[Nördablogg]
Nú var ég að setja Linux inn hjá mér enn einu sinni. Fólk kvartar stundum yfir að Linux sé “ónotendavænt” en það er bara rugl. Tökum sem dæmi, ég vildi koma þráðlausa netkortinu mínu í gang. Það eina sem ég þurfti að gera var:
Finna út hvaða chipset kortið mitt var með, googla eftir driver fyrir það, downloada source kóðanum fyrir driverinn (sem reyndist vera version 0.0.1 frá árinu 2004), gera make install til að compila drivernum, það virkar ekki, installa header files fyrir kernelinn, installa gcc, gera aftur make install, það virkar ekki, laga villur í driver source kóðanum sem voru útaf einhverju inline functions sem tókst ekki að inline-a, keyra make install aftur, það keyrir í gegn án villna, keyra modprobe zd1205, fá villuboðin FATAL: can’t install zd1205, skoða dmesg til að finna út hvað er að gerast, deprecated symbols á verify_area og pci_sync_single, finna réttu symbolin til að setja í staðinn og replace-a alla staði í source kóðanum þar sem þau koma fyrir, keyra make install aftur, keyra modprobe zd1205, fá aftur FATAL: can t install zd1205, skoða dmesg, sjá villuboðin “Device not found”, grep “Device not found” src/* til að finna hvar þessi villa kemur upp, sjá að hún kemur því að pci_register_driver skilar <= 0, googla pci_register_driver, komast að því að á einhverjum tímapunkti var þessu falli breytt þannig að 0 þýðir núna að allt sé í lagi, breyta pci_register_driver tékkinu í zd1205_hotplug.c, make install, modprobe zd1205 og þá loadast driverinn!
It’s almost too easy! (Bónusstig fyrir að þekkja kvótið!). Núna kemur a.m.k. ljós á netkortið hjá mér og í Wifi-radar forritinu sem ég náði í sé ég þráðlausa netið mitt, en það hefur ekki ennþá tekist að tengjast því af einhverjum ástæðum. En það hlýtur að koma með nokkrum einföldum skrefum í viðbót.