[Nördablogg]
Rakst fyrir nokkrum vikum á teiknimyndasögu á netinu sem heitir XKCD. Þetta er sú allra mesta nördateiknimyndasaga sem ég hef nokkru sinni séð! Og mér finnst hún ekkert smá fyndin 🙂 Sumt er bara svona almennt, t.d. Long walks on the beach, Shopping Teams, Insomnia, margt hinsvegar meikar engan sens nema maður sé forritari/tölvunörd. Nokkur dæmi:
Bobby Tables
Goto
Compiling
Sweet ass-car
Sudo Sandwich
Centrifugal Bond
Map of Internet
Regular Expressions
Og síðan er fullt, svona 50 % sem er ótrúlega súrt og margt ekki neitt fyndið. En já, þetta er búið að taka við sem uppáhaldsteiknimyndasagan mín í staðinn fyrir Wulff-Morgenthaler.
það verður ekki nördalegra… en samt fyndið þó svo ég skilji auðvitað ekki allt. Nýja þvottavélin mín er annars með brjáluðum centrifugal force.