Hef ekki verið duglegur að blogga undanfarið. Ástæðan er sú að ég hef verið í prófum og þegar maður er í prófum hefur maður eeeeeekkert að segja! Ég er ekki búinn að hugsa um annað síðustu 10 daga en fallaforritunarmál, ljósútreikninga, diffrun, heildun og núna stöðuvélar og Turing vélar. Ég kem heim eftir 10 tíma í skólanum, Karen spyr “hvað segirðu?” og ég segi “öööh, ég er búinn að læra að finna flatarmál milli tveggja ferla með heildun.” Ég er ekki samræðuhæfur!
En þetta endar allt á morgun, síðasta prófið, Stöðuvélar og Reiknanleiki. Hin prófin hafa öll gengið ágætlega og þetta gerir það vonandi líka. Svo er bara mánudagsdjamm og svo slappa af á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn byrjar svo 3 vikna námskeið í vefþjónustum sem verður örugglega fínt 🙂
Er að hugsa um að bæta nokkrum fleiri kvótum við í quotes vinstra megin á síðunni. Ef einhver er með einhverjar góðar hugmyndir um fyndin kvót úr bíómyndum endilega skella því inní kommentakerfið.