Category Archives: Kvikmyndir

Forrita með hjálm

Forritandi án hjálms.

Forritandi án hjálms. Ekki töff!

Forritandi með hjálm.

Forritandi með hjálm. Töff!

Forritandi með svarthöfðahjálm.

Forritandi með svarthöfðahjálm. Mest töff!!

Snilldarhelgi. Fórum í vísindaferð á föstudaginn í Landsteina-Streng. Síðast þegar við fórum þangað fyrir 2 árum sögðu þeir okkur frá því að þeir væru með forritara út um allan heim, meðal annars á einhverju átakasvæði í Kúveit þar sem þeir væru forritandi með hjálma. Ég og Bjarni erum búnir að tala oft síðan þá um hversu svalt það væri að fá að forrita með hjálm en því miður sögðu þeir okkur núna að það væru engir forritarar hjá þeim í Kúveit lengur. Finnur sagði samt að Libra væri alveg opið fyrir því að leyfa okkur að forrita með hjálma þannig að ekki er öll von úti enn.

Eftir vísó var svo partý í einhverjum sal í skeifunni þar sem var brjáluð kelling sem átti salinn, var skúrandi dansgólfið meðan fólk var að dansa og reif af manni glös og bjórdósir um leið og maður setti það niður eftir síðasta sopann.

Á laugardaginn var svo afmælispartý hjá Bjarna sem var mjög fínt, hitti meðal annars Eggert, gamlan skólafélaga sem er orðinn yfirkokkur á fínum veitingastað og er búinn að vinna sem kokkur í London og New York. Fórum síðan í bæinn, fór með Bjarna, Grím og Vigga á 11, Kaffibarinn og Sirkus (“What a shitty circus, there’s no animals or clowns!”, hver þekkir kvótið? ). Endaði svo á að fá mér Kebab með Hrannari áður en ég fór heim.

Eyddi síðan gærdeginum í leti. Svo var Skjár 1 að sýna Dirty Harry um kvöldið þannig að það var snilld. Vantaði einhverjar góðar sunnudagsmyndir síðan Rocky hætti, Bleiki pardusinn var ekki alveg að gera sig. Clint Eastwood er náttúrulega mesti töffari á jörðunni, jafnvel þó hann hafi verið í köflóttum jakka. Snilld!

Missti af Rocky 5 :(

Var að gera mér grein fyrir að ég missti víst af Rocky 5 á sunnudaginn þar sem ég var að vinna í lokaverkefni fram á nótt. Þar kemur víst í ljós að Rocky er heilaskaðaður!! Who knew ?! Verð greinilega að leigja hana á dvd þegar þetta blessaða lokaverkefni er búið!

I MUST BREAK YOU!!!

Er að horfa á Rocky IV í sjónvarpinu. Sylvester Stallone as Rocky, Dr. Bjarki as Ivan Drago. Þessi mynd er svo mikið 80’s að það er ekki fyndið. Sérstaklega ofurgervigreinda vélmennið sem Rocky gaf bróður konunnar sinnar í afmælisgjöf og passar eeengan veginn inní þessa mynd á nokkurn hátt. En það er allt í lagi, allar myndir verða strax 50% betri ef maður setur vélmenni í þær (Ef vélmennin líta út eins og menn geta þær orðið allt að 90% betri, sbr. Terminator). Er núna búinn að horfa á 4 Rocky myndir á 4 vikum, á bara eftir að horfa á Rocky 5, hef aldrei séð hana. Annars er Drago að standa sig þrusuvel, er búinn að segja í heildina 2 setningar í myndinni, “YOU LOSE” og “I MUST BREAK YOU”. Geysigóð persónusköpun hér á ferð. Væri annars til í að vaka í alla nótt og horfa á Óskarsverðlaunin en er ekki með stöð 2 :(.

Shogun Assassin

Shogun Assassin“When I was little… my father was famous. He was the greatest samurai in the empire; and he was the Shogun’s decapitator. He cut off the heads of a hundred and thirty-one lords. It was a bad time for the empire. The Shogun just stayed inside his castle — and he never came out. People said his brain was infected by DEVILS. My father would come home — he would forget about the killings. He wasn’t scared of the Shogun, but the Shogun was scared of him. Maybe that was the problem. Then, one night… the Shogun sent his ninja spies to our house. They were supposed to kill my father… but they didn’t. That was the night everything changed.”

Var að horfa á mikla snilldarmynd um daginn, Shogun Assassin. Þetta er japönsk samúræjamynd frá 1980, döbbuð á ensku og fjallar um mikinn samúræja, Lone Wolf, sem ferðast með 5 ára son sinn um Japan og er stanslaust að berjast við ninjur. Þeir sem hafa séð Kill Bill 2 og muna eftir því þegar litla stelpan vill fá að horfa á video muna kannski eftir byrjunarorðunum í myndinni, þau eru sögð af litlum krakka og heyrðust mjög greinilega í Kill Bill. (Þetta var líka notað sem sampl á Wu-Tang plötunni Liquid Swords sem ég fílaði þegar ég var 14 🙂 ).

Maður sér líka í þessari mynd ýmsar fyrirmyndir fyrir Kill Bill, t.d. hvernig blóðið sprautast á fullu þegar samúræjinn heggur hausa og hendur af fólki og það er líka gamall kall sem er með hvítt sítt hár og svakalegar augnabrúnir sem er ekki ósvipaður gamla gaurnum sem þjálfaði Umu Thurman í Kill Bill. Það sem er svo extra cool er að aðalgaurinn sem er svona fertugur japanskur samúræji er döbbaður á ensku með svakalegri bandarískri töffararödd. Ég mæli sterklega með því að allir kíki á þessa mynd!

Nokkur góð kvót úr myndinni:

“I am the supreme Ninja!”

Lone Wolf, prepare to DIE!”

“Now we will show you…. Masters of Death!!!”

Nammi í reikning

Get fengið mér nammi og kók í reikning hjá Libra. Er ekki svo viss um að þetta sé góð hugmynd. Sé fram á að í lokaskoðun á kerfinu segi þeir “Já, ágætis kerfi hjá ykkur en þú skuldar okkur 82.000 í nammireikning”. Get kannski fengið einhverskonar greiðsludreifingu á þetta, tekið þetta á 36 mánuðum. Hinsvegar er nú nammið á mjög góðu verði, get t.d. keypt Florida súkkulaðistykki (eins og hraun, nema með kókos utaná ) á 40 krónur. 40 krónur!! Á þessu verði hef ég ekki efni á að kaupa það ekki!!

Og einnar spurningar kvikmyndagetraun í lokin, 40 króna Florida í verðlaun. Í hvaða mynd var eftirfarandi sagt:

“1.21 Gigawatts? 1.21 GIGAWATTS?!?!? Great Scott!”

Svör falin þangað til 16:00 á sunnudaginn 30. jan.

Lokaverkefni og svör við getraun

Erum búnir að velja lokaverkefni, verðum hjá Libra. Gera server sem talar við eitthvað XTP protocol frá kauphöllinni, taka á móti pökkum, pæla í headerum, svaka stuð. Gerum líka Client forrit.

Svo er einmitt vísindaferð í Libra á föstudaginn, eða reyndar Tölvumyndir sem er yfirfyrirtækið. Allir eiga að mæta, ekkert rugl um að það sé of mikið að gera í vefþjónustum, það er fínt að forrita þunnur á laugardegi!

Svörin í kvikmyndagetrauninni komin og það eru tvær með öll svör rétt, það eru Unnur og Ósk. Þær eiga báðar inni hjá mér dós af jólaöli. Annars gekk fólki miklu betur með þessa getraun en þá síðustu, allir voru með meira en helming réttan. Svörin eru allavega:

  1. Office Space. Karakterinn er forritari sem er svo óheppinn að heita Michael Bolton. Snilldarmynd!
  2. Men in Black, K (Tommy Lee Jones) segir þetta. Mynd 1 var snilld, mynd 2 var sorp.
  3. Batman Returns, Penguin segir þetta við Batman. Batman 1 og 2 voru snilld, síðan varð serían að sorpi þegar Jim Morrison fór að leika Batman og fór endanlega í skítinn þegar George Clooney tók við.
  4. Spiderman, amman við Peter Parker. Fín mynd, 2 líka.
  5. Austin Powers, Dr. Evil. Myndir 1 og 2 voru mesta snilld ever, mynd 3 var orðin hálf þreytt eitthvað.
  6. Matrix, Neo og creepy ofurvitri krakki. Fyrsta myndin er algjör snilld, sá mynd 2 og fannst hún drasl, hef engan áhuga á að sjá 30 tölvuteiknaða kalla berjast við hvorn annan. Hef ekki nennt að sjá síðustu myndina. Þeir hefðu átt að gera bara fyrstu myndina og hætta svo.

Og súpererfiða bónusspurningin sem enginn svaraði: Danny Elfman, mesti kvikmyndatónlistarsnillingur ever samdi theme-in í myndum 2, 3 og 4. Samdi einmitt líka Simpson theme-ið og tónlistina í öllum Tim Burton myndum. (Já, ég veit að venjulegt fólk pælir ekki í hver samdi tónlistina í myndum sem það er að horfa á, þess vegna var þetta *bónusspurning* ).

Hugsa að þetta verði síðasta kvikmyndagetraunin. Spurning um að hafa kannski öðruvísi getraun, tónlistargetraun eða eitthvað. Hugmyndir?

Ný kvikmyndagetraun

Var að horfa á The Great Outdoors með Dan Akroyd og John Candy. 80’s grínmyndir klikka aldrei :). Í tilefni af því er hérna ný kvikmyndagetraun, léttari en síðast. Það er til mikils að vinna því að í verðlaun er hálfslíters dós af Egils jólaöli, óopnuð. Ef fólk sem býr í Bretlandi vinnur getur það vitjað vinningsins þegar það kemur heim í jólafríinu ;). Kommentin eru falin þangað til kl. 12 á þriðjudag, þá kemur í ljós hver vinnur.

  1. “You know there’s nothing wrong with that name.”
    “There *was* nothing wrong with it… until I was about 12 years old and that no-talent ass clown became famous and started winning Grammys.”
  2. Arquillian battle rules: first we get an ultimatum, then a warning shot, then a galactic standard week to respond.
  3. You’re just jealous because I’m a genuine freak and you have to wear a mask.
  4. You do too much! You’re not Superman you know.
  5. I demand the sum… OF 1 MILLION DOLLARS!
  6. “Do not try and bend the spoon. That’s impossible. Instead… only try to realize the truth.”

    “What truth?”

    “There is no spoon.”

Súpererfið bónusspurning: Hvað er sameiginlegt með myndunum í spurningum 2, 3 og 4?

Kvikmyndagetraun – úrslit

Sigurvegarinn í kvikmyndagetrauninni var Ósk með 4 rétt svör, í öðru sæti var Unnur og í þriðja sæti Karen. Enginn strákur komst á listann, ég bjóst nú a.m.k. við að Friðrik mundi þekkja Batman kvótið miðað við hvað við höfum oft horft á þessa mynd! En rétt svör voru a.m.k. Wayne’s World 2, Goodfellas, Batman, Nightmare Before Christmas og Taxi Driver. Engin verðlaun í þetta sinn en kannski næst ef einhver kemur með góða hugmynd fyrir verðlaun.

Var annars í sumarbústað með nokkrum HR-ingum á föstudagsnóttina. Bjór, Idol, hamborgarar í kvöld og morgunmat, Actionary, heitur pottur og skelfilegt söngtríó (ég, Hrannar og Gunni). Lauga kenndi okkur flóknasta spil í heimi og Gunni átti afmæli og datt svona 5 sinnum á pallinum. Mikið stuð 🙂

Kvikmyndagetraun

Sá eini sem kom með hugmynd að kvikmyndakvóti í síðasta bloggi var Einar Binary (sem by the way er ekki einhver aukapersónuleiki hjá mér heldur annar gaur sem heitir Einar og er í HR). Skellti því inn og fór svo sjálfur að leita að nokkrum aukakvótum til að setja inn og ákvað þá að hafa smá kvikmyndagetraun. 5 kvót, miserfið, sá sem getur þau öll vinnur.

  1. Listen, sonny Jim. Sleeping like this will add ten years to your life. I learned it from Keith Richards when I toured with the Stones. This may be the reason why Keith cannot be killed by conventional weapons.
  2. As far back as I can remember I always wanted to be a gangster.
  3. You ever dance with the devil by the pale moonlight?
  4. And they call him Sandy Claws…
  5. Now I see this clearly. My whole life is pointed in one direction. There never has been a choice for me.

Bannað að nota imdb. Fólk getur svarað í kommentakerfið. Sá sem er í fyrsta sæti fær engin verðlaun önnur en ánægjuna af að vita að hann er mesti kvikmyndasnillingurinn…