Monthly Archives: November 2007

Danmörk – Dagur 99

Jim: Is it me or does it smell like updog in here?
Michael: What’s updog?
Jim: Nothin’ much, what’s up with you?

—-

Dwight Schrute: Second Life is not a game. It is a multi-user, virtual environment. It doesn’t have points, or scores, it doesn’t have winners or losers.
Jim Halpert: Oh it has losers.

—-

Nýjasti uppáhaldsþátturinn minn er The Office. Er búinn að horfa á alla þættina á síðustu vikum og þeir eru endalaus snilld. Þegar Alda kom í heimsókn fyrir nokkrum vikum þá skrifaði ég alla þættina fyrir hana og nú er hún líka búin að horfa á þá alla. Því miður er núna eitthvað verkfall hjá handritshöfundum í Hollywood þannig að það koma engir fleiri þættir í einhverjar vikur.
Annars er orðið ansi langt síðan ég hef skrifað hérna. Hvað hefur verið að gerast? Alda kom í heimsókn, það var stuð. Ég, Alda og Agla borðuðum öll saman heima hjá Öglu og kíktum síðan á McClutes, hverfisbarinn hjá henni. Fórum síðan á Laundromat Café daginn eftir að fá okkur brunch. Gaman að gera eitthvað öll saman systkinin, höfum aldrei áður verið öll saman í útlöndum.
Róbotakeppnin sem ég talaði um síðast var skemmtileg. Fyrsta þrautin var að gera bíl og taka smá kappakstur við hin liðin. Okkar bíll var mjög óstöðugur og keyrði gífurlega hægt þannig að við fengum engin stig þar. Næsta þraut var að keyra upp að 6 flöskum sem stóðu hlið við hlið og fella eina þeirra. Sú sem átti að fella var plastflaska, en hinar voru bjórflöskur. Maður gat notað skynjara til að skynja ljósið sem barst frá þeim, fatta hver var ljósust og fella hana. Það hinsvegar virkaði enganveginn hjá okkur, en fyrir tilviljun keyrði róbotinn okkar mjög skakkt og felldi plastflöskuna óvart og svo eina bjórflösku í leiðinni. En við fengum nokkur stig fyrir það þannig að við urðum ekki í síðasta sæti. Lokaþrautin var svo að rata gegnum völundarhús, sem okkur tókst ekki. Þannig að á endanum urðum við í 9. sæti af 12.
Síðan er þetta bara búið að vera sama rútínan hérna, læra, vinna, tala við Karen og Daníel á Skype. Fór reyndar heim eina helgi líka sem var gott. Öll verkefnin eru á fullu núna þannig að það er brjálað að gera.
Er ennþá að leita að íbúðum á fullu. Er að fara að skoða 3 á næstu dögum, eina rándýra sem er tiltölulega nálægt DTU og svo 2 ódýrar sem eru klukkutíma í burtu. Síðan er ég líka á einhverjum kollegie biðlistum þannig að spurning hvernig fer með það. Mesta hreyfingin á þeim er nú samt sennilega milli anna og kannski vafasamt að bíða það lengi. Við sjáumt til hvað gerist. Svo kem ég heim 17. des og verð framyfir jól.

Danmörk – Dagur 77

Hvað er að gerast í Danmörku? Síðasta sunnudag elduðu Bruno, Matteus og Francielle brasilískan mat fyrir alla í gámnum. Þetta er víst einhver réttur sem er yfirleitt borðaður á mánudögum í Brasilíu. Það var stór diskur af kartöflumús með smá kjöthakki ofaná, svo var fullt af hrísgrjónum og svo var einhver baunaréttur úr svörtum baunum og einhverju fleiru. Þetta var ágætt, gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég splæsti í kók og bjór svona til að leggja eitthvað af mörkum.

Ég var áður búinn að tala um að það ætti að vera keppni milli forritana sem við gerðum í Computational Hard Problems. Við fengum að vita úrslitin síðasta þriðjudag og minn hópur var í 3. sæti. Maður fékk stig fyrir hraða og hversu góð lausnin var sem forritið fann og svo fékk maður bónusstig ef bæði hraðinn og lausnin var góð, svo maður gerði nú ekki bara hraða lausn sem væri krapp. Allavegana, við fengum flösku af rauðvíni í verðlaun, 2005 árgerð af Valpolicella Ripasso, hvað sem það nú er. Ég drekk ekki rauðvín en það er alltaf gaman að vinna :). [Extra nördaupplýsingar: Við hefðum ekki lent í 3ja sæti nema af því að við endurskrifuðum forritið í C++ fyrir keppnina, upphaflega útgáfan í C# tók 12 sekúndur, C++ útgáfan tók 6 sekúndur.]

Núna er ég hinsvegar að horfa á kennsluefni í LEGO Mindstorms, þar sem að á morgun er ég, Eduarda, Tiberiu og Nuno að taka þátt í keppni þar sem maður byggir róbóta. LEGO Mindstorm NXT er eitthvað svona system þar sem maður hefur fullt af kubbum, nokkra skynjara og mótora og svo getur maður smíðað vélmenni og forritað það til að leysa allskonar verkefni. Ég hef aldrei snert á þessu áður, og enginn annar úr hópnum mínum heldur þannig að þetta verður áhugavert. Þetta er í 7 klukkutíma, frá 1-8 á morgun og verður örugglega stuð. Ég hef smá áhyggjur af því að róbótinn gæti orðið self-aware og gert uppreisn gegn sköpurum sínum en að öðru leyti líst mér vel á þetta.

Annað kvöld kemur svo Alda til Danmerkur þannig að ég, hún og Agla verðum örugglega að gera eitthvað skemmtilegt um helgina. Við höfum aldrei áður verið öll 3 systkinin saman í útlöndum. Og, já, þetta er það helsta sem er að frétta af mér.

Jólabjór

Sit í vinnunni með bjór í annarri hendi og snakk í hinni. Var að koma úr kaffiteríunni þar sem stelpur í jólasveinabúningum löbbuðu um og gáfu fólki Tuborg julebryg. Í dag eða gær er semsagt dagurinn þegar jólabjórinn kemur í búðir og af því tilefni fáum við þetta í dag. Stuð 🙂

Danmörk – Dagur 70

Lífið gengur sinn vanagang hérna í Danmörku. Íbúðarleitin er í fullum gangi, er skráður á tveim vefsíðum og er sífellt að senda út pósta útaf íbúðum. Búinn að skoða eina sem var fín en of langt í burtu og fer að skoða 2 vænlegar á sunnudaginn. Fór í dag í einhverja reception fyrir þau fyrirtæki sem eru að sponsora stúdenta frá DTU, það voru kennarar, stúdentar og fulltrúar fyrirtækjanna þarna. Komst að því að þetta er mjög misjafnt milli fyrirtækja, hjá Microsoft er þetta hlutavinna en hjá sumum öðrum, t.d. hjá einhverju heyrnartækjafyrirtæki er þetta bara styrkur. Þekki þýskan strák hérna sem er sponsoraður af þeim, fær bara pening, þarf ekkert að vinna. Hljómar vel :). Móttakan var annars fín, fékk snittur og bjór og spjallaði heilmikið við einhverja konu frá Microsoft og yfirmann tölvunarfræðideildarinnar hérna í DTU.

Er annars búinn að vera að vinna frekar mikið undanfarið. Fór í hádegismat í Microsoft á miðvikudaginn með 3 öðrum íslendingum sem vinna þar. Þeir hittast alltaf hálfsmánaðarlega í mat og buðu mér með í þetta sinn. Sögðust vera fegnir að fá annan íslending, þeim er búið að fækka undanfarið, voru víst 5 eða 6 þarna þegar mest var. Svo var einhver SQL Server gaur frá bandaríkjunum í heimsókn þarna og hélt 2 tíma fyrirlestur um SQL Server 2008 í matsalnum eftir hádegi þannig að ég fór á það, mjög fínt bara. Allt fullt af Halloween skreytingum í matsalnum, kóngulóarvefir og grasker útum allt.

Svo er allt á fullu núna í öllum áföngum, verkefnin hrúgast upp, flest hópverkefni. Sem betur fer er ég í fínum hópum í öllum áföngum. Dæmatímakennarinn kom með kökur handa okkur í Computational Hard Problems á þriðjudaginn. Hann hafði lofað í vikunni áður að ef einhver gæti leyst ákveðið vandamál með því að breyta því í Sudoku þá myndi hann koma með kökur handa okkur, og einhver snillingurinn gerði það þannig að kennarinn þurfti að standa við loforðið. Svo í framhaldi af verkefni sem var í sama áfanga var ákveðið að hafa smá keppni, þar sem forritin okkar keppa og fá stig fyrir hraða + góðar lausnir, og það verða víst verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Verður gaman að sjá hvað kemur útúr því.

Næsta Íslandsferð er svo 15 – 19 nóv og kem svo heim í jólafrí kringum 17. des.