Fattaði í dag að ég á að skila ritgerðinni minni í Ný tækni á morgun kl. 5. Hélt að það væri á mánudaginn og var bara búinn með þriggja blaðsíðna uppkast. => Skrifa ritgerð í nótt + skrifa ritgerð allan daginn á morgun.
stuð…
Fattaði í dag að ég á að skila ritgerðinni minni í Ný tækni á morgun kl. 5. Hélt að það væri á mánudaginn og var bara búinn með þriggja blaðsíðna uppkast. => Skrifa ritgerð í nótt + skrifa ritgerð allan daginn á morgun.
stuð…
Jæja, kominn nýr vefur fyrir Háskólann í Reykjavík. Er mjög flottur bara, mun flottari en gamli HR vefurinn. Það eina sem mér finnst glatað eru þessir risaauglýsingaborðar sem eru efst á hverri síðu með mynd af einhverjum nemanda og einhver hallæris stikkorð með sem eiga að sýna hvað skólinn sé nú æðislegur og frábær. Þetta er t.d. einn af þeim:
Hin gullkornin sem eru á þessum auglýsingaborðum eru m.a:
Ég væri nú alveg til í að víkka sjóndeildarhringinn…, vinna raunhæf verkefni… og vera í krefjandi námi… sem er í nálægð við atvinnulífið… . Og ekki væri nú verra að gera þetta allt með frábærum nemendum… og framúrskarandi leiðbeinendum… og fá sér gott veganesti… í mötuneytinu. En að sjá einhverja hvatningar-slepju-auglýsingastofu-drasl auglýsingar á ekki eftir að láta mig sækja um þarna ;).
Fyrir þá sem eru að gera þjöppunarverkefni í Stærðfræðilegum Reikniritum þá er þessi síða snilld: http://neopoleon.com/blog/posts/2493.aspx. Sá link á hana á síðunni hjá Sverri í fyrra þegar þetta verkefni var í gangi, er nokkuð viss um að hún eigi eftir að koma að góðu gagni!
Er að fara á tölvunarfræðifyrirlestur á morgun. Fékk póst um hann áðan, subjectið var:
Tæknimessa á morgun milli 11 og 12 stofa 201: Eru eldveggir drasl?
Engir nema tölvunarfræðingar mundu hafa svona nafn á fyrirlestri! Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér að viðskiptadeildin fái einhvern MBA viðskiptafræðing í heimsókn til að halda fyrirlesturinn “Er ávöxtunarkrafa drasl?”. Eða lagadeildin: Í dag mun Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari halda fyrirlestur þar sem hann mun leitast við að svara spurningunni “Er viðskiptalögfræði drasl?”.
Held ekki.
Fyrsta verkefnaskoðun búin :). Nú er bara að forrita ákvarðanatökutré og tauganet fyrir stærðfræðileg reiknirit og svo multicast verkefni í Dreifðum kerfum. Stuð.
Yfirlit úr netbankanum mínum eftir tölvunarfræðidjammið á föstudaginn. Mjög viðeigandi…
Ágætis vísindaferð í gær, fórum í Nýherja. Fengum 3 fyrirlestra, einn um SAP kerfið frá einhverjum yfirmanni sem var allt í lagi, einn góðan frá forritara um low level dótið í kerfinu sem hann sagði að væri mjög þýskt og maður gæti rekist á breytunöfn eins og “der fuhrer” og að lokum fengum við einn fyrirlestur frá einhverjum super slick jakkafatagaur um hvernig .NET væri framtíðin og hvernig við ættum að haga okkur til að fá vinnu. Reyndum að fara í smá drykkjuleik í fyrsta fyrirlestrinum, drekka þegar gaurinn sagði SAP en gáfumst eiginlega strax upp þar sem hann sagði SAP álíka oft og strumparnir segja strump. “SAP kerfið er geysiöflugt, við höfum SAP-forritara og SAP-ráðgjafa sem kenna SAP-viðskiptavinunum á hina ýmsu hluta SAP, t.d. mannauðsSAP, logisticsSAP, accountingSAP og fleiri SAP-hluti. Endilega fáið ykkur smá bjórSAP meðan þið hlustið á SAP-fyrirlesturinnSAP.”
Fórum svo í sal þar sem var haldið áfram keppninni OfurNjörður 2005 við HÍ. Vorum búin að vinna í fótbolta og dodgeball fyrr um daginn. Unnum í vélritun, töpuðum í Singstar,Eyetoy og Twister. Eyetoy er definitely mest dull drasl ever, a.m.k. þessi leikur sem var keppt í þarna. Töpuðum svo bjórdrykkjukeppninni sem er nú helvíti slappt og enduðum á því að tapa OfurNjerði. Gengur bara betur næst…
Stærðfræðileg greining strikes back! Erum núna að byrja í gervigreindarpartinum á Stærðfræðilegum reikniritum sem ég hélt að mundi vera snilld, forrita talandi róbota eða gáfaðar þvottavélar eða eitthvað, en þá kemur í ljós að það er bara meiri stærðfræðileg greining, diffrun og heildun! Ég sem hélt að ég væri búinn með það að eilífu.
Nýji uppáhaldsþátturinn minn er annars um stærðfræði, nokkurnveginn. Heitir Numb3rs og fjallar um tvo bræður, annar er lögga og hinn stærðfræðisnillingur. Stærðfræðisnillingurinn lítur að sjálfsögðu út eins og hann sé klipptur úr Dressmann auglýsingu (eins og stærðfræðisnillingar gera nú yfirleitt) og er mjög duglegur við að hjálpa löggubróður sínum að leysa mál með hjálp flókinna stærðfræðijafna. Er búinn að horfa á 2 fyrstu þættina og formúlan fyrir þáttunum virðist vera nokkurnveginn svona:
Þetta er semsagt snilldarþáttur sem ég ætla að halda áfram að fylgjast með 🙂
Hvor þessara manna er nýr forseti tölvunarfræðideildar HR ? Og hvor þeirra er eðalleikarinn Dolph Lundgren? (Fyrir þá sem vita ekki hver Dolph Lundgren er þá lék hann m.a. He-man í meistaraverkinu Masters of the Universe og rússneska boxarann Ivan Drago í Rocky 4.)
Get fengið mér nammi og kók í reikning hjá Libra. Er ekki svo viss um að þetta sé góð hugmynd. Sé fram á að í lokaskoðun á kerfinu segi þeir “Já, ágætis kerfi hjá ykkur en þú skuldar okkur 82.000 í nammireikning”. Get kannski fengið einhverskonar greiðsludreifingu á þetta, tekið þetta á 36 mánuðum. Hinsvegar er nú nammið á mjög góðu verði, get t.d. keypt Florida súkkulaðistykki (eins og hraun, nema með kókos utaná ) á 40 krónur. 40 krónur!! Á þessu verði hef ég ekki efni á að kaupa það ekki!!
Og einnar spurningar kvikmyndagetraun í lokin, 40 króna Florida í verðlaun. Í hvaða mynd var eftirfarandi sagt:
“1.21 Gigawatts? 1.21 GIGAWATTS?!?!? Great Scott!”
Svör falin þangað til 16:00 á sunnudaginn 30. jan.