Jæja, fyrsti vinnudagurinn á morgun. Ég mæti kl. 10, og klukkan 13 byrjar svo julefrukost, sem er framá nótt samkvæmt nýja yfirmanninum mínum. Þetta ætti að verða fínn fyrsti dagur. Ég efast reyndar um að ég verði neitt mjög lengi í julefrukostinum, þar sem ég þekki engan þarna ennþá eða neitt.
Var annars að klára síðasta prófið á mánudaginn. Það var munnlegt próf í kúrsinum Process Modelling & Validation. Gekk bara vel, nú á ég bara eftir að fá einkunnir úr hinum tveimur áföngunum mínum. Skrýtið að vera búinn með alla áfanga sem ég mun taka hérna, mér finnst ekki svo langt síðan ég byrjaði. En samt gott, það verður fínt að geta einbeitt sér að einu verkefni eftir jól, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskilum og prófum (ehemm, nema einum ansi stórum verkefnaskilum í júlí…).
Síðan erum við bara að bíða eftir að barnið láti sjá sig. Viljum helst að það komi strax. Karen veðjaði á 9. desember og ég á 11. (daginn í dag) svo við erum bæði búin að tapa, nema eitthvað svakalegt gerist á næstu 46 mínútum…
Hvernig var fyrsti vinnudagurinn ?
x