XKCD

[Nördablogg]
Rakst fyrir nokkrum vikum á teiknimyndasögu á netinu sem heitir XKCD. Þetta er sú allra mesta nördateiknimyndasaga sem ég hef nokkru sinni séð! Og mér finnst hún ekkert smá fyndin 🙂 Sumt er bara svona almennt, t.d. Long walks on the beach, Shopping Teams, Insomnia, margt hinsvegar meikar engan sens nema maður sé forritari/tölvunörd. Nokkur dæmi:
Bobby Tables
Goto
Compiling
Sweet ass-car
Sudo Sandwich
Centrifugal Bond
Map of Internet
Regular Expressions

Og síðan er fullt, svona 50 % sem er ótrúlega súrt og margt ekki neitt fyndið. En já, þetta er búið að taka við sem uppáhaldsteiknimyndasagan mín í staðinn fyrir Wulff-Morgenthaler.

1 thought on “XKCD

  1. Alda

    það verður ekki nördalegra… en samt fyndið þó svo ég skilji auðvitað ekki allt. Nýja þvottavélin mín er annars með brjáluðum centrifugal force.

Comments are closed.