Skilaði inn völundarhúsinu í tölvugrafík í fyrradag eftir heila helgi af stanslausri forritun og mikilli sjóveiki. Komst svo að því daginn eftir skil að forritið gat rústað hljóðinu hjá notandanum! Við erum alltaf að hækka og lækka hljóðið í leiknum til að það heyrist hversu langt skrímslið er frá manni en ef maður hætti í leiknum þegar maður var langt frá skrímslinu (og þ.a.l. slökkt á hljóðinu) þá var bara ekkert hljóð í windows eftir á! Bjó til patch til að laga hljóðið ef það var farið í rúst og lagaði líka villuna í leiknum og sendi kennaranum eftirá, mikið stuð… Það er að minnsta kosti í lagi með þetta núna og hægt er að downloada leiknum hérna, ef þið þorið 😉 Readme.txt skráin inniheldur upplýsingar um hvaða takkar eru fyrir hreyfingar o.fl.
Category Archives: Nörd
MSN
The Empire strikes back…
Núna um daginn náði ég mér í Beta útgáfuna af msn 7.0 sem er með allskonar nýju drasli, t.d. getur maður signað sig inn sem ‘appear offline’ ef maður nennir ekki að tala við fólk en vill samt sjá hverjir eru online. Líka fullt af gagnslausu drasli eins og einhverjum súper brosköllum og teiknimyndum og einhverju sem maður getur sent. Þessi útgáfa virkaði fínt í 3 daga. En svo í gær þegar ég reyni að signa mig inn fékk ég skilaboð, eitthvað ‘A new version of msn messenger is available, you MUST get this new version or terrible things will happen’. Svo ef ég reyndi að segja nei, að ég vildi ekkert nýja útgáfu, þá gat ég ekki signað mig inn. Þannig að ég náði í nýju útgáfuna sem er númer 6.2!!! Semsagt eldri útgáfa!! Til hvers voru þeir að hleypa þessari beta útgáfu útá netið ef þeir ætla svo að neyða mann til að hætta strax aftur að nota hana?!?! Óþolandi drasl!!
(Hmmm, blogg um hvað Microsoft er mikið skítafyrirtæki + Star Wars reference… Nördaskapurinn er kominn uppá nýtt og hærra stig 😉
Kvót
Jæja, búinn með tölvugrafík prófið. Ekki hægt að byrja að læra strax eftir próf þannig að ég nýtti tímann til að búa til svona random quote á síðuna, sést hérna niðri til vinstri. Kvótin eru úr myndum sem mér þykja fyndnar, eða frá rithöfundum og grínistum. Nafn höfundarins er yfirleitt linkur á síðuna fyrir hann, eða fyrir myndina ef þetta er kvikmyndakvót. Kvikmyndakvótin meika reyndar örugglega ekkert sens ef maður hefur ekki séð myndirnar sem þau eru úr 🙂 Reyni sennilega fljótlega að setja inn eitthvað form þar sem gestir geta slegið inn ný kvót. Kannski eftir næsta próf 😉
Ný útlit
Var að skoða www.csszengarden.com og ákvað að skella inn nýju útliti á síðuna mína. Það má sjá mismunandi útlitin með því að smella á útlitslinkana í vinstri valmyndinni.
Answer to life, the universe and everything
http://www.google.com/search?q=answer+to+life+the+universe+and+everything
Google calculatorinn stendur sig vel 🙂
DNS lookup
Ákvað um daginn að mig langaði að geta haft reverse DNS lookup á síðunni minni til að sjá hvaðan fólk er að koma. Leitaði á netinu en eina lausnin sem ég fann fyrir .asp var einhver krapp lausn sem gekk útá að keyra nslookup, senda outputið í textaskrá og lesa svo textaskrána og eyða henni. Breytti þessu þannig að þarf ekki að skrifa í neina skrá eða neitt svoleiðis, les bara beint output strauminn frá nslookup.exe, virkar fínt. Skelli þessu sennilega inná forritunarsíðuna fljótlega, þá getið þið náð í þetta ef þið viljið sjá hverjir eru að heimsækja síðurnar ykkar.
BREAKOUT!!!
“…the biggest PC game release in years…”
“…Doom 3Breakout should keep most gamers hooked from beginning to end!”
***** (5 stars)
GameSpy.com
“…the best game of 2004!”
***** (5 stars)
PC Gamer Magazine
Jamm, þá er hann loksins tilbúinn, leikurinn sem allir hafa verið að bíða eftir, BREAKOUT! Forritaður af mér, borð hönnuð af Karen, algjör snilld! Smellið hér til að downloada leiknum.
Hérna er screenshot af leiknum:
En í alvöru talað, ef ég ætti að gefa algjörlega hlutlaust mat á leiknum þá væri niðurstaðan þessi: BESTI LEIKUR Á JÖRÐINNI!!!