Var að horfa á NFS á sunnudaginn. Þar var í gangi einhver fréttaþáttur (surprise) þar sem gaurinn sat bara við borð og var að lesa upp fréttir úr fréttablaðinu. Þetta er það sem ég kalla gott sjónvarpsefni! Maður í sjónvarpi að lesa dagblað! Af hverju er ekki allt sjónvarpsefni svona? Í staðinn fyrir grínþætti gæti verið maður að lesa Andrésblöð í beinni. Í staðinn fyrir spennumyndir gæti verið maður með gott Tarzan blað og myndavél yfir öxlina á sér. Í staðinn fyrir Omega gæti verið mynd af manni að lesa uppúr Biblíunni (hmmm, hljómar kunnuglega). Þetta gæti svínvirkað! Ódýrt og umfram allt gott sjónvarpsefni!
Category Archives: Sjónvarp
Wax on, wax off!
Karate Kid á Skjá einum. Snilldarmynd! Þeir ætla að sýna fullt af svona 80’s myndum næstu sunnudaga þannig að þá veit ég hvað ég verð að gera næstu sunnudagskvöld 🙂
Meira rapp í Eurovision
Er að horfa á úrslitakeppnina í Eurovision. Sá aftur uppáhalds lagið mitt, Eitt lag enn með rappkafla (Video hér). Áður en það byrjaði var talað við fólkið sem syngur, rapparinn sjálfur var mjög ánægður með lagið þeirra:
“Loksins komið rapp í Eurovision!”
Já, loksins, við höfum öll verið að bíða eftir þessu.
“2006, loksins er það komið!”
Jamm, þú veist hvaða ár er.
“Swing og rapp, það er fínt saman!”
Já, stórkostlegt!!
En síðan var enn meiri gleði, hann var ekki bara einn að rappa, nei, núna var hann kominn með kærustuna sína sem rappaði líka! Tvöfalt meira rapp! Ég spái því að þetta lag fari alla leið!
Dick Cheney
Dick Cheney skaut óvart 78 ára gamlan veiðifélaga sinn. Daily Show gerir grín að því hér.
Rapp í Eurovision
Jæja, búinn að horfa á síðasta Eurovision undanþáttinn. Silvía Nótt var kúl og komst áfram, Öggi bróðir Unnar líka. Hinsvegar komst líka lagið eftir gaurinn sem samdi Eitt lag enn áfram. Alltaf þegar ég hlusta á Eitt lag enn (sem ég geri oft!) þá hugsa ég “þetta er nú gott lag, en það væri ennþá betra ef það kæmi allt í einu rappkafli inní miðju laginu!”. Þetta er greinilega það sama og höfundurinn hefur verið að hugsa því nýja lagið er svona frekar svipað Eitt lag enn, svona swing lag, en svo allt í einu í miðju laginu, algjörlega útúr kú, kemur einhver gaur inná sviðið og fer að rappa! Svo þegar rappkaflinn ógurlegi er búinn þá heldur lagið áfram. Þetta lag komst semsagt áfram í úrslitin, kosið áfram af einhverju mjög smekklausu fólki, eflaust sama fólki og finnst karlar í konufötum fyndnir í könnuninni hér til hliðar. Svo komst Birgitta Haukdal áfram og eitthvað eitt enn. Sá ekki hvað komst áfram í hinum undanþáttunum en er nokkuð viss um að Sylvía Nótt á eftir að taka þetta á úrslitakvöldinu 🙂
The IT Crowd
Mæli með The IT Crowd. Nýjir breskir þættir um tvo fávita sem vinna í tölvudeild fyrirtækis. Sýnt á Channel 4 í bretlandi og hægt að horfa á ókeypis á netinu. Eftir sama höfund og Black Books sem voru líka snilldarþættir.
Fjöldamorðingi
Var að horfa á auglýsingar í sjónvarpinu áðan. Þá kom auglýsing um nýja íslenska spennusögu:
“Afturelding”
“Fjöldamorðingi er laus. Fórnarlömb hans eru…
…GÆSAVEIÐIMENN!”
Ég er ekki viss af hverju mér finnst svona fyndið að fjöldamorðingi sé að eltast við gæsaveiðimenn, en mér finnst það a.m.k. mjög fyndið. Svo kom mynd af einhverjum svona gæsaveiðitöffara í lopapeysu með derhúfu að góna útí loftið og svo var hann skotinn. Örugglega snilldar bók!
Aumingjahrollur
Var að horfa á Idol. Er einhver annar en ég sem fær aumingjahroll í hvert skipti sem Bubbi byrjar að tala?
Gamalt sjónvarpsefni getraun – úrslit
Jæja, ekki var nú mikil þáttaka í getrauninni! Maður gæti næstum því haldið að fólk hefði ekki áhuga á 15 ára gömlum sjónvarpsþáttum! Árni fær rétt fyrir Matlock og Derrick, og ég verð að gefa honum rétt fyrir Samherjar líka því ég veit ekki sjálfur hvað þetta hét á íslensku, en Samherjar hljómar mjög mikið eins og þáttur á RÚV. Ósk var með þrífætlingana, Matlock og Centurions rétta, gef henni líka rétt fyrir Skálkar á skólabekk, aftur því það hljómar mjög eins og þáttur á RÚV. (Allir þessir þættir nema Centurions voru sýndir á RÚV, var ekki með stöð 2 þegar ég var lítill. Jamm, það voru erfiðir tímar…). Semsagt, Árni fær 3 stig og Ósk 4, Ósk er þarmeð sigurvegarinn og á inni dós af jólaöli.
Rétt svör eru:
Gamalt sjónvarpsefni getraun
Jæja, þá er kominn tími á nýja getraun. Nenni ekki að hafa aðra kvikmyndagetraun þannig að í staðinn kemur nostalgíusjónvarpsþáttagetraun. (Gott scrabble orð!). Þetta eru semsagt myndir af 7 sjónvarpsþáttum sem ég horfði á þegar ég var yngri. Sá sem verður með flest nöfn rétt fær dós af jólaöli í vinning. Rétt svör verða birt kl. 12:00 á mánudaginn.