  • Stærðfræðileg greining
  • Plokkfiskur
  • Sjálfstæðisflokkurinn
  • Jeppi
  • Powersýning
  • Davíð
  • Oddsson
  • Lagadeild HR
  • Landshornaflakkari
  • Diet kók
  • Trúnó
  • Fólk
  • Sirrý
  • með