Category Archives: Nörd

CSI, Tvíhöfði og kommentakerfi

Jæja, til að komast hjá því að læra ákvað ég að breyta síðunni smá. Setti inn broskalla í kommentakerfið og bloggið þannig að nú get ég sett inn nokkra kalla, :);):S:(8):D. Annars lítið að gerast, próf í næstu viku þannig að ekkert nema lærdómur framundan :(.

Var annars að horfa á CSI: Miami. Rauðhærði gaurinn er engan veginn jafn kúl og Grissom. Líka skrýtið að vera að gera fleiri og fleiri nákvæmlega eins þætti, nú er líka komið CSI: New York. Það gæti reyndar verið kúl því Gary Sinise leikur í því. Sá sem gæti hinsvegar verið góður í CSI væri gaurinn úr Law and Order: Criminal Intent (eða Law and Order: Edgar-suit eins og einhver snillingur kallaði þetta :D). Ég væri alveg til í að fá hann í staðinn fyrir rauðhærða gaurinn, það væri fínt.

Sá í blaðinu að Tvíhöfði var að veita gullnu kindina, verðlaun fyrir þá sem gerðu verstu hlutina á árinu, verstu plötuna, versta sjónvarpsþáttinn o.s.fv. Hvernig væri að þeir gæfu sjálfum sér þessi verðlaun fyrir að vera með grjótleiðinlegan, löngu úreltan þátt sem enginn nennir að hlusta á lengur? Hvenær voru Tvíhöfði síðast fyndnir, 1998? Og hefur einhver lesið pistlana hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu? Eintómt nýaldar-sjálfshjálpar kjaftæði “þú verður að vera ánægður með sjálfan þig til að vera ánægður með lífið, peningar skipta ekki máli, blabla”. Ömurlegt drasl og gjörsamlega ófyndið :S (jamm, mjög bitur í dag…)

Permission krapp

Hmmm, af einhverjum ástæðum breyttist permission fyrir gagnagrunninn minn þannig að hann virkaði ekki rétt. Ef þið hafið fengið villu á síðunni síðustu 2 daga er það útaf því. Asnalegt þar sem ég breytti ekki neinu, en ætti a.m.k. að vera komið í lag núna.

Delete ‘Windows’ ?

Hmm. Var að eyða úr recycle bin í tölvunni hjá mér áðan en þegar ég var búinn að því var icon-ið ennþá eins og það væri eitthvað í henni. Prófaði þá að gera aftur “empty recycle bin” og fékk þá þessi skilaboð: “Are you sure you want to delete ‘WINDOWS’?” Nei, ég vill nú helst ekki eyða windows! Nú á ég aldrei eftir að þora að tæma þessa ruslatunnu aftur…

Tölvugrafík verkefni

Skemmtileg vika að byrja, skilaverkefni á mánudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Mikið stuð. Annars er komin inn lýsing fyrir 3. forritunarverkefni í tölvugrafík og ég get ekki ákveðið mig hvað ég á að gera. Möguleikarnir eru:

  1. Fyrstu persónu skotleikur: Gæti þá notað maze-ið en mér finnst svona leikur mjög óspennandi þannig að ætla ekki að gera hann.
  2. 3D bílaleikur: Það gæti reyndar orðið mjög cool, sérstaklega ef maður hefði 2 player og möguleika á að stökkva á stökkpöllum og eitthvað svoleiðis.
  3. 3D Tölvuspil: T.d. 3D útgáfa af breakout, pinball eða einhverjum þessháttar leik, býst ekki við að ég geri þetta.
  4. 3D teiknimynd: Bara smá mynd, ekkert input frá notanda. Væri hægt að gera massaflott með góðum myndavélahreyfingum, sniðugum klippingum o.þ.h, kemur sterklega til greina.

Annars var ég líka að pæla í hvort það væri möguleiki að gera eitthvað tölvugrafík verkefni sem lokaverkefni. Bara spurning hvaða fyrirtæki hefðu áhuga á því. Datt helst í hug bankarnir með krakkaklúbbana sína, t.d. gera Georg og félagar leik, eða Aurapúka leik eða eitthvað svoleiðis. Yrði samt að vera OpenGL, langar ekki að gera einhvern flash leik á netinu! Það sem yrði samt mest cool væri að gera multiplayer leik fyrir alla bankana. Fólk veldi þá karakter úr sínum banka og ætti síðan að berjast við hina bankakarakterana, Georg vs. Aurapúki, hafa nóg af blóði og ofbeldi, Georg gæti t.d. lamið Aurapúkann með sparibauk, massíft!