Hrannar fann .NET library á netinu um daginn sem leyfir manni að tala við MSN protocol-ið. Ég notaði það til að búa til smá msn bot sem maður getur talað við. Bottinn er mjög heimskur en hann getur samt pikkað upp nokkra hluti, t.d. ‘hvað heitirðu?’, ‘hvað ertu gamall?’, spurningar sem byrja á ‘ertu’, t.d. ‘ertu vélmenni?’ og setningar sem byrja á ‘þú ert’. Skilur líka blótsyrði, setningar sem enda á ‘?’ og nokkra aðra hluti en fyrir utan það svarar hann algjörlega random. Þeir sem vilja prófa að tala við hann geta addað einarbot@hotmail.com á msn hjá sér og prófað að segja hæ við hann.
Category Archives: Nörd
Data compression with Tom Jones
Fyrir þá sem eru að gera þjöppunarverkefni í Stærðfræðilegum Reikniritum þá er þessi síða snilld: http://neopoleon.com/blog/posts/2493.aspx. Sá link á hana á síðunni hjá Sverri í fyrra þegar þetta verkefni var í gangi, er nokkuð viss um að hún eigi eftir að koma að góðu gagni!
Eru eldveggir drasl?
Er að fara á tölvunarfræðifyrirlestur á morgun. Fékk póst um hann áðan, subjectið var:
Tæknimessa á morgun milli 11 og 12 stofa 201: Eru eldveggir drasl?
Engir nema tölvunarfræðingar mundu hafa svona nafn á fyrirlestri! Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér að viðskiptadeildin fái einhvern MBA viðskiptafræðing í heimsókn til að halda fyrirlesturinn “Er ávöxtunarkrafa drasl?”. Eða lagadeildin: Í dag mun Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari halda fyrirlestur þar sem hann mun leitast við að svara spurningunni “Er viðskiptalögfræði drasl?”.
Held ekki.
Henti póstforriti
Henti út póstforritinu sem ég setti inn í gær þar sem ég komst að því að það virkaði bara á local neti :(. Laga það kannski einhverntímann seinna ef mér leiðist.
Einkabankayfirlit
Yfirlit úr netbankanum mínum eftir tölvunarfræðidjammið á föstudaginn. Mjög viðeigandi…
Stallmann
“So what do they mean when they say that people who share software are pirates? They are saying that sharing software is the same thing as attacking a ship.”
Kvót frá GNU töffaranum Richard Stallmann, en ég fór einmitt á fyrirlestur hjá honum um open source og free software í staðinn fyrir að fara í stærðfræðileg reiknirit í dag. Hann var mjög töff hugbúnaðarhippi með gleraugu, sítt hár og skegg, og í mjög litskrúðugri skyrtu þannig að hann er augljóslega góður forritari. Hafði miklar meiningar um að hugbúnaður sem er ekki ókeypis og open source væri af hinu illa og að við ættum bara að nota “free software”. Er greinilega ennþá mjög bitur yfir því að Linus Torvalds fær allt kreditið fyrir Linux, sem Richard Stallmann vill að sé kallað GNU/Linux. Hef aldrei séð jafnmikið af nördum á einum stað, og allt strákar!! Hámark 2 stelpur þarna. Verður víst annar fyrirlestur á morgun um “software patents”, sé til hvort ég nenni á hann.
Linux aftur
Jæja, kominn með Linux aftur, Suse 9.1. Sumir fá sér Linux því “Micro$oft er svo mikið drasl” eða “Linux er miklu betra en Windows”. Ástæðan fyrir því að ég skipti er hinsvegar einföld: Linux er með Frozen Bubbles sem er besti leikur í heimi! Sami leikur og BubbleShooter en Frozen Bubbles er samt mest töff, besta útgáfan af þessum leik!
Þjóðfélagsumræða
Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um forsetakosningarnar í Úkraínu. Júsénkó, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar tapaði kosningunum, en hinsvegar fékk hann ekki eðlilegan aðgang að fjölmiðlum meðan á kosningabaráttunni stóð, það virðist hafa verið eitrað fyrir honum og sennilega hefur kosningasvindl verið í gangi. Þetta er áhugavert mál og vekur upp margar flóknar spurningar um kosningar, lýðræði, siðferði og fjölmiðla. Hvernig er best hægt að tryggja að kosningar séu réttlátar? Hver eru hlutverk og skyldur fjölmiðla í lýðræðisríki? Sú spurning sem hefur verið mér efst í huga og valdið mér mestum heilabrotum síðustu daga er samt þessi: Hvor mundi vinna ef Superman og He-Man færu í slag? Þetta er erfið spurning sem er ekki með neitt eitt rétt svar. Superman getur náttúrulega flogið sem er ótvíræður kostur en hinsvegar verðum við að taka tillit til þess að He-Man er vopnaður, hann er með sverð! Það leiðir okkur svo að annarri spurningu: Af hverju fer Superman ekki bara og nær sér í vopn? Er þetta eitthvað karlmennskustolt í honum að vilja bara berjast með berum hnefunum? Ímyndið ykkur hversu öflugur Superman væri ef hann gæti flogið OG væri með skammbyssu og/eða riffil! Það væri rosalegt!
Meiri þjóðfélagsumræða síðar…
I like to love C#.NET
Jæja, erum enn hérna um miðja nótt að gera vefþjónustur. Erum 4 í hópnum, ég, Hrannar, Finnur og Bjarni en við hefðum ekki getað gert þetta án 5. leynimeðlimsins sem er hinn geysiöflugi indverski forritari Sreejith SS Nair. Sreejith skrifaði mjög fínan Datagrid component sem Bjarni notaði í winclient-inum okkar, en þennan component má finna á CodeProject.com ásamt fleiru sem Sreejith hefur gert. Hann er mjög hress gaur sem hefur póstað 783 sinnum á CodeProject á síðustu 10 mánuðum og helsta áhugamál hans samkvæmt síðunni hans er einmitt “I like to love C#.NET”. Sreejith vinnur hjá Neosoft en þeirra mottó er:
Are you Solving problems
or Having problems
Solving them
Ég þurfti að lesa þetta svona 5 sinnum til að skilja. Meikar samt sens þegar maður fattar það 🙂 . Ég vill hérmeð þakka Sreejith fyrir hans framlag.
strcpy
[Bara fyrir nörda:]
Þegar við vorum í Gagnaskipan hjá Hallgrími áttum við einhverntímann að útfæra strcpy fall í C++. Mín útfærsla var einhvernveginn svona:
void strcpy(char[] dest, char[] src) { int len = strlen(src); for (int i = 0; i < len; i++) { dest[i] = src[i]; } dest[len] = '\0'; }
Frekar klunnalegt eitthvað. Svona er alvöru útfærslan í string.h, 1 lína:
void strcpy(char* dest, char* src) { while (*dest++ = *src++); }
…ég á greinilega ýmislegt eftir ólært 😉