Jæja, það var fullt af svörum við getrauninni. Flestir voru með spurningu 2 rétta, svarið var að sjálfsögðu Ghostbusters en aðeins 3 voru með spurningu 1 rétta, það voru Lauga, Árni og Hrannar. Hrannar er reyndar dæmdur úr leik þar sem ég sagði honum svarið við spurningu 2 á Burger King þannig að Lauga og Árni eru sigurvegararnir og fá sitthvora tómu kókflöskuna. Hægt er að vitja vinningana á skrifstofutíma í Hlíðasmára 12.
Category Archives: Forritun
Nördagetraun
Langt síðan ég hef verið með getraun hérna. Þessi er bara fyrir nördana tölvunarfræðingana sem lesa þessa síðu. Kvikmyndanörd ættu reyndar að geta svarað spurningu 2 þó þau viti ekkert um tölvur. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem svarar báðum spurningum rétt, eða tvær tómar kókflöskur sem eru á skrifborðinu mínu. Hægt er að nota flöskurnar undir vatn eða aðra vökva, eða skipta þeim fyrir væna fjárupphæð hjá endurvinnslustöðvum Sorpu. Vinningurinn er skattfrjáls. Svörin verða sýnileg í kommentakerfinu á mánudaginn kl. 16:00.
Q1: Singleton hönnunarmynstrið er stundum kallað “Highlander”. Af hverju?
Q2: Mozilla notar markup mál sem heitir xul til að skilgreina user interface. Namespace-ið fyrir xul er http://www.mozilla.org/keymaster/gatekeeper/there.is.only.xul. Einnig má geta þess að javascript debuggerinn í Mozilla heitir Venkman. Hvaða kvikmynd eru þessi nöfn reference í?
Eins og Yoda, þú talar!
Talaðu eins og Yoda…
Nú er ég búinn að skrifa svakalegasta forrit sem ég hef nokkurntímann gert.
Þetta forrit tekur venjulegar setningar og breytir þeim í Yoda setningar! T.d. setningin “Þú ert eitthvað skrýtinn!” verður “Eitthvað skrýtinn, þú ert!” og “Þú þarft virkilega að finna þér nýtt áhugamál” verður “Virkilega að finna þér nýtt áhugamál, þú þarft”. Mjög gagnlegt!
SQL Server 2005 námskeið
Var á SQL Server 2005 námskeiði í allan gærdag. Fyrirlesarinn var gaur sem heitir Bob Beauchemin sem er víst snillingur í SQL Server. Hann var að gefa út bók og gaf eitt stykki á námskeiðinu og ég var sá heppni :). Ég er semsagt núna stoltur eigandi bókarinnar A First Look at Microsoft SQL Server 2005 for Developers.
Firefox extension
[Nördablogg]
Prófaði að búa til Firefox extension um daginn. Bætir ‘W3C Validator’ option við menu-ið sem kemur upp ef maður hægrismellir á síðu. Undir því er svo submenu með 3 möguleikum, Validate HTML, Validate CSS og Validate Links. Það sendir mann svo á síðurnar hjá w3.org sem sjá um validation-ið. Þetta má nálgast á:
Spiderman rúmteppi og Aristion ísskápar
Er ennþá að leika mér í Python. Prófaði að skrifa smá script sem grefur sig í gegnum loggana á vefþjóninum hjá mér og finnur færslur þar sem fólk hefur komið hingað frá leitarvélunum google, altavista, yahoo og leit.is. Úr því er svo hægt að parsa hvaða leitarorð fólk sló inn sem beindi því hingað. Það sem fólk hefur verið að leita að er eftirfarandi:
binary klukka
nylon
“sódóma”
einar
einar á pravda
smáís
“extreme robot fighting”
kaffibarinn djamma
The real ultimate power
“Jóns Gnarr”
marorka
vefþjónustur á íslandi
gestaþrautir
spiderman rúmteppi
veldi í perl
stærðfræðileg reiknirit
Ariston ísskáp
dns lookup
Einar “extreme robot fighting”
lagadeild HR
Ísskápur til sölu
keyra video download
“Bill Hicks”
“ariston ísskápur”
smáís
einarte02 conventional
“Daníel Máni Einarsson
singles
klukka
“Calvin and Hobbes”
todmobile á menningarnótt
Gaman að sjá að ég virðist vera sérfræðingur um Nylon, vefþjónustur á Íslandi og Spiderman rúmteppi. Ég man reyndar ekki til þess að hafa nokkurn tímann skrifað orðið “rúmteppi” hérna þó að ég hafi nú skrifað eitthvað um Spiderman. Það sem fólk er samt oftast að leita að sem leiðir það hingað eru ísskápar, Ariston ísskápar nánar tiltekið. Með því að skrifa þessu færslu er ég svo sennilega að komast ennþá hærra í leitarniðurstöðum fyrir “ísskápur” þar sem orðið ísskápur kemur svona 10 sinnum fyrir í þessari færslu ísskápur ísskápur. Nú er bara að fylgjast með hvort fleiri fróðleiksþyrstir menn sem langar að fræðast um ísskápa komi hérna inn á næstunni ísskápur ísskápur ísskápur.
Python + Linux
Hef verið að leika mér í Python undanfarið, fann fína bók á netinu, diveintopython.org. Snilldarmál, Kári forritunarmálakennari hafði rétt fyrir sér. Helmingi skemmtilegra en .NET eða Java. Nú er bara að sannfæra Libra um að skrifa allan sinn hugbúnað í Python…
Var líka að setja upp Linux í fjórða skiptið hjá mér. Ubuntu varð fyrir valinu í þetta skiptið. Lítur vel út, get notað sama profile í Firefox og Thunderbird í Win og Linux þannig að það er auðvelt að nota það samhliða hvort öðru. Það eina sem fer í taugarnar á mér við Linux er að fontar líta oft út eins og krapp! Ef maður setur Anti-Aliasing á þá verður allt smudgy og ljótt en ef maður tekur það af þá líta allir stafir ótrúlega illa út. Ef einhver linux snillingur gæti sagt mér hvernig maður lagar þetta þá væri það vel þegið.
BBS
Hah! Ég er búinn að finna leið til að skoða BBSið hérna heima þó það eigi ekki að vera hægt utan skólans! Verst að það er frekar gagnslaust þar sem það er búið að loka á lykilkortið mitt :(.
Kröfur til umsækjenda
Haha, nýr póstur frá dr. Kristni gervigreindartöffara að auglýsa sumarstarf. Hér eru kröfurnar til umsækjenda:
“Nauðsynlegt er að hafa reynslu í Java forritun. C++ forritunarreynsla er æskileg. Góð er tök á íslenskar tungumál einnig góð góð.”
Snilldarfyndinn gaur 😀
Lokaverkefnisfrasar
Jæja, erum núna að leggja lokahönd á þetta blessaða lokaverkefni. Erum búnir að sitja hérna sveittir í fjóra mánuði við að gera þetta sem best og held að þetta hafi bara komið mjög vel út. Nú er bara djamm á morgun, sýning 19. og útskrift 11. og þá er maður orðinn tölvunarfræðingur :). Erum búnir að vera hérna alla daga og kvöld síðustu vikurnar og húmorinn er orðinn nokkuð súr. Þær setningar sem hafa oftast heyrst undanfarna 4 mánuði hérna í kompunni okkar eru eftirfarandi:
“Getum við ekki notað message queue í þetta?”
“Ertu með alvöru gögn eða ertu að gengereita?”
“…þetta er bara einsog röð af ljósmyndum”
“Word formatting er DAUÐI!”
“Nú verðum við bara að forrita eins og vindurinn!!”
“Eruði búnir að skrá tímana ykkar?”
“Það er eitthvað crappity í gangi”
“Eigum við ekki bara að sleppa stærðfræðilegum reikniritum?”
“Ertu búinn að tjekka inn?”
“Ertu búinn að getta latest?”
“Finnur, geturðu sagt mér aftur hvað ávöxtunarkrafa er?”
“Æi, eigum við ekki bara að gera bloggkerfi?”