Húsnæðismálin eru búin að reddast hjá okkur, a.m.k. hérna í Danmörku. Við enduðum á því að hafa samband við Sigrúnu Þormar, sem vinnur við það hérna í Danmörku að hjálpa Íslendingum að finna húsnæði, gera skattaskýrslu, sækja um bætur og bara hvað sem er. Við báðum hana sérstaklega að athuga hvort það væri laus íbúð í húsi í Frederiksberg þar sem vinir okkar búa. Hún fann íbúðina fyrir þau, og þau höfðu sagt okkur að það væru lausar íbúðir þannig að hún reddaði þessu og við getum flutt inn 1. október. Íbúðin er frábær, tvö svefnherbergi, þvottavél+þurrkari inní íbúðinni, uppþvottavél í eldhúsinu og allt mjög snyrtilegt og fínt. Svo er lokaður garður þar sem maður getur farið út með Daníel, það búa líka nokkrar aðrar íslenskar fjölskyldur þarna þannig að kannski eru einhverjir krakkar sem hann getur talað við. Húsnæðismálin á Íslandi eru hinsvegar ekki nógu góð, við erum ennþá ekki búin að leigja aftur út okkar íbúð. Ef einhver veit um einhvern sem er að leita að 4 herb íbúð í tæpt ár, þá endilega hafa samband.
Talandi um Ísland, ég og Daníel komum í stutta Íslandsferð 11.-15. október. Þá er ég í haustfríi og við ákváðum að nýta tækifærið og kíkja í heimsókn. Karen kemur ekki með þar sem konur sem eru komnar svona langt eiga ekki að fljúga. Við nýtum örugglega ferðina líka til að byrgja okkur upp af íslensku nammi og svona. Þannig að, sjáumst í október 🙂