Category Archives: Forritun

Kvót

Jæja, búinn með tölvugrafík prófið. Ekki hægt að byrja að læra strax eftir próf þannig að ég nýtti tímann til að búa til svona random quote á síðuna, sést hérna niðri til vinstri. Kvótin eru úr myndum sem mér þykja fyndnar, eða frá rithöfundum og grínistum. Nafn höfundarins er yfirleitt linkur á síðuna fyrir hann, eða fyrir myndina ef þetta er kvikmyndakvót. Kvikmyndakvótin meika reyndar örugglega ekkert sens ef maður hefur ekki séð myndirnar sem þau eru úr 🙂 Reyni sennilega fljótlega að setja inn eitthvað form þar sem gestir geta slegið inn ný kvót. Kannski eftir næsta próf 😉

DNS lookup

Ákvað um daginn að mig langaði að geta haft reverse DNS lookup á síðunni minni til að sjá hvaðan fólk er að koma. Leitaði á netinu en eina lausnin sem ég fann fyrir .asp var einhver krapp lausn sem gekk útá að keyra nslookup, senda outputið í textaskrá og lesa svo textaskrána og eyða henni. Breytti þessu þannig að þarf ekki að skrifa í neina skrá eða neitt svoleiðis, les bara beint output strauminn frá nslookup.exe, virkar fínt. Skelli þessu sennilega inná forritunarsíðuna fljótlega, þá getið þið náð í þetta ef þið viljið sjá hverjir eru að heimsækja síðurnar ykkar.

BREAKOUT!!!

“…the biggest PC game release in years…”

“…Doom 3Breakout should keep most gamers hooked from beginning to end!”

***** (5 stars)
GameSpy.com

“…the best game of 2004!”
***** (5 stars)
PC Gamer Magazine

Jamm, þá er hann loksins tilbúinn, leikurinn sem allir hafa verið að bíða eftir, BREAKOUT! Forritaður af mér, borð hönnuð af Karen, algjör snilld! Smellið hér til að downloada leiknum.

Hérna er screenshot af leiknum:

Screenshot af BreakoutEn í alvöru talað, ef ég ætti að gefa algjörlega hlutlaust mat á leiknum þá væri niðurstaðan þessi: BESTI LEIKUR Á JÖRÐINNI!!!

…og þá byrjar það

Jæja, þá er ég búinn að uppfæra síðuna mína, er búinn að vera á leiðinni að gera það í nokkra mánuði. Er búinn að færa Binary klukkuna á sér síðu, líka búinn að færa kvikmyndagetraunina á sér síðu. Ég er búinn að bæta við þessum stíl sem default stílnum, það er ennþá hægt að nota gamla supercool svarta og græna lookið með því að smella á linkinn hérna til vinstri.

Ég bætti við skoðanakönnun á síðuna, forritaði hana um daginn, super einfalt að nota, ASP klasi, hægt að downloada hérna. Source kóðinn fyrir binary klukkuna er líka hérna ef einhver hefur áhuga, hægt að skoða hér.

Planið er að reyna að uppfæra þessa blessaða síðu öðru hvoru, bæta við nýju dóti, nýjum skoðanakönnunum og svona. Sjáum hvernig það gengur…