Þá er skólinn að byrja aftur. Reyndar fór ég á tvo fyrirlestra í þessari viku, gaur frá háskóla í bandaríkjunum sem hefur verið að vinna að nýrri compiler tækni fyrir forritunarmál kom hérna og hélt tvo mjög áhugaverða fyrirlestra. Hann + tveir stúdentar hjá honum eru á bakvið nýja tækni sem er komin í Firefox 3.1 og er að hraða javascript í honum um nokkur hundruð prósent. Mjög cool. Svo byrjar alvöru skólinn á þriðjudaginn. Ég er bara í þremur áföngum þessa önn og ekki að vinna svo þetta ætti nú ekki að verða neitt of massíft. Áfangarnir sem ég tek eru:
- Process modelling and validation – Erfiður fræðilegur kúrs sem á kannski eftir að hjálpa við masters verkefnið mitt.
- Technology, economics, management and organisation – 10 eininga (!!!) management áfangi. Ég tók ekki einn einasta viðskiptafræði áfanga í B.Sc. náminu á íslandi þannig að ég ákvað að kannski væri kominn tími á að prófa eitthvað nýtt. Svo er Luke félagi minn líka að kenna í honum sem verður fyndið.
- Introduction to Computer Game Prototyping – Búa til litla tölvuleiki í Python. Þetta verður örugglega snilldar áfangi sem ég ákvað að taka þó það þýddi að ég lenti í árekstri við Process modelling áfangann. Ég skelli örugglega inn einhverjum leikjum hérna þegar líður á önnina.
Það besta er samt að ég er bara 3 daga í viku í skólanum sem er ansi þægilegt. Er í fríi frá hádegi á föstudegi til hádegis á þriðjudegi og fimmtudagur er frí líka.
Annars erum við núna á fullu að leita að íbúð. Vantar 3 herbergja íbúð áður en barnið kemur, erum búin að segja okkar íbúð upp og verðum að vera komin út 1. október. Ætlum líka að reyna að komast nær skólanum, síðasta vetur tók klukkutíma að komast í skólann með hjóli+metro+lest+strætó þannig að 2 tímar á dag fóru bara í samgöngur. Erum að fara að skoða a.m.k. tvær íbúðir um helgina, vonandi kemur eitthvað útúr því.