Category Archives: Forritun

I like to love C#.NET

Ofurforritarinn Sreejith
Jæja, erum enn hérna um miðja nótt að gera vefþjónustur. Erum 4 í hópnum, ég, Hrannar, Finnur og Bjarni en við hefðum ekki getað gert þetta án 5. leynimeðlimsins sem er hinn geysiöflugi indverski forritari Sreejith SS Nair. Sreejith skrifaði mjög fínan Datagrid component sem Bjarni notaði í winclient-inum okkar, en þennan component má finna á CodeProject.com ásamt fleiru sem Sreejith hefur gert. Hann er mjög hress gaur sem hefur póstað 783 sinnum á CodeProject á síðustu 10 mánuðum og helsta áhugamál hans samkvæmt síðunni hans er einmitt “I like to love C#.NET”. Sreejith vinnur hjá Neosoft en þeirra mottó er:

Are you Solving problems
or Having problems
Solving them

Ég þurfti að lesa þetta svona 5 sinnum til að skilja. Meikar samt sens þegar maður fattar það 🙂 . Ég vill hérmeð þakka Sreejith fyrir hans framlag.

strcpy

[Bara fyrir nörda:]

Þegar við vorum í Gagnaskipan hjá Hallgrími áttum við einhverntímann að útfæra strcpy fall í C++. Mín útfærsla var einhvernveginn svona:


void strcpy(char[] dest, char[] src)
{
    int len = strlen(src);
    for (int i = 0; i < len; i++)
    {
        dest[i] = src[i];
    }
    dest[len] = '\0';
}

Frekar klunnalegt eitthvað. Svona er alvöru útfærslan í string.h, 1 lína:


void strcpy(char* dest, char* src)
{
    while (*dest++ = *src++);
}

…ég á greinilega ýmislegt eftir ólært 😉

CSI, Tvíhöfði og kommentakerfi

Jæja, til að komast hjá því að læra ákvað ég að breyta síðunni smá. Setti inn broskalla í kommentakerfið og bloggið þannig að nú get ég sett inn nokkra kalla, :);):S:(8):D. Annars lítið að gerast, próf í næstu viku þannig að ekkert nema lærdómur framundan :(.

Var annars að horfa á CSI: Miami. Rauðhærði gaurinn er engan veginn jafn kúl og Grissom. Líka skrýtið að vera að gera fleiri og fleiri nákvæmlega eins þætti, nú er líka komið CSI: New York. Það gæti reyndar verið kúl því Gary Sinise leikur í því. Sá sem gæti hinsvegar verið góður í CSI væri gaurinn úr Law and Order: Criminal Intent (eða Law and Order: Edgar-suit eins og einhver snillingur kallaði þetta :D). Ég væri alveg til í að fá hann í staðinn fyrir rauðhærða gaurinn, það væri fínt.

Sá í blaðinu að Tvíhöfði var að veita gullnu kindina, verðlaun fyrir þá sem gerðu verstu hlutina á árinu, verstu plötuna, versta sjónvarpsþáttinn o.s.fv. Hvernig væri að þeir gæfu sjálfum sér þessi verðlaun fyrir að vera með grjótleiðinlegan, löngu úreltan þátt sem enginn nennir að hlusta á lengur? Hvenær voru Tvíhöfði síðast fyndnir, 1998? Og hefur einhver lesið pistlana hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu? Eintómt nýaldar-sjálfshjálpar kjaftæði “þú verður að vera ánægður með sjálfan þig til að vera ánægður með lífið, peningar skipta ekki máli, blabla”. Ömurlegt drasl og gjörsamlega ófyndið :S (jamm, mjög bitur í dag…)

Tölvugrafík verkefni

Skemmtileg vika að byrja, skilaverkefni á mánudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Mikið stuð. Annars er komin inn lýsing fyrir 3. forritunarverkefni í tölvugrafík og ég get ekki ákveðið mig hvað ég á að gera. Möguleikarnir eru:

  1. Fyrstu persónu skotleikur: Gæti þá notað maze-ið en mér finnst svona leikur mjög óspennandi þannig að ætla ekki að gera hann.
  2. 3D bílaleikur: Það gæti reyndar orðið mjög cool, sérstaklega ef maður hefði 2 player og möguleika á að stökkva á stökkpöllum og eitthvað svoleiðis.
  3. 3D Tölvuspil: T.d. 3D útgáfa af breakout, pinball eða einhverjum þessháttar leik, býst ekki við að ég geri þetta.
  4. 3D teiknimynd: Bara smá mynd, ekkert input frá notanda. Væri hægt að gera massaflott með góðum myndavélahreyfingum, sniðugum klippingum o.þ.h, kemur sterklega til greina.

Annars var ég líka að pæla í hvort það væri möguleiki að gera eitthvað tölvugrafík verkefni sem lokaverkefni. Bara spurning hvaða fyrirtæki hefðu áhuga á því. Datt helst í hug bankarnir með krakkaklúbbana sína, t.d. gera Georg og félagar leik, eða Aurapúka leik eða eitthvað svoleiðis. Yrði samt að vera OpenGL, langar ekki að gera einhvern flash leik á netinu! Það sem yrði samt mest cool væri að gera multiplayer leik fyrir alla bankana. Fólk veldi þá karakter úr sínum banka og ætti síðan að berjast við hina bankakarakterana, Georg vs. Aurapúki, hafa nóg af blóði og ofbeldi, Georg gæti t.d. lamið Aurapúkann með sparibauk, massíft!

Jólafjör

Hmmm, völundarhúsið rústar víst ekki öllu hljóði eftir allt saman, bara wave hljóðinu í sound mixernum í windows, auðvelt að laga. Fór annars í Hagkaup í dag og þeir eru komnir með jólaskreytingar og jóladót útum allt. Meira en 2 mánuðir í jól. Þetta finnst mér mjög fínt, nú getur maður verið í jólaskapi 1/6 af árinu…

Völundarhús

Skilaði inn völundarhúsinu í tölvugrafík í fyrradag eftir heila helgi af stanslausri forritun og mikilli sjóveiki. Komst svo að því daginn eftir skil að forritið gat rústað hljóðinu hjá notandanum! Við erum alltaf að hækka og lækka hljóðið í leiknum til að það heyrist hversu langt skrímslið er frá manni en ef maður hætti í leiknum þegar maður var langt frá skrímslinu (og þ.a.l. slökkt á hljóðinu) þá var bara ekkert hljóð í windows eftir á! Bjó til patch til að laga hljóðið ef það var farið í rúst og lagaði líka villuna í leiknum og sendi kennaranum eftirá, mikið stuð… Það er að minnsta kosti í lagi með þetta núna og hægt er að downloada leiknum hérna, ef þið þorið 😉 Readme.txt skráin inniheldur upplýsingar um hvaða takkar eru fyrir hreyfingar o.fl.