Category Archives: Nörd

Eins og Yoda, þú talar!

Talaðu eins og Yoda…

Yoda
Nú er ég búinn að skrifa svakalegasta forrit sem ég hef nokkurntímann gert.
Þetta forrit tekur venjulegar setningar og breytir þeim í Yoda setningar! T.d. setningin “Þú ert eitthvað skrýtinn!” verður “Eitthvað skrýtinn, þú ert!” og “Þú þarft virkilega að finna þér nýtt áhugamál” verður “Virkilega að finna þér nýtt áhugamál, þú þarft”. Mjög gagnlegt!


Ariston ísskápur

Í þessu bloggi talaði ég um að a.m.k. 3 hefðu komið inná síðuna mína frá google þar sem þeir hefðu verið að leita að orðinu ísskápur og ég var að pæla í hvort ég gæti fengið fleiri ef ég skrifaði ísskápur oftar. Nú prófaði ég að slá inn Ariston ísskápur inní Google og ég er fyrsta niðurstaðan! Og ekki bara fyrsta, heldur líka númer 6 og 7! Nú sé ég framá að geta bara fengið Ariston til að sponsora mig, sett risastóran auglýsingalink til Ariston á síðuna mína, grætt fullt af auglýsingapeningum og hætt að vinna. Spurning hvort maður ætti að skrifa inn fleiri orð til að lokka fólk hérna inn?

Í öðrum ótengdum fréttum má geta þess að ég og Karen vorum að kaupa okkur nýja Electrolux eldavél. Þessi Electrolux eldavél er mjög fín, með keramikhelluborði og öllu. Electrolux eldavélin er búin að reynast vel fyrstu dagana og við treystum á að Electrolux eldavélin haldi áfram að reynast vel!

Skólaserver

Jæja, síðan komin aftur á skólaserverinn. Hverjum hefði getað dottið í hug að það væri

slæm hugmynd að geyma síðuna mína á 6 ára gamalli, bilaðri tölvu heima hjá mömmu og

pabba? Er enn að koma henni í lag, get ekki skrifað inná hana fyrr en ég er búinn að laga

eitthvað permission crap í skólanum og það er ekki heldur hægt að kommenta þannig að ekki búast við að sjá mikið nýtt hérna strax. Síðan hans Daníels er hinsvegar í

fínu lagi þannig að þið getið kíkt þangað.

Spiderman rúmteppi og Aristion ísskápar

Er ennþá að leika mér í Python. Prófaði að skrifa smá script sem grefur sig í gegnum loggana á vefþjóninum hjá mér og finnur færslur þar sem fólk hefur komið hingað frá leitarvélunum google, altavista, yahoo og leit.is. Úr því er svo hægt að parsa hvaða leitarorð fólk sló inn sem beindi því hingað. Það sem fólk hefur verið að leita að er eftirfarandi:

binary klukka

nylon

“sódóma”

einar

einar á pravda

smáís

“extreme robot fighting”

kaffibarinn djamma

The real ultimate power

“Jóns Gnarr”

marorka

vefþjónustur á íslandi

gestaþrautir

spiderman rúmteppi

veldi í perl

stærðfræðileg reiknirit

Ariston ísskáp

dns lookup

Einar “extreme robot fighting”

lagadeild HR

Ísskápur til sölu

keyra video download

“Bill Hicks”

“ariston ísskápur”

smáís

einarte02 conventional

“Daníel Máni Einarsson

singles

klukka

“Calvin and Hobbes”

todmobile á menningarnótt

Gaman að sjá að ég virðist vera sérfræðingur um Nylon, vefþjónustur á Íslandi og Spiderman rúmteppi. Ég man reyndar ekki til þess að hafa nokkurn tímann skrifað orðið “rúmteppi” hérna þó að ég hafi nú skrifað eitthvað um Spiderman. Það sem fólk er samt oftast að leita að sem leiðir það hingað eru ísskápar, Ariston ísskápar nánar tiltekið. Með því að skrifa þessu færslu er ég svo sennilega að komast ennþá hærra í leitarniðurstöðum fyrir “ísskápur” þar sem orðið ísskápur kemur svona 10 sinnum fyrir í þessari færslu ísskápur ísskápur. Nú er bara að fylgjast með hvort fleiri fróðleiksþyrstir menn sem langar að fræðast um ísskápa komi hérna inn á næstunni ísskápur ísskápur ísskápur.

Python + Linux

Hef verið að leika mér í Python undanfarið, fann fína bók á netinu, diveintopython.org. Snilldarmál, Kári forritunarmálakennari hafði rétt fyrir sér. Helmingi skemmtilegra en .NET eða Java. Nú er bara að sannfæra Libra um að skrifa allan sinn hugbúnað í Python…

Var líka að setja upp Linux í fjórða skiptið hjá mér. Ubuntu varð fyrir valinu í þetta skiptið. Lítur vel út, get notað sama profile í Firefox og Thunderbird í Win og Linux þannig að það er auðvelt að nota það samhliða hvort öðru. Það eina sem fer í taugarnar á mér við Linux er að fontar líta oft út eins og krapp! Ef maður setur Anti-Aliasing á þá verður allt smudgy og ljótt en ef maður tekur það af þá líta allir stafir ótrúlega illa út. Ef einhver linux snillingur gæti sagt mér hvernig maður lagar þetta þá væri það vel þegið.

einaregilsson.com

[Nördablogg]

Þá er ég búinn að færa síðuna af svæðinu mínu uppí skóla og yfir á einaregilsson.com. (Var að pæla í einaregilsson.is en það kostar 12.000!!! á ári meðan .com kostar 10 dollara!). Ákvað að taka síðuna af skólasvæðinu því ég vissi ekki hvað maður fengi að hafa svæðið lengi og mig langaði líka að prófa að reka minn eigin server. Þessi ógurlegi server er 5 ára gömul tölva sem er heima hjá mömmu og pabba og það er alltaf kveikt á henni því ef maður slekkur þá er ekki víst að hún fari nokkurntímann aftur í gang! Þó að þetta sé ekki á neinni rosalegri tengingu þá ætti það nú samt að ganga sæmilega hratt þar sem það eru eiginlega engar myndir á þessari síðu. En endilega látið vita ef það er eitthvað sem virkar ekki eða einhverjir dauðir linkar eða eitthvað sem þarf að laga.

BBS

Hah! Ég er búinn að finna leið til að skoða BBSið hérna heima þó það eigi ekki að vera hægt utan skólans! Verst að það er frekar gagnslaust þar sem það er búið að loka á lykilkortið mitt :(.

Skype

Jæja, fyrst maður er kominn með adsl þá er fínt að fá sér Skype. Nafnið er einaregilsson.