Monthly Archives: October 2007

XKCD

[Nördablogg]
Rakst fyrir nokkrum vikum á teiknimyndasögu á netinu sem heitir XKCD. Þetta er sú allra mesta nördateiknimyndasaga sem ég hef nokkru sinni séð! Og mér finnst hún ekkert smá fyndin 🙂 Sumt er bara svona almennt, t.d. Long walks on the beach, Shopping Teams, Insomnia, margt hinsvegar meikar engan sens nema maður sé forritari/tölvunörd. Nokkur dæmi:
Bobby Tables
Goto
Compiling
Sweet ass-car
Sudo Sandwich
Centrifugal Bond
Map of Internet
Regular Expressions

Og síðan er fullt, svona 50 % sem er ótrúlega súrt og margt ekki neitt fyndið. En já, þetta er búið að taka við sem uppáhaldsteiknimyndasagan mín í staðinn fyrir Wulff-Morgenthaler.

Danmörk – Dagur 62

Jæja, er ekki komið tími á eitt stórt blogg? Ég var á Íslandi í síðustu viku, þar sem ég var í haustfríi í skólanum. Kom heim á laugardegi og fór á sunnudeginum viku seinna. Mjög gott að komast heim, hitta fjölskylduna og slappa aðeins af. Sé þvílíkar framfarir hjá Daníel, hann er farinn að tala miklu meira, farinn að segja flóknari hluti og það sem er best, hann er farinn að syngja á fullu! Gulur, rauður, grænn og blár, Dansi dansi dúkkan mín, Á leikskóla er gaman og fleiri lög sungin af miklum krafti. Annars tókum við það bara rólega, við urðum reyndar öll veik, samt aðallega Daníel. Það virðist gerast í hvert skipti sem ég kem heim, ég hlýt að vera að koma með einhverja danskar veirur með mér heim. Daníel fór svo í pössun til afa og ömmu á föstudeginum og ég og Karen kíktum í bíó á myndina Stardust, sem var bara nokkuð fín (Alda, þú ættir að sjá hana, mundir eflaust dýrka hana!). Svo tókst mér að gleyma skólabók, peysu, inniskóm og fleiru heima á Íslandi þegar ég fór til baka, sterkur leikur það.

Kom heim til Danmerkur á sunnudagskvöldið. Fór að spjalla við einhvern írskan strák meðan ég var að bíða eftir lestinni á Kastrup. Hann var semsagt chemical engineer (þó hann liti út fyrir að vera svona tvítugur!) og var sendur til Danmerkur af fyrirtækinu sínu til að vinna að einhverju projecti og var búinn að vera þarna í 4 mánuði. Hann hélt að Ísland væri ennþá partur af Danmörku! Fyndið hvað fólk veit lítið um Ísland, ég veit miklu meira um Írland og hin afríkuríkin heldur en hann vissi um Ísland!

Áður en ég fór til Íslands í fríið var búið að kríta á eldhús og baðherbergishurðina “Eldhús” og “Klósett” á sex mismunandi tungumálum. Þegar ég kom heim sá ég að það var líka búið að kríta gælunöfn utan á herbergishurðirnar. “Daddy” stóð utan á minni, hjá Giaullime stóð “Le Chef”, Sebastian var “Le Sous Chef”, Eduarda var “The Grandmother” (2 árum eldri en ég), Bruno var “Pizza Boy” (vinnur hjá Dominos), Xavier var “Mumbler” (talar mjög óskýrt) og Tiberiu var “Ratatouille” (hann eldar mjög skrýtinn mat). Julie var ekki með neitt og ég man ekki hvað Matteus var með. Annars fengum við líka nýjan herbergisfélaga í gær, spænskan strák sem heitir Jorge.

Er svo bara búinn að vera að vinna á fullu í Microsoft í þessari viku til að bæta upp frívikuna. Erum komnir með nýtt verkefni sem er nokkuð spennandi. Á mánudaginn var svo “all hands meeting” þar sem allir starfsmennirnir komu saman og einhver bigshot frá Bandaríkjunum hélt smá fyrirlestur og allir fengu gefins gríðarlega fallega bláa húfu með Microsoft Dynamics merki framan á. Það er alltaf gott að hafa nafnið á því sem maður vinnur við framan á enninu á sér svo maður gleymi því nú örugglega ekki. Einn af hinum student workerunum benti mér svo á annan Íslending sem er að vinna þarna og ég spjallaði aðeins við hann. Það eru víst 3 íslendingar þarna í fullu starfi og þeir hittast alltaf í hádegismat á miðvikudögum þannig að kannski lít ég við hjá þeim við tækifæri.

Er annars að fara að sofa. Aftur orðinn veikur með hressilegt kvef og eins gott að fara ekki of seint í háttinn.

Danmörk – Dagur 44

Í gær var afmælisveisla hérna í gámi C. Bæði Sebastian og Tiberiu voru að verða 23 ára, Tiberiu síðasta miðvikudag og Sebastian á morgun svo þeir héldu saman afmælisveislu. Það voru pylsur í einhverju deigi í forrétt, svo spagettíréttur í aðalrétt og tvær kökur í eftirrétt, súkkulaði og epla. Við vorum líka búin að kaupa kassa af bjór. Sebastian og Tiberiu elduðu aðalréttinn, Giaullime og Julie gerðu kökurnar og ég og Xavier skárum niður og vöskuðum upp og svona eitthvað smálegt. Ég keypti ódýrt pókersett í Søstrene Grene um daginn og eftir matinn spiluðum við svo póker frameftir kvöldi og drukkum nokkra bjóra. Ekkert fyllerí, bara hyggeligt 🙂 . Það eru nokkrar myndir neðst í þessu bloggi af veislunni.

Í dag fór ég svo niðrí Kaupmannahöfn í verslunarleiðangur að kaupa föt á Daníel í H & M. Maður heyrir nú alltaf öðru hvoru íslensku í Kaupmannahöfn en að fara inní H & M er bara eins og að koma til Íslands! Það er bara annar hver maður þarna inni íslenskur! Eftir að vera búinn að kaupa fullt af fötum fór ég út, hringdi í Öglu, sem flutti hingað á þriðjudaginn og tékkaði á hvað hún væri að gera. Hún var rétt hjá, í Købmagergade, svo ég fór og hitti hana og við fengum okkur einn bjór á kaffihúsi áður en ég fór heim.

Ég er annars að reyna að taka mig á í dönskunni. Í Campus village er bara enska, í Microsoft er bara enska og í skólanum er bara enska svo ég hef ekki haft mörg tækifæri til að tala dönsku. Ég keypti Pusher trílógíuna á DVD um daginn og er búinn að horfa á þær á dönsku með dönskum texta, sem er fínt. Svo er ég líka búinn að ákveða að reyna alltaf að tala dönsku þegar ég hef tækifæri til, og skipta bara yfir í ensku ef það er alveg nauðsynlegt. Helstu afrek mín á dönskusviðinu í dag:

  • Í DSB sagði ég “jeg skal have en klippekort til to zoner, og en til fem zoner. Og, eh, to… plastik…”. Og svo veifaði ég höndunum í kringum klippikortið til að sýna manninum að ég vildi plastvasa utan um kortið. Það skildist.
  • Í bakaríi í Kaupmannahöfn sagði ég “jeg skal have en kaffe med mælk, og en chokolade muffin.” Það skildist og ég fékk meira að segja hrós fyrir dönskuna mína! Eða ég held það. Stelpan brosti a.m.k. og sagði “eitthvaðeitthvað-dansk-eitthvaðeitthvað”. [Eða /.*dansk.*/ fyrir nördana]. Ég kýs að túlka það þannig að hún hafi verið að hrósa mér fyrir dönskuna.
  • Í H & M þurfti ég að spyrja hvort þau ættu samfellur nr. 92. Ég byrjaði á að segja “unskyld, har du nogle…” og svo fattaði ég að kunni ekkert orð fyrir samfellu, hvorki á ensku né dönsku, og að ég vissi ekki hvernig maður segir 90 á dönsku, hæsta sem ég kann er firs. Svo ég panikkaði, benti á nærbol sem var nálægur og reyndi síðan að útskýra með samblandi af ensku, dönsku og handahreyfingum að mig vantaði eitthvað sem var eins og nærbolur nema hneppt saman í klofinu. (Note to self: Ekki reyna að útskýra neitt sem tengist klofi með handahreyfingum nokkurn tímann framar). Afgreiðslustelpan fattaði sem betur fer að ég var ekki að áreita hana heldur bara leita að samfellu nr. 92 og sagði mér að þau ættu ekkert stærra en 86.

Annars kem ég heim næsta laugardag og verð í viku.

Tiberiu og Eduarda að skera sveppi. Tiberiu er frá Rúmeniu og Eduarda frá Portúgal.

Giaullime, Sebastian, Matteus, Eduarda og Tiberiu. Giaullime og Sebastian frá Frakklandi, Matteus frá Brasilíu.

Eduarda, Julie og Giaullime. Julie er líka frá Frakklandi og var með Giaullime í skóla þar.

Xavier og ég, í óþægilega líkum fötum. Xavier er frá Belgíu.

Tiberiu að nota mjög vafasama aðferð til að opna bjórflösku.

Matteus, Xavier, Tiberiu og Julie að borða forrétt.

Matteus að borða sveppina sem Tiberiu bjó til.

Eduarda að sýna kjötið. Þessar myndir koma frá Matteusi og hann vildi geta sýnt mömmu sinni í Brasilíu að hann væri nú að borða almennilega.

Afmælisbörnin, Tiberiu og Sebastian, blása á kertin.

Danmörk – Dagur 39

Punktablogg í þetta skiptið.

  • Prófaði DTU special pizzu á pizzastaðnum sem er á campusnum. Hún átti að vera með kebab skv. lýsingunni. Það þýddi ekki bara kjötið, heldur var eins og einhver hefði hellt úr heilli salatskál yfir alla pizzuna. Mæli ekki með því.
  • Fór í mat til Ebbu og Hilmars á föstudaginn. Þar voru líka Lára og Ómar og svo kom annað íslenskt par sem býr í húsinu líka. Fórum að djamma á einhverjum klúbb sem ég man ekki hvað heitir. Það var stuð. Skrýtið samt að djamma með Láru og Ebbu án þess að Karen væri með.
  • Var uppí Microsoft í morgun, skoðandi villu sem hafði komið upp og skrifandi test til að kalla hana fram. Þá krassaði Visual Studio hjá mér og spurði mig “Do you want to send an error report to Microsoft?”. Ég smellti á No.
  • Fer á kynningardag fyrir nýja starfsmenn á miðvikudaginn, það er eitthvað heilsdagsprógram. Þá er akkúrat mánuður síðan ég byrjaði að vinna.
  • Extra bladet er með slagorðið “Tør, hvor andre tiger”. Alveg eins og DV var áður með, “þorir þegar aðrir þegja”. Væntanlega hafa DV tekið það héðan.
  • Annað borðið úr eldhúsinu í gámnum okkar er horfið. Grunur leikur á að aðrir gámabúar hafi tekið það til að nota í gámapartýi.
  • Ég hef fengið það starf að vera þýðandi í gámnum mínum. Er sífellt að þýða matarumbúðir, bréf og fleira yfir á ensku fyrir hina íbúana. Sebastian sagðist um daginn vilja skoða danska klámsíðu, spurði hvort ég gæti hjálpað honum. Ég sagði honum að hjálpa sér sjálfur.
  • Eftir að tala við Hilmar komst ég að því að það er ekki mistök að danska CPR númerið mitt er ekki sama og íslenska kennitalan mín. Hélt að það væru mistök því bara næstsíðasta talan er öðruvísi, en þá eru þeir bara með eins kerfi, og bara tilviljun að stafir 7 og 8 eru þeir sömu og í íslensku kennitölunni minni. Getur samt ekki verið alveg eins kerfi því vartalan er öðruvísi. [Er búinn að forrita vartölutékk a.m.k. 5 sinnum, ég pæli í þessum hlutum… 🙂 ]