Category Archives: Djamm

Danmörk – Dagur 39

Punktablogg í þetta skiptið.

  • Prófaði DTU special pizzu á pizzastaðnum sem er á campusnum. Hún átti að vera með kebab skv. lýsingunni. Það þýddi ekki bara kjötið, heldur var eins og einhver hefði hellt úr heilli salatskál yfir alla pizzuna. Mæli ekki með því.
  • Fór í mat til Ebbu og Hilmars á föstudaginn. Þar voru líka Lára og Ómar og svo kom annað íslenskt par sem býr í húsinu líka. Fórum að djamma á einhverjum klúbb sem ég man ekki hvað heitir. Það var stuð. Skrýtið samt að djamma með Láru og Ebbu án þess að Karen væri með.
  • Var uppí Microsoft í morgun, skoðandi villu sem hafði komið upp og skrifandi test til að kalla hana fram. Þá krassaði Visual Studio hjá mér og spurði mig “Do you want to send an error report to Microsoft?”. Ég smellti á No.
  • Fer á kynningardag fyrir nýja starfsmenn á miðvikudaginn, það er eitthvað heilsdagsprógram. Þá er akkúrat mánuður síðan ég byrjaði að vinna.
  • Extra bladet er með slagorðið “Tør, hvor andre tiger”. Alveg eins og DV var áður með, “þorir þegar aðrir þegja”. Væntanlega hafa DV tekið það héðan.
  • Annað borðið úr eldhúsinu í gámnum okkar er horfið. Grunur leikur á að aðrir gámabúar hafi tekið það til að nota í gámapartýi.
  • Ég hef fengið það starf að vera þýðandi í gámnum mínum. Er sífellt að þýða matarumbúðir, bréf og fleira yfir á ensku fyrir hina íbúana. Sebastian sagðist um daginn vilja skoða danska klámsíðu, spurði hvort ég gæti hjálpað honum. Ég sagði honum að hjálpa sér sjálfur.
  • Eftir að tala við Hilmar komst ég að því að það er ekki mistök að danska CPR númerið mitt er ekki sama og íslenska kennitalan mín. Hélt að það væru mistök því bara næstsíðasta talan er öðruvísi, en þá eru þeir bara með eins kerfi, og bara tilviljun að stafir 7 og 8 eru þeir sömu og í íslensku kennitölunni minni. Getur samt ekki verið alveg eins kerfi því vartalan er öðruvísi. [Er búinn að forrita vartölutékk a.m.k. 5 sinnum, ég pæli í þessum hlutum… 🙂 ]

Danmörk – Dagur 9

Á fimmtudaginn fór ég útá Kastrup kl. 9 að taka móti Karen og Daníel. Mjög gott að sjá þau aftur, Daníel faðmaði mig bara og kjökraði “pabbi” fyrst þegar hann kom til mín. Við byrjuðum á að fara með lestinni til DTU og kíkja aðeins í skúrinn minn. Ég sýndi þeim aðeins campusinn og svo fórum við með lest til Gentofte þar sem hótelið okkar var. Eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir þar fórum við svo niðrí miðbæ og vorum þar að þvælast framað kvöldmat. Fórum m.a. í Tiger og keyptum allskonar dót fyrir herbergið mitt hérna. Tókum það svo bara rólega uppá hótelherbergi um kvöldið. Daginn eftir vorum við aftur niðrí miðbæ fram að hádegi og svo fór ég með þeim útá flugvöll að kveðja.

Ég nennti ekki að fara í Introduction week matinn sem var um kvöldið, var bara að hanga inná herbergi, en fór svo á lokapartý Introduction week um kvöldið. Það var fínt, hitti Edda sem var með mér í HR og fleiri Íslendinga og var þar til svona 1. Einum franska stráknum sem ég er með í skúr fannst Danirnir hafa hræðilegan tónlistarsmekk og var mjög hneykslaður þegar YMCA var spilað og allir fóru að gera handahreyfingarnar 🙂 .

Í dag vaknaði ég svo seint, um 11 leytið. Kom Skype-inu í gang (einaregilsson er nafnið) og talaði við Karen heima á Íslandi. Webcamið er algjör snilld, miklu betra en að tala bara í símann! Fór svo niðrí miðbæ með Gium og Julie, frönskum strák og stelpu sem ég bý með. Við fórum að leita okkur að hjólum. Vorum reyndar frekar sein þannig að margar búðir voru lokaðar en fundum að lokum eina góða og keyptum okkur öll hjól. Ég keypti mér blátt 3 gíra hjól á 800 danskar krónur (u.b.b. 9600 isk). Gium og Julie fóru svo að hitta aðra Frakka í bænum en ég ætlaði heim með lestinni. Þá kom í ljós að lestarnar gengu ekki eftir 5 í dag svo maður átti að nota strætóana í staðinn. Þeir voru allir troðfullir svo ég ákvað bara að hjóla alla leiðina til Lyngby. Það tók rúman klukkutíma og ég er núna kominn hingað, dauður af þreytu. Planið fyrir kvöldið er að þvo þvott og horfa kannski á einn Sleeper Cell þátt (villt háskólalíferni í fullum gangi hérna). Á morgun erum við í skúrnum svo að plana fjöldaferð í IKEA sem virðist vera það eina sem er opið á sunnudögum í Danmörku.

Danmörk – Dagur 6

Jæja, ég er ekki lengur einn í skúrnum mínum. 8 manns fluttu inn í fyrradag, eitt herbergi er ennþá laust. Þeir sem ég bý með eru:

  • Frakkland: Gium, Julie, Sebastian
  • Belgía: Xavier
  • Portúgal: Maria Eduarda
  • Brasilía: Bruno og Matteus
  • Rúmenia: Tiberiu

Þau eru öll fín og okkur kemur bara vel saman. Ennþá hefur ekki verið nein barátta um sturtuna eða klósettið 🙂 . Í gær byrjaði svo Introduction Week. Ég var í hóp C og var þar með Búlgara, franskri stelpu og frönskum strák, stelpu frá Lettlandi, tveim strákum frá Póllandi, einum frá Rússlandi, einum frá Ítalíu og einum frá Grikklandi. Við byrjuðum bara á að borða morgunmat og tala saman, svo fórum við í smá túr um Campusinn og síðan var hádegismatur. Eftir það var fyrirlestur um Danmörku og “Cultural Differences”. Þar var Ítölunum meðal annars bent á að þó að þeim fyndist Danirnir vera “cold and distant” þá þýddi það ekki að þeir væru að reyna að vera óvingjarnlegir, þeir væru bara svona. Og að það væri meira “personal space” hérna en þeir eru vanir. Það var líka talað um stundvísi, Frakkarnir sem búa með mér höfðu einmitt sagt áður en við lögðum af stað “Oh, we better leave early, the danish people don’t like it when you’re late”. Þeir sögðu að í Frakklandi væru allir alltaf seinir, og fannst mjög skrýtið að ef einhver segði þeim að mæta kl. 9 ættu þeir að, öh, mæta kl. 9!

Eftir fyrirlesturinn var smá leikur þar sem hópurinn þurfti að fara um Campus og svara ýmsum spurningum, svona til að sýna okkur aðeins hvar hlutirnir væru. Svo var kvöldmatur og eftir það var farið á Cellar bar sem er í aðal DTU byggingunni. Ég var ekki mjög lengi þar, því að það var alltof mikið af fólki, en fór með nokkrum krökkum úr Campus Village heim og við vorum með smá eldhúspartý.

Í dag fórum við svo í túr til Kaupmannahafnar. Byrjuðum á að fara í ferju um árnar þarna og það var guide sem sagði okkur frá borginni. Það var fínt, en það var soldið skrýtið að hún var sífellt að segja eitthvað eins og:

  • “This used to be old warehouses but they have now been turned into very expensive apartments!”
  • “The old ferrys have now been turned into very expensive apartments!”
  • “The danish government wants to clear out Christiania and build very expensive apartments!”

Og það var a.m.k. tvennt eða þrennt í viðbót. Fólkið á bátnum var farið að djóka með að Danirnir breyttu öllu á endanum í “very expensive apartments!”. Alltaf þegar hún benti á eitthvað nýtt var fólk að hvísla “…but it has been turned into very expensive apartments!”. “On your left you see the little mermaid…” hvísl(“next week she will be turned into very expensive apartments!”)

Fórum síðan og borðuðum á grænmetis veitingastað og fórum á Student huset sem er stúdenta bar. Ég vildi ekki vera lengi þannig að ég fór um 10 og tók strætó heim með Eduarda og Matteus sem búa með mér. Á morgun koma svo Karen og Daníel og verða eina nótt og ég hlakka ekkert smá til!!!!

Amsterdam

Vincent: You know what they put on French fries in Holland instead of ketchup?
Jules: What?
Vincent: Mayonnaise.
Jules: Goddamn.
Vincent: I’ve seen ’em do it, man. They fucking drown ’em in that shit.

Vorum að koma heim frá Amsterdam. Ég og Karen fórum bara tvö, Daníel var hjá mömmu og pabba á meðan. Amsterdam var snilld! Við vorum á litlu hóteli, Hotel Wiechman, sem var rétt hjá miðbænum. Það var frekar ódýrt, hreint og fínt, góður morgunmatur og vinalegt starfsfólk. Þeir voru líka með fallbyssu í lobbýinu sem er alltaf kostur. Við komum til Hollands á fimmtudaginn, fórum með draslið á hótelið og svo beint út að labba um bæinn og skoða okkur um.  Við fórum svo að versla í aðal verslunargötunni og um kvöldið fórum við að leita að einhverjum skemmtilegum pöbb. Fengum okkur bjór á einum en það var nú ekki mjög spennandi staður. Hollendingar eru annars voða fínir. Allir tala ensku, þeir eru voða frjálslyndir, útum allt eru endalausir minjagripir og tól tengd hassi, í minjagripabúðum er allskonar dót tengt klámi og rauðahverfinu. og svo eru þeir með snilldar útiklósett fyrir kalla þar sem maður stendur bara úti og pissar í svona smá skál, snýr bara baki í vegfarendur.

Á föstudeginum kíktum við á markað á Waterlooplein og leigðum okkur svo hjól. Það eru ALLIR á hjóli í Amsterdam. Það er ekkert þarna nema hjól og síki! Hjóluðum í dýragarðinn og vorum þar heillengi, fórum svo aðeins aftur að versla og fengum okkur svo kebab. Fórum svo að djamma aðeins um kvöldið og komumst að því að við höfðum verið á bandvitlausum stað kvöldið áður. Aðalstaðurinn var Leidseplein, þar var allt fullt af klúbbum og fólki. Við enduðum á að fara á comedy show á stað sem hét Boom Chicago. Þetta var svona spunasýning með bandarískum leikurum. Þeir báðu áhorfendur um orð og frasa sem þeir notuð síðan í atriðum og lögum og maður fékk frían bjór ef þeim leist vel á tillöguna. Karen fékk einn frían bjór fyrir orðið ‘waterbed’.

Á laugardaginn fórum við svo til Antwerpen að heimsækja Öldu og Wannes. Þau sýndu okkur Antwerpen og við borðuðum kvöldmat hjá þeim. Vorum svo bara heima hjá þeim um kvöldið í góðum fíling með þeim og vinum þeirra sem ég hef ekki glóru um hvernig á að skrifa nöfnin á. Tókum síðan góðan páskamorgunmat í morgun, svo bara lest, flugvél, rúta, bíll og komin heim. Snilldarferð í alla staði!

Jólahlaðborð

Við fórum á jólahlaðborð Libra í gær. Fyrst var fordrykkur heima hjá Þórði og svo var farið á Thorvaldssen þar sem við vorum í sér sal og fengum önd, lambakjöt og einhvern íseftirrétt. Fínn matur og mikið fjör.

Það sem var svo mesta snilldin var jólapakkaleikurinn ógurlegi, Yankee swap. Þetta er leikur sem gengur útá að allir koma með ómerktan pakka, eitthvað sem kostar svona 2000-2500 kr. Svo eru númer frá 1 – n og allir draga númer. Sá sem fær númerið 1 fær fyrstur að velja sér pakka og opnar hann fyrir framan alla hina. Svo kemur sá sem fékk númerið 2 en hann má annaðhvort velja sér pakka eða stela gjöfinni af númer 1. Ef hann stelur þá verður nr. 1 að velja aðra gjöf úr hrúgunni. Svo gengur þetta svona koll af kolli og þegar komið er að þeim síðasta getur hann valið síðasta pakkann eða stolið af hverjum sem er. Þetta var mikið stuð, fyrstu nokkrir völdu pakka, svo kom að okkur og þá stal ég kassa með 2 bjórum og Mugison disk frá Þóri en seinna stal Óli því aftur af okkur. Enduðum uppi með kaffisett, sem var með 2 bollum, undirskálum og kaffipakka, mjög fínt bara. Hrannar fékk viðbjóðslega ljótan fiskiplatta sem gekk víst í 5 ár milli manna í vinnunni hjá Jared sem kynnti okkur fyrir þessum leik, Finnur stal startköplum af framkvæmdastjóranum og bjórarnir sem Óli stal af mér voru teknir af honum því það mátti ekki opna þá inná Thorvaldssen, hah!

Steggjun

Steggur Strákarnir steggjuðu mig í gær. Ég átti ekki von á neinu þegar þeir komu um 2 leytið í gær með fullan bíl af bjór og rifu mig með sér. Karen þóttist ekkert vita en samt var á einhvern dularfullan hátt tilbúin taska með öllu sem ég þurfti. Við byrjuðum á því að fara á Klepp, ekki til að leggja mig inn heldur til að ná í Gísla sem vinnur þar og svo var keyrt af stað útúr bænum. Enduðum á Stokkseyri þar sem við fórum í kajakaferð sem var algjör snilld! Fyrri parturinn var auðveldur þar sem við vorum að sigla undan vindi en leiðin til baka var ansi miklu erfiðari. Vorum að rembast við að róa á móti vindi og ef maður tók sér 10 sekúndna pásu þá rak kajakinn aftur á bak þannig að maður þurfti 5 mínútna róður til að vinna upp pásuna. Eftir kajakaferðina fórum við svo í sundlaugina á Stokkseyri þar sem við lágum heillengi í heitapottinum að jafna okkur eftir allan róðurinn.

Spongebob Squarepants Keyrðum svo aftur í bæinn og heim til Friðriks þar sem við grilluðum risastórar nautasteikur og kartöflur og fengum okkur fullt af bjór. Svo var farið í keiluhöllina þar sem við tókum 2 leiki og strákarnir fengu sér bjór en ég var neyddur til að drekka eitthvað ofuráfengt sull til að reyna að eyðileggja meðfædda keiluhæfileika mína! Eftir það fór ég í spilakassann þar sem maður reynir að grípa svona dúkkur og drasl með einhverjum armi og aðeins 800kr síðar var ég búinn að ná í glæsilega Spongebob Squarepants dúkku handa Daníel! Eftir keiluhöllina fórum við svo niðrí bæ á eðalstaðinn Dillon þar sem er alltaf góð tónlist og vorum þar að drekka bjór í góðum fíling þangað til við fórum heim. Semsagt, snilldardagur :):).

Lokaverkefni búið!!!

Snilldardagur í gær. Skiluðum inn lokaverkefninu okkar kl. 3 um daginn. Kl. 6 fórum við svo í surprise partý fyrir Guðrúnu sem Nicolai kærastinn hennar hafði planað. Partýið var haldið hjá pabba hennar og var algjör snilld, matur frá Nings, nóg af bjór og rauðvíni og eitthvað vafasamasta geisladiskasafn sem sést hefur!! Eftir að hafa skoðað þetta rosalega geisladiskasafn (Andrea Boccelli/Josh Groban/Norah Jones o.s.fv) þá gátum við ekki annað en ályktað að pabbi hennar Guðrúnar ynni við að semja playlistann fyrir Létt 96.7. En, einmitt þegar við vorum búin að sætta okkur við að eyða kvöldinu í að hlusta á ‘Michael Bolton – The Anthology’, þá kom 11 ára bróðir hennar Guðrúnar okkur til bjargar með KoRn og Guns’n’Roses. Eftir nokkrar sekúndur af Guns’n’Roses disknum kom reyndar í ljós að þetta var panflautuútgáfan af Welcome to the Jungle (ok, ekki alveg, en næsti bær við, Verslóútgáfan) en það var samt 100 sinnum betra en restin af tónlistinni þarna.

Eftir partýið hjá Guðrúnu var svo farið í annað partý hjá Völu. Því miður fer var Singstar græjan ekki í gangi þannig að ég og Vala gátum ekki tekið Daniel Bedingfield dúett en það verður bara gert í næsta partýi. Á endanum fórum við svo í HR partý á Broadway, var þar í nokkra tíma og rölti síðan heim með viðkomu á nammibarnum í 10-11. Fínt kvöld :).

Forrita með hjálm

Forritandi án hjálms.

Forritandi án hjálms. Ekki töff!

Forritandi með hjálm.

Forritandi með hjálm. Töff!

Forritandi með svarthöfðahjálm.

Forritandi með svarthöfðahjálm. Mest töff!!

Snilldarhelgi. Fórum í vísindaferð á föstudaginn í Landsteina-Streng. Síðast þegar við fórum þangað fyrir 2 árum sögðu þeir okkur frá því að þeir væru með forritara út um allan heim, meðal annars á einhverju átakasvæði í Kúveit þar sem þeir væru forritandi með hjálma. Ég og Bjarni erum búnir að tala oft síðan þá um hversu svalt það væri að fá að forrita með hjálm en því miður sögðu þeir okkur núna að það væru engir forritarar hjá þeim í Kúveit lengur. Finnur sagði samt að Libra væri alveg opið fyrir því að leyfa okkur að forrita með hjálma þannig að ekki er öll von úti enn.

Eftir vísó var svo partý í einhverjum sal í skeifunni þar sem var brjáluð kelling sem átti salinn, var skúrandi dansgólfið meðan fólk var að dansa og reif af manni glös og bjórdósir um leið og maður setti það niður eftir síðasta sopann.

Á laugardaginn var svo afmælispartý hjá Bjarna sem var mjög fínt, hitti meðal annars Eggert, gamlan skólafélaga sem er orðinn yfirkokkur á fínum veitingastað og er búinn að vinna sem kokkur í London og New York. Fórum síðan í bæinn, fór með Bjarna, Grím og Vigga á 11, Kaffibarinn og Sirkus (“What a shitty circus, there’s no animals or clowns!”, hver þekkir kvótið? ). Endaði svo á að fá mér Kebab með Hrannari áður en ég fór heim.

Eyddi síðan gærdeginum í leti. Svo var Skjár 1 að sýna Dirty Harry um kvöldið þannig að það var snilld. Vantaði einhverjar góðar sunnudagsmyndir síðan Rocky hætti, Bleiki pardusinn var ekki alveg að gera sig. Clint Eastwood er náttúrulega mesti töffari á jörðunni, jafnvel þó hann hafi verið í köflóttum jakka. Snilld!

Nýherjavísindaferð

Ágætis vísindaferð í gær, fórum í Nýherja. Fengum 3 fyrirlestra, einn um SAP kerfið frá einhverjum yfirmanni sem var allt í lagi, einn góðan frá forritara um low level dótið í kerfinu sem hann sagði að væri mjög þýskt og maður gæti rekist á breytunöfn eins og “der fuhrer” og að lokum fengum við einn fyrirlestur frá einhverjum super slick jakkafatagaur um hvernig .NET væri framtíðin og hvernig við ættum að haga okkur til að fá vinnu. Reyndum að fara í smá drykkjuleik í fyrsta fyrirlestrinum, drekka þegar gaurinn sagði SAP en gáfumst eiginlega strax upp þar sem hann sagði SAP álíka oft og strumparnir segja strump. “SAP kerfið er geysiöflugt, við höfum SAP-forritara og SAP-ráðgjafa sem kenna SAP-viðskiptavinunum á hina ýmsu hluta SAP, t.d. mannauðsSAP, logisticsSAP, accountingSAP og fleiri SAP-hluti. Endilega fáið ykkur smá bjórSAP meðan þið hlustið á SAP-fyrirlesturinnSAP.”

Fórum svo í sal þar sem var haldið áfram keppninni OfurNjörður 2005 við HÍ. Vorum búin að vinna í fótbolta og dodgeball fyrr um daginn. Unnum í vélritun, töpuðum í Singstar,Eyetoy og Twister. Eyetoy er definitely mest dull drasl ever, a.m.k. þessi leikur sem var keppt í þarna. Töpuðum svo bjórdrykkjukeppninni sem er nú helvíti slappt og enduðum á því að tapa OfurNjerði. Gengur bara betur næst…