Category Archives: Nörd

Kristilegt spam

Hmmm, ég virðist vera kominn á einhvern kristilegan spam lista með hotmail addressuna mína. Var að fá tvo pósta um “Christian debt relief – Financing with christian principles” og einn póst um “Meet christian singles in your area”. Hvað ætli ég fái póst um næst, kristilegt Viagra?

Kröfur til umsækjenda

Haha, nýr póstur frá dr. Kristni gervigreindartöffara að auglýsa sumarstarf. Hér eru kröfurnar til umsækjenda:

“Nauðsynlegt er að hafa reynslu í Java forritun. C++ forritunarreynsla er æskileg. Góð er tök á íslenskar tungumál einnig góð góð.”

Snilldarfyndinn gaur 😀

Lokaverkefnisfrasar

Jæja, erum núna að leggja lokahönd á þetta blessaða lokaverkefni. Erum búnir að sitja hérna sveittir í fjóra mánuði við að gera þetta sem best og held að þetta hafi bara komið mjög vel út. Nú er bara djamm á morgun, sýning 19. og útskrift 11. og þá er maður orðinn tölvunarfræðingur :). Erum búnir að vera hérna alla daga og kvöld síðustu vikurnar og húmorinn er orðinn nokkuð súr. Þær setningar sem hafa oftast heyrst undanfarna 4 mánuði hérna í kompunni okkar eru eftirfarandi:

“Getum við ekki notað message queue í þetta?”

“Ertu með alvöru gögn eða ertu að gengereita?”

“…þetta er bara einsog röð af ljósmyndum”

“Word formatting er DAUÐI!”

“Nú verðum við bara að forrita eins og vindurinn!!”

“Eruði búnir að skrá tímana ykkar?”

“Það er eitthvað crappity í gangi”

“Eigum við ekki bara að sleppa stærðfræðilegum reikniritum?”

“Ertu búinn að tjekka inn?”

“Ertu búinn að getta latest?”

“Finnur, geturðu sagt mér aftur hvað ávöxtunarkrafa er?”

“Æi, eigum við ekki bara að gera bloggkerfi?”

Object reference…

[Bara fyrir tölvunarfræðinema í lokaverkefni…]

Það sem Hrannar ætlar að hafa á legsteininum sínum: “Hrannar Örn Jóhannsson: Object reference not set to an instance of an object”. Þetta fannst mér mjög fyndið þegar Hrannar sagði það í gærkvöldi eftir að við vorum búnir að eyða 12 tímum í að laga villur í forritinu okkar. Ég verð með gjörsamlega ónýtan húmor þegar þetta lokaverkefni verður búið!

MSN Bot farinn í frí

Nenni ekki lengur að hafa MSN bottinn keyrandi hjá mér þannig að ekki búast við að sjá hann online á næstunni. Hinsvegar setti ég forritið hérna inn þannig að ef einhvern langar að ná í forritið og prófa þá er það velkomið. Ef einhver vill breyta því sem bottinn skilur og svarar þá er bara að opna textaskrána MsnBot.bot í notepad og skrifa eitthvað nýtt inn. Forritinu er hægt að downloada hér.

IE samsæri

[Bara fyrir nörda]

Breytti í gær upphafssíðunni í Internet Explorer í vinnunni. Hún var stillt á msn.com sem er default-ið fyrir Explorer en ég breytti henni í síðu verkbeiðnakerfisins í vinnunni því það er eina síðan sem ég skoða í Explorer. Þegar ég kem svo í vinnuna í morgun þá er nýja Microsoft AntiSpyware forritið búið að keyra um nóttina og tilkynnir mér að það hafi fundið merki um stórhættulegt spyware á vélinni minni:

Possible Browser Hijack

Threat level: High

Description: Possible Browser Hijack redirects Internet Explorer.

Advice: This is a very high risk threat and should be removed immediately as to prevent harm to your computer or your privacy.

Ég fylgdi að sjálfsögðu ráðum þessa geysiöfluga forrits og remove-aði þetta high risk threat og þá stillti forritið upphafssíðuna mína aftur á msn.com. Snilldarforrit!

MSN Bot samtal

Ákvað að breyta nafninu á bottinum í eitthvað venjulegt nafn til að það yrði raunverulegra að tala við hann. Breytti nafninu hans í Siggi en fattaði ekki að það eru sennilega ansi margir með einhverja aðra Sigga á msn hjá sér. Þetta er samtal síðan í dag þegar einhver var að ruglast:
(Nöfnum hefur verið breytt)


Kalli: ertu heima hjá þér?

Siggi: Halló Kalli

Kalli: hæ, ertu heima hjá þér?

Siggi: Af hverju heldurðu að ég sé heima hjá þér?
Kalli: ertuppí skóla eða ertu HEIMA HJÁ ÞÉR???

Siggi: Hmm, það er góð spurning, ég er ekki viss um að ég geti svarað henni.

Kalli: fokk

Siggi: Ég er ekki kynlífsbot, þú verður að fara eitthvert annað til að fá svoleiðis þjónustu.

Kalli: þú ert bot

Siggi: Já, þú þykist vita hvernig ég er, á ég að segja þér hvernig þú ert?

Kalli: djöfullinn

0-2


“…svo tók ég einn skiptinema í munnlegt próf gegnum síma. Ég hafði þrjá efnisflokka til að prófa hann úr þannig að ég gaf þeim númer frá 0 uppí 2 og leyfði honum svo að velja númer af handahófi…”

Heimir í dreifðum kerfum að segja okkur frá prófinu í fyrra. Enginn nema tölvunarfræðingur mundi vera með lista með 3 hlutum og gefa þeim númer frá 0-2…