Category Archives: Skóli

Pravda

Muna: Ekki skrá sig oftar í óvissuferð! Stóð á viskuvefnum að það væri óvissuvísindaferð og á eftir væri svo farið á Pravda. Óvissan gekk semsagt útá það að keyra um í svona hálftíma í rútu, síðan var farið beint á Pravda. Að fara á Pravda án þess að vera orðinn fullur er eins og að fara í uppskurð án deyfingar. Ákvað að koma mér bara heim og taka DVD í staðinn.

Vísindaferð

Kominn heim af djamminu og vill ekki fara að sofa fyrr en það er búið að renna aðeins betur af mér, nenni ekki að vera þunnur á morgun. Ágætis vísindaferð nema byrjaði alltof snemma! Fórum svo í sal á seltjarnarnesi þar sem var Hlölli við hliðina á. Tók svo rútu niðrí bæ með Grími og Alla vini hans. Skiptinemarnir virtust vera að lenda í slagsmálum í rútunni, þeir og einhverjir íslendingar voru að hrinda hver öðrum og einhverjir aðrir að reyna að stoppa það. Nennti ekki að blanda mér í eitthvað svona rugl, fór bara út og rölti svo heim. Hef kók, nammi, internet og sjónvarp, best að hanga aðeins á netinu áður en maður fer að sofa.

Pretty good solution…

“…so that’s a pretty good solution. Except sometimes it fails. Actually, it fails quite a lot. But that’s ok because it looks good on paper and people spend a lot of money on it.”

Dreifð kerfi. Snilld.

Jólafrí!!!

Loksins kominn í jólafrí, vefþjónustur búnar, gengu vel, bæði verkefnið og prófið. Hef aldrei verið svona þreyttur eftir annarverkefni! Bíllinn kominn á verkstæði þannig að á morgun get ég hætt að nota “#%$(%#”#$ strætó. Allt í góðu gengi 🙂

I like to love C#.NET

Ofurforritarinn Sreejith
Jæja, erum enn hérna um miðja nótt að gera vefþjónustur. Erum 4 í hópnum, ég, Hrannar, Finnur og Bjarni en við hefðum ekki getað gert þetta án 5. leynimeðlimsins sem er hinn geysiöflugi indverski forritari Sreejith SS Nair. Sreejith skrifaði mjög fínan Datagrid component sem Bjarni notaði í winclient-inum okkar, en þennan component má finna á CodeProject.com ásamt fleiru sem Sreejith hefur gert. Hann er mjög hress gaur sem hefur póstað 783 sinnum á CodeProject á síðustu 10 mánuðum og helsta áhugamál hans samkvæmt síðunni hans er einmitt “I like to love C#.NET”. Sreejith vinnur hjá Neosoft en þeirra mottó er:

Are you Solving problems
or Having problems
Solving them

Ég þurfti að lesa þetta svona 5 sinnum til að skilja. Meikar samt sens þegar maður fattar það 🙂 . Ég vill hérmeð þakka Sreejith fyrir hans framlag.

Karen á afmæli

Karen á afmæli í dag og er 24. Allir að óska henni til hamingju 🙂

Er annars uppí skóla að gera vefþjónustuverkefnið ógurlega. Vefþjónustur virðast ganga 90% útá að böggast í stillingum í Windows þannig að það er gaman…

Lokaverkefni og svör við getraun

Erum búnir að velja lokaverkefni, verðum hjá Libra. Gera server sem talar við eitthvað XTP protocol frá kauphöllinni, taka á móti pökkum, pæla í headerum, svaka stuð. Gerum líka Client forrit.

Svo er einmitt vísindaferð í Libra á föstudaginn, eða reyndar Tölvumyndir sem er yfirfyrirtækið. Allir eiga að mæta, ekkert rugl um að það sé of mikið að gera í vefþjónustum, það er fínt að forrita þunnur á laugardegi!

Svörin í kvikmyndagetrauninni komin og það eru tvær með öll svör rétt, það eru Unnur og Ósk. Þær eiga báðar inni hjá mér dós af jólaöli. Annars gekk fólki miklu betur með þessa getraun en þá síðustu, allir voru með meira en helming réttan. Svörin eru allavega:

  1. Office Space. Karakterinn er forritari sem er svo óheppinn að heita Michael Bolton. Snilldarmynd!
  2. Men in Black, K (Tommy Lee Jones) segir þetta. Mynd 1 var snilld, mynd 2 var sorp.
  3. Batman Returns, Penguin segir þetta við Batman. Batman 1 og 2 voru snilld, síðan varð serían að sorpi þegar Jim Morrison fór að leika Batman og fór endanlega í skítinn þegar George Clooney tók við.
  4. Spiderman, amman við Peter Parker. Fín mynd, 2 líka.
  5. Austin Powers, Dr. Evil. Myndir 1 og 2 voru mesta snilld ever, mynd 3 var orðin hálf þreytt eitthvað.
  6. Matrix, Neo og creepy ofurvitri krakki. Fyrsta myndin er algjör snilld, sá mynd 2 og fannst hún drasl, hef engan áhuga á að sjá 30 tölvuteiknaða kalla berjast við hvorn annan. Hef ekki nennt að sjá síðustu myndina. Þeir hefðu átt að gera bara fyrstu myndina og hætta svo.

Og súpererfiða bónusspurningin sem enginn svaraði: Danny Elfman, mesti kvikmyndatónlistarsnillingur ever samdi theme-in í myndum 2, 3 og 4. Samdi einmitt líka Simpson theme-ið og tónlistina í öllum Tim Burton myndum. (Já, ég veit að venjulegt fólk pælir ekki í hver samdi tónlistina í myndum sem það er að horfa á, þess vegna var þetta *bónusspurning* ).

Hugsa að þetta verði síðasta kvikmyndagetraunin. Spurning um að hafa kannski öðruvísi getraun, tónlistargetraun eða eitthvað. Hugmyndir?

Lokaverkefnisundanúrslit

Jæja, erum búnir að strika Icelandair útaf listanum yfir möguleg lokaverkefni. Leiðinlegt, þar sem þeir voru tilbúnir að senda okkur til Frankfurt til að kynna verkefnið í lokin en mig langar ekki að eyða 3 mánuðum í að parsa html á 20 mismunandi vefsíðum.

Þau fyrirtæki sem eru nú eftir eru:

  1. Libra: Góð kaffivél + sparkly vatn + kók og nammi innanhúss.
  2. Betware: Foosball + píluspjald + góð kaffi og vatnsvél + risastórt cutout af Clint Eastwood og Marilyn Monroe. Það væri nú ekki slæmt að hafa Clint við hliðina á sér þegar maður er að forrita!
  3. Marorka: Venjuleg kaffivél, venjuleg vatnsvél. Gott útsýni.
  4. LH-Tækni: Ekki búnir að fara á fundinn.
  5. Icelandair: Ferð til Frankfurt.

Erfitt val, en Libra og Betware eru að slást um toppsætið a.m.k. núna…

Kvikmyndagetraun – úrslit

Sigurvegarinn í kvikmyndagetrauninni var Ósk með 4 rétt svör, í öðru sæti var Unnur og í þriðja sæti Karen. Enginn strákur komst á listann, ég bjóst nú a.m.k. við að Friðrik mundi þekkja Batman kvótið miðað við hvað við höfum oft horft á þessa mynd! En rétt svör voru a.m.k. Wayne’s World 2, Goodfellas, Batman, Nightmare Before Christmas og Taxi Driver. Engin verðlaun í þetta sinn en kannski næst ef einhver kemur með góða hugmynd fyrir verðlaun.

Var annars í sumarbústað með nokkrum HR-ingum á föstudagsnóttina. Bjór, Idol, hamborgarar í kvöld og morgunmat, Actionary, heitur pottur og skelfilegt söngtríó (ég, Hrannar og Gunni). Lauga kenndi okkur flóknasta spil í heimi og Gunni átti afmæli og datt svona 5 sinnum á pallinum. Mikið stuð 🙂

Prófin búin

Jæja, öll próf búin og er sáttur við þau öll nema Stöðuvélar sem var miklu erfiðara en í fyrra! Er byrjaður í vefþjónustum sem virðist ætla að verða fínt námskeið, tekur samt örugglega svakalegan tíma. Er í hóp með Hrannari, Bjarna og Finni, sami hópur og verður í lokaverkefninu. Vorum líka í dag að sækja um lokaverkefni hjá fjórum fyrirtækjum, Betware, Marorka, LHTækni og Icelandair. Förum væntanlega á nokkra fundi í næstu viku og þá skýrist þetta betur.

Skellti inn verkefni 3 úr tölvugrafík, hægt er að ná í það hér. Þrívíddarmynd, nennti ekki að eyða jafn miklum tíma í hana og maze-ið en er samt ágæt, hefði þurft að eyða meiri tíma í lýsinguna samt.