Furðuleg lífsreynsla í dag. Ég var með Daníel á aðallestarstöðinni og var að leyfa honum að keyra í einhverjum svona bíl sem ruggast til og frá. Bíllinn var fyrir framan þrjá svona ljósmyndaklefa þar sem maður getur tekið passamyndir af sér. Meðan ég var að bíða eftir að þetta kláraðist þá sá ég karl koma labbandi í áttina að klefunum. Hann hefur verið svona 60-og eitthvað, leit ekki út fyrir að vera róni, en var samt frekar svona skrýtinn eitthvað, labbaði t.d. allur mjög stífur, það var næstum eins og hann hefði engin liðamót í hnjánum. Anyway, hann fer inní klefann og dregur fyrir, ég er ekki að horfa á hann en heyri allt í einu hljóðið í vatni vera að renna niður. Ég lít við og sé að hann er að PISSA Í KLEFANUM, BEINT OFAN Á STÓLINN! Það var dregið fyrir svo ég sá bara fæturna á honum, aðeins í stólinn og sprænuna að lenda á stólnum! Svo kom hann út og labbaði í burtu. Ég hafði engan sérstakan áhuga á að fara að abbast eitthvað uppá gaur sem pissar í ljósmyndaklefa, var líka með Daníel og svona þannig að ég fór bara í miðasöluna þarna og lét þau vita. Veit svosem ekki hvað ég hefði átt að segja, “uhh, du skalt ikke pisse i den her pasfoto! Det er ikke toilet!”. Eða bara “Hold kjæft mand, er du sindsyg??!?”. En já, þetta var, öh, spes.
Annars kláraði ég síðasta prófið í dag, áfanga dauðans, System Integration. Gekk betur en ég vonaði þannig að ég er sáttur. Nú er bara að vinna á fullu í vinnunni og svo í næstu viku byrjar Biometric systems áfanginn sem ég verð í þrjár vikur í.
(Ég flokka þessa færslu undir Danmörk, Skóli, DTU og í nýjum flokki sem heitir Piss í ljósmyndaklefum. Ég verð mjög hissa ef sá flokkur fær einhverntímann fleiri færslur)