Category Archives: Almennt

Síminn

Fór með mömmu í dag uppí Símann til að fá gsm síma fyrir hana og ADSL fyrir hana og pabba. Það tók sinn tíma þar sem þau eru með allt sitt hjá Símanum og við þurftum að velja hverskonar tilboðspakka og afslætti þau vildu nýta sér. Síminn er svo svakalega að reyna að sníða tilboðin að þörfum fólks að fyrir hvern síma á heimilinu þarf maður að velja úr u.þ.b. 5.000 mismunandi möguleikum. Ef maður hringir mikið úr gemsanum sínum í útlenskan heimasíma á kvöldin milli 8 og 10 hentar vel að taka leið 435a því þá fær maður 200 mínútur fríar og 25% afslátt af mínútugjaldi, ef hinsvegar maður hringir mikið með vinstrihendi í eldriborgara á Sauðárkróki þá er leið 534c sniðin fyrir mann því þar fær maður 17,3 % afslátt á mínútugjaldi milli 13:30 og 17:45, 140 mínútur fríar á morgnana og ókeypis derhúfu. Að sjálfsögðu geturðu svo slegið inn 11 á undan erlendum númerum til að fá 25% extra afslátt, þ.e. ef þú vilt vera í 1100 klúbbnum. Þegar maður er svo með 2 gemsa, 1 heimasíma og ADSL þá er hægt að gera svona skrilljón mismunandi samsetningar úr þessu öllu saman. Ég er nokkuð viss um að ef maður væri nógu sleipur í að velja réttu samsetninguna þá myndi enda með því að Síminn væri farinn að borga manni fyrir að hringja. Ég get ekki annað en hugsað að kannski væri einfaldara og þægilegra fyrir alla ef Síminn mundi sleppa öllum þessum skrilljón mismunandi möguleikum og gera eitthvað einfaldara í staðinn, t.d., hmmmmm, lækka mínútugjaldið almennt???

Takk fyrir okkur

Þið skólafélagar, takk kærlega fyrir allar fínu gjafirnar :). Þær munu pottþétt nýtast vel! Hlakka til að sjá ykkur einhverntímann í sumar 🙂

MSN Bot samtal

Ákvað að breyta nafninu á bottinum í eitthvað venjulegt nafn til að það yrði raunverulegra að tala við hann. Breytti nafninu hans í Siggi en fattaði ekki að það eru sennilega ansi margir með einhverja aðra Sigga á msn hjá sér. Þetta er samtal síðan í dag þegar einhver var að ruglast:
(Nöfnum hefur verið breytt)


Kalli: ertu heima hjá þér?

Siggi: Halló Kalli

Kalli: hæ, ertu heima hjá þér?

Siggi: Af hverju heldurðu að ég sé heima hjá þér?
Kalli: ertuppí skóla eða ertu HEIMA HJÁ ÞÉR???

Siggi: Hmm, það er góð spurning, ég er ekki viss um að ég geti svarað henni.

Kalli: fokk

Siggi: Ég er ekki kynlífsbot, þú verður að fara eitthvert annað til að fá svoleiðis þjónustu.

Kalli: þú ert bot

Siggi: Já, þú þykist vita hvernig ég er, á ég að segja þér hvernig þú ert?

Kalli: djöfullinn

Páskar

Páskadagur á morgun. Trúarhátíðin þar sem við minnumst dauða og upprisu Jesú Krists með því að éta súkkulaðiegg og loka videoleigum. Þó að ég sé nú orðinn 24 ára, að verða pabbi, og hafi ekki búið hjá mömmu og pabba í 4 ár þá er ég nú samt nokkuð viss um að mamma eigi eftir að splæsa á mig páskaeggi á morgun. Annars er ég búinn að fá eitt páskaegg nú þegar, lokaverkefnisfyrirtækið okkar, Libra, gaf okkur öllum páskaegg nr. 4. Þegar ég fer að sækja um vinnur í haust ætla ég pottþétt að sækja fyrst um hjá fyrirtækjum sem gefa manni páskaegg, t.d. Libra eða tölvudeild Nóa Siríus.

Nýr sími

Yessssssss, kominn með nýjan síma, fékk hann í fyrirfram útskriftargjöf frá Karen. Var líka alveg kominn tími á nýjan síma, gamli síminn var orðinn ferlega slappur. Farsímar eru orðnir frekar pointless ef maður þarf alltaf að ganga með risastórt hleðslutæki í vasanum og kasta sér á næstu rafmagnsinnstungu um leið og síminn hringir. Ég hefði náttúrulega líka getað reddað þessu með því að kaupa bara nokkrar 10 metra framlengingarsnúrur og hafa gamla símann bara alltaf tengdan í rafmagn en það hefði nú ekki verið jafn svalt og þetta!

Brandari

Q: Why does Noddy have a bell in his hat?

A: ‘Cause he’s a cunt!

Las þennan eðalbrandara í viðtali við Ricky Gervais í blaðinu Q. Ricky Gervais er aðalgaurinn í The Office sem ég hef aldrei horft á af viti en sumir segja að sé snilld. Hann var semsagt spurður hvort hann kynni einhverja brandara og þetta var brandarinn sem hann kom með. Skelfilegur brandari en mér fannst hann samt mjög fyndinn af einhverjum ástæðum. (Noddy er btw Doddi á íslensku, Doddi og Eyrnastór voru söguhetjur í einhverjum barnabókum hérna í gamla daga og þar var hann með asnalega húfu með bjöllu).

Nöfn

Eins og allir lesendur þessarar síðu (allir 3-4…) væntanlega vita eigum ég og Karen von á barni í sumar :). Næsta mánudag er svo sónar þar sem við fáum að vita kynið. Að vita kynið er gott því þá getur maður strax útilokað helminginn af öllum nöfnum. Reyndar erum við búin að pæla í nokkrum nöfnum og útiloka þau nú þegar:

  • Einar 2.0
  • Svarthöfði
  • Ástþór
  • Línus Gauti
  • Svarthöfði sem seinna nafn
  • Einar++
  • Java
  • Napóleon
  • R2D2

Kemur betur í ljós á mánudaginn, þá getum við útilokað miklu fleiri. Vorum annars í Eymundsson fyrir nokkrum vikum og sáum þar afmælisdagabók. Ákváðum að kíkja á 12. júní (áætlaður fæðingardagur) og lýsingin þar var einhvernveginn svona:

Þú ert mjög jákvæð manneskja. Þú ert svo rosalega jákvæð að stundum fer yfirþyrmandi jákvæðni þín í taugarnar á fólki. Gott starf fyrir þig væri t.d. einkaþjálfari.

Hmmmm. Ég efast stórlega um að mitt barn gæti orðið yfirþyrmandi jákvæður einkaþjálfari!! Sérstaklega þar sem ég er, ehemm, ekki yfirþyrmandi jákvæður og ansi langt frá því að vera einkaþjálfari! Þetta er held ég mesta andstæða við mig sem hægt væri að finna! Kíktum á 13. til öryggis til að sjá hvað gerðist ef þetta drægist aðeins:

Þú ert langt á undan þinni samtíð. Fólk notar oft orð einsog “brjálaður”, “hættulegur” og “sérstakur” til að lýsa þér.

Brjálæðingur eða yfirþyrmandi jákvæður einkaþjálfari? Stefnum definitely á brjálæðing!

Spilakvöld

Buðum Friðrik, Unni og Gísla hingað í gær að spila. Spiluðum Trivial Pursuit þar sem ég tapaði og svo Friends spilið. Friends spilið er flóknasta og skrýtnasta spil í heimi!! Reglurnar meika engan sens, maður fær spjald með myndum af fullt af hlutum og á að draga hring utan um einn hlut fyrir hvern vin og þarf svo að fara í íbúðina hans og svara spurningu til að geta krossað yfir þann hlut. Hinsvegar má maður velja sér spurningar og þær eru númeraðar frá 1-5 sem skiptir engu máli þar sem það eru engir flokkar þannig að númerin standa í raun ekki fyrir neitt og myndirnar skipta engu máli. Svo er smá svona actionary í þessu, en bara ef þú lendir á mynd af vinunum og ert með kaffibollann, ef þú lendir á mynd af þeim en ert ekki með kaffibollann þá færðu kaffibollann. En þú getur auðvitað líka fengið kaffibollann með því að krossa yfir mynd af myndaramma. Svo ef maður þarf að leika (ég þurfti til dæmis að leika hið ógleymanlega atriði “Phoebe að hjóla…” !?!?) þá eiga hinir að giska og ef þeir giska rétt þá græðir sá sem er að leika á því. Hmmmmmm, ég veit hvað þið eruð að hugsa, af hverju ættu þá hinir einu sinni að reyna að giska rétt ef það er bara að hjálpa þeim sem er að leika?? Nú, auðvitað af því að ef maður giskar rétt þá má maður gera hring utan um eina af regnhlífunum sínum! Svo eru reglurnar fullar af skemmtilegum setningum eins og “…Sá sem á að leika tekur spjald og les af því leikatriðið án þess að hinir leikmennirnir heyri…”. Hmmm, les hann þá ekki bara Í HLJÓÐI? Hljómar eins og hann þurfi að hlaupa í næsta herbergi og lesa upphátt þar svo enginn heyri. En þetta var nú samt mjög gaman, hef ekki horft á þessa þætti í 2-3 ár þannig að var soldið ryðgaður í þessu en gat nú samt svarað nokkrum spurningum.

Þessar reglur minntu mig samt á fóstbræðraatriðið þar sem þau voru að spila heimatilbúið spil sem var flóknasta spil í heimi. “Ég er með laufatíuna, þá fæ ég slag. Nei, ég trompa með 2 fimmum og einum fjarka, þá snýst hringurinn við og þú færð hattinn. Aha, þá nota ég jókerinn og spegla þig, þá skiptum við um sæti og þú dregur 6 spil. Nei, ég er með spaðagosa og hjartaþrist, þá læt ég þig fá 3 verstu spilin mín og þú situr hjá í 2 umferðir…”