Category Archives: Nörd

Spam

Hmmm, ég er byrjaður að fá comment spam. Virðist aðallega vera frá einhverjum brjáluðum hundasölumönnum:

“guard dogs for sale”

“yorkshire terrier dogs for sale”

Og svo eru að sjálfsögðu nokkrar auglýsingar um ódýrt Viagra og eitthvað fleira gott stöff.

Firefox plugin

Jæja, þetta blogg er meira og minna dautt. Nenni ekki lengur að skrifa á það. Ákvað samt að endurvekja það fyrir eitt gott nördablogg 😀

Var að lesa umræðuþráð á http://forums.mozillazine.org þar sem eru umræður um Mozilla forritun og fleira því tengt. Þar var einhver að biðja um extension fyrir Firefox sem leyfði manni að skrolla músarhjólinu yfir leitarboxinu til að skipta um leitarvélar í staðinn fyrir að þurfa að smella á icon-ið og velja síðan nýja vél úr lista. Ég prófaði að búa þetta til, heildar kóðinn var svona 15 línur, og ég setti það á http://addons.mozilla.org . Það kom inná netið svona á hádegi í dag, og núna þegar ég var að kíkja á það þá eru 200 manns búnir að downloada því! Ég veit bara ekki um neitt annað sem ég hef skrifað sem svona margir hafa notað! Ef það er ennþá einhver sem les þetta blogg, notar Firefox, og langar að skoða þetta þá er það á http://addons.mozilla.org/firefox/3696/ .

Linux (enn einu sinni)

[Nördablogg]

Nú var ég að setja Linux inn hjá mér enn einu sinni. Fólk kvartar stundum yfir að Linux sé “ónotendavænt” en það er bara rugl. Tökum sem dæmi, ég vildi koma þráðlausa netkortinu mínu í gang. Það eina sem ég þurfti að gera var:

Finna út hvaða chipset kortið mitt var með, googla eftir driver fyrir það, downloada source kóðanum fyrir driverinn (sem reyndist vera version 0.0.1 frá árinu 2004), gera make install til að compila drivernum, það virkar ekki, installa header files fyrir kernelinn, installa gcc, gera aftur make install, það virkar ekki, laga villur í driver source kóðanum sem voru útaf einhverju inline functions sem tókst ekki að inline-a, keyra make install aftur, það keyrir í gegn án villna, keyra modprobe zd1205, fá villuboðin FATAL: can’t install zd1205, skoða dmesg til að finna út hvað er að gerast, deprecated symbols á verify_area og pci_sync_single, finna réttu symbolin til að setja í staðinn og replace-a alla staði í source kóðanum þar sem þau koma fyrir, keyra make install aftur, keyra modprobe zd1205, fá aftur FATAL: can t install zd1205, skoða dmesg, sjá villuboðin “Device not found”, grep “Device not found” src/* til að finna hvar þessi villa kemur upp, sjá að hún kemur því að pci_register_driver skilar <= 0, googla pci_register_driver, komast að því að á einhverjum tímapunkti var þessu falli breytt þannig að 0 þýðir núna að allt sé í lagi, breyta pci_register_driver tékkinu í zd1205_hotplug.c, make install, modprobe zd1205 og þá loadast driverinn!

It’s almost too easy! (Bónusstig fyrir að þekkja kvótið!). Núna kemur a.m.k. ljós á netkortið hjá mér og í Wifi-radar forritinu sem ég náði í sé ég þráðlausa netið mitt, en það hefur ekki ennþá tekist að tengjast því af einhverjum ástæðum. En það hlýtur að koma með nokkrum einföldum skrefum í viðbót.

Klám, spam og fleira gott stöff

[Nördablogg]

Fyrir nokkrum dögum var allt í einu komið spam í gestabókina hjá Daníel. Einhver Dimitri var að auglýsa Viagra eða eitthvað svoleiðis, man það ekki nákvæmlega. Mér fannst það ferlega skrýtið þarsem ég bjó til þessa síðu, þannig að hún er ekki partur af einhverju stóru kerfi eins og blog.central.is eða wordpress eða neinu þannig. Skildi ekki alveg hvernig einhver hafði rekist á þetta þannig að ég googlaði Dimitri og spamið hans og fann að allar gestabækurnar þar sem hann hafði verið voru með orðinu ‘guestbook’ í url-inu. Þetta hefur semsagt verið einhver bot sem googlaði ‘inurl:guestbook’, fann síðan gestabókarformið, skoðaði textaboxin sem heita örugglega í 90% tilfella eitthvað eins og txtName, txtUrl o.s.fv, og postaði síðan forminu. Jæja, ég breytti url-inu á gestabókinni þannig að það innihélt ekki lengur ‘guestbook’ og bjóst við að þetta gerðist ekki aftur. En nei, nokkrum vikum seinna er komin hrúga af nýju spami! Allt fullt af einhverju klámi, viagra, mortgage payments og einhverju svona krappi. Ég veit ekki hvernig þeir hafa komið hingað núna, Dimitri var mættur aftur + fullt af öðrum nöfnum. Hafa kannski geymt base urlið á síðunni síðan síðast og síðan spiderað hana til að finna gestabók? Ég skoðaði logginn fyrir vefsvæðið og sá hvaða ip tala hafði sent þetta og reyndi að fletta henni upp en fann ekkert. Þetta gæti líka verið bara einhver sýkt tölva einhversstaðar útí heimi. Tók eftir í loggnum að þessi skítabot sendi engan User-Agent header þannig að núna eru allir sem koma inn frá þessari ip-tölu eða senda ekki User-Agent header sendir sjálfkrafa beint inná mbl.is. Sjáum til hvort það virkar, ef þetta kemur aftur þá verð ég að setja password eða einhverja spurningu eða eitthvað inná gestabókina.

p.s.

Fattaði allt í einu að fyrst ég skrifaði ‘klám, viagra, mortgage payment’ mun ég koma upp í google þegar einhver leitar að þessum orðum. Og núna skrifaði ég þau aftur! Gott mál! Það væri nú ekki amalegt að vera efsta íslenska síðan sem kemur upp þegar einhver er að leita að góðu viagra-klámi!

Carefully orchestrated campaign of robot violence

“… how do you KNOW your code won’t become self-aware, perceive humans as a threat, and wipe us out with a carefully orchestrated campaign of robot violence? Unit tests can’t test for THAT.”

[Kvót úr umræðuþræði um Unit testing sem ég var að lesa.]

p.s.

Hefði sennilega átt að merkja þessa færslu með hinu fræga [nördablogg] merki. Kannski ég komi mér upp svona flokkakerfi eins og er í WordPress, gæti þá verið með flokkana Nörd, Kvikmyndir og Annað.

Einir heima

Karen fór til Danmerkur yfir páskana að hitta Láru vinkonu sína. Ég og Daníel erum hérna heima að passa hvorn annan. Þegar Karen er ekki hérna til að halda aftur af nördinum í mér þá endar það alltaf á því að ég borða allt of mikið af ruslfæði, gosi og nammi, eyði skuggalega miklum tíma í að forrita einhver pet project og vaki fram eftir öllu hangandi í tölvunni eða horfandi á endursýnda þætti á Skjá einum. Einnig er ég hættur að fara í bað og búinn að kaupa mér Svarthöfðahjálm. (Ok, þetta tvennt síðasta er ekki satt, ég fer ennþá í bað. Ennþá…). Það er greinilegt að ég mundi aldrei höndla að búa einn! En Karen kemur aftur á þriðjudaginn og þá fara hlutirnir aftur í eðlilegt horf, það verður fínt!

p.s.

Já, klukkan er í alvörunni 6:51 um morgun þegar ég er að skrifa þetta. Daníel tekur ekkert tillit til þess þótt pabbi hans hafi farið seint að sofa. Við erum nú þegar búnir að borða, fara í bað, og núna er Daníel að æfa sig að labba meðfram hlutum. Morgunstund gefur gull í mund…

Nördagetraun – úrslit

Jæja, það var fullt af svörum við getrauninni. Flestir voru með spurningu 2 rétta, svarið var að sjálfsögðu Ghostbusters en aðeins 3 voru með spurningu 1 rétta, það voru Lauga, Árni og Hrannar. Hrannar er reyndar dæmdur úr leik þar sem ég sagði honum svarið við spurningu 2 á Burger King þannig að Lauga og Árni eru sigurvegararnir og fá sitthvora tómu kókflöskuna. Hægt er að vitja vinningana á skrifstofutíma í Hlíðasmára 12.

Nördagetraun

Langt síðan ég hef verið með getraun hérna. Þessi er bara fyrir nördana tölvunarfræðingana sem lesa þessa síðu. Kvikmyndanörd ættu reyndar að geta svarað spurningu 2 þó þau viti ekkert um tölvur. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem svarar báðum spurningum rétt, eða tvær tómar kókflöskur sem eru á skrifborðinu mínu. Hægt er að nota flöskurnar undir vatn eða aðra vökva, eða skipta þeim fyrir væna fjárupphæð hjá endurvinnslustöðvum Sorpu. Vinningurinn er skattfrjáls. Svörin verða sýnileg í kommentakerfinu á mánudaginn kl. 16:00.

Q1: Singleton hönnunarmynstrið er stundum kallað “Highlander”. Af hverju?

Q2: Mozilla notar markup mál sem heitir xul til að skilgreina user interface. Namespace-ið fyrir xul er http://www.mozilla.org/keymaster/gatekeeper/there.is.only.xul. Einnig má geta þess að javascript debuggerinn í Mozilla heitir Venkman. Hvaða kvikmynd eru þessi nöfn reference í?

Tóm comment

Einhver krapp bot frá http://vefsofnun.bok.hi.is kom inná síðuna mína og skildi eftir tóm comment á hverja einustu færslu á forsíðunni. Galli í síðunni hjá mér að GET fyrirspurnir á commentasíðuna geta skráð tóm comment. Búinn að laga það núna en þurfti fyrst að henda út 15 tómum commentum!