Monthly Archives: September 2007

Danmörk – Dagur 33

Það er eins og venjulega, þegar lífið er komið í rútínu þá nennir maður ekki að blogga því það er ekki frá miklu að segja. Dagarnir hjá mér eru yfirleitt skóli + læra heima eða vinna hjá microsoft, tala svo við Karen og Daníel gegnum Skype á kvöldin. Helgar fara í að læra og kíkja stundum til Kaupmannahafnar. Á þriðjudagskvöldum er svo international night á kjallarabarnum hérna á campusnum. Og þá er það helsta upptalið sem ég geri hérna 🙂

Annars eru bankamálin hjá mér loksins komin í lag. Í fyrsta blogginu héðan frá Danmörku talaði ég um bankakonuna sem vildi endilega tala dönsku við mig. Hún var mjög indæl en virðist ekki vera skarpasta tólið í skúrnum þar sem henni tókst að klúðra umsókninni minni ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Þegar ég fór þarna upphaflega fyllti ég út umsókn og hún sagði mér að eftir nokkra daga mundi ég fá sendan heim risastóran bunka af pappírum og þyrfti svo að sækja sérstaklega um að fá kort á reikninginn eftir að ég fengi þessa pappíra. Ég beið í 10 daga og ekkert gerðist. Þá fór ég aftur og lenti á sömu konu og spurði hvað væri að gerast. Hún sagði bara “hmmm, skrýtið, ég sé ekkert lengur um þetta hérna”. Svo fyllti hún eitthvað aftur út, skrifaði reikningsnúmerið mitt á pappírssnepil og rétti mér og sagði aftur að pappírarnir kæmu eftir nokkra daga. 12 dögum eftir það kom ég enn einu sinni, ekki ennþá búinn að fá neitt og var orðinn grjótfúll. Þá lenti ég á annarri konu sem bæði talaði ensku og vissi hvað hún væri að gera. Hún byrjaði á að tékka á reikningsnúmerinu mínu, sem kom í ljós að var bara alls ekki til (og ég var búinn að láta Microsoft fá það). Þá sagði hún mér bara að við myndum redda þessu, skráði nýjan reikning á nokkrum sekúndum, lét mig fá útprentað blað með reikningsnúmerinu mínu og sagði að ég fengi sent kort í pósti. Ekkert mál, ekkert vesen. Og nú er ég búinn að fá kortið. Maður verður sem sagt að vera með Dankort hérna þar sem Danir eru með eitthvað þroskaheft mjög sérstakt kerfi hérna þar sem þeir taka bara við dönskum kortum í mörgum sjoppum.

Annars er svosem lítið að frétta. Ég kem heim í haustfrí 13 október og verð í rúma viku, það verður gaman. Læt fylgja hérna með myndir af gámnum mínum:

Campus Village þar sem ég bý

Campus Village

Gámurinn minn, Container C

Gámurinn minn, Container C

Herbergið mitt

Herbergi 1

Herbergið mitt 2

Herbergi 2

Danmörk – Dagur 21

Og þá er önnur skólavikan búin. Aðeins búinn að kynnast betur áföngunum og svona. Program Analysis sem virkaði hræðilegt fyrst finnst mér núna mjög áhugavert, erum að gera massaverkefni í því og er kominn í hóp með breta og dana. Hinir áfangarnir virka allir ágætir þó Web Services sé frekar dull svona enn sem komið er. Er líka búinn að fara nokkrum sinnum í Microsoft að vinna og það er bara mjög fínt. Er reyndar búinn að gera lítið annað en að setja upp hugbúnað og svona, en ég og Giedrus sem er hinn student workerinn erum líka aðeins farnir að testa kerfið. Bara manual testing fyrst til að kynnast þessu en síðan förum við fljótlega að skrifa einhvern kóða. Mesta snilldin er samt ennþá maturinn. Það er borinn fram morgunverður á hverjum morgni sem er bara eins og fínasti hótelmatur, 4 tegundir af morgunkorni, allskonar brauð, sultur, ávextir, kaffi te og fleira. Svo er heitur matur í hádeginu og eftir hádegi getur maður alltaf skroppið í eldhúsið þar sem er afgangurinn af morgunmatnum og fengið sér brauð með osti og allskonar ávaxtasafa og gosdrykki. Ég vildi eiginlega að ég væri oftar í skólanum eftir hádegi, þá tæki ég bara daginn snemma og fengi mér morgun og hádegismat hjá Microsoft og færi svo í skólann.

En allavega, þetta er síðasti dagurinn í Danmörku í bili, er á leiðinni heim til Íslands í kvöld og verð fram á mánudagsmorgun. Það verður algjör snilld, hitta Karen og Daníel, geta talað íslensku og síðast en ekki síst búa í alvöru húsi en ekki gámi. Tek með mér tóma ferðatösku héðan og kem með hana fulla til baka, þarf að taka með mér vetrarföt og svona. Ætla líka að taka gítarinn með út og kannski myndavélina líka. Þannig að í næstu viku detta kannski einhverjar myndir hérna inn. Jæja, nóg af þessu, ég er farinn til Íslands!

Danmörk – Dagur 14

Jæja, þá er fyrsta skólavikan búin. Á morgun er ég í fríi frá skólanum og verð allan daginn í vinnunni. Tímarnir eru flestir búnir að vera ágætir. Program Analysis virkar hrikalega erfitt, Computationally Hard Problems er ágætt, enda tók ég Stöðuvélar og reiknanleika í HR, Robust Programming í .NET lítur út fyrir að verða áhugavert og Web Services er fínt. Það er samt lítið að gera enn sem komið er. Ég var orðinn frekar leiður á litla herberginu mínu í dag þannig að fór í staðinn á bókasafnið að læra, þurfti að gera smá verkefni fyrir Comp. Hard Problems. Fínt að vera á bókasafninu, það er svona risatafl á gólfinu með köllum sem eru svona 80 cm á hæð, og það er flugvél hangandi úr loftinu. Fór síðan í smá hjólatúr niðrí Lyngby, bara svona til að gera eitthvað. Nýja hjólið er að gera góða hluti.

Í gær tóku Frakkarnir sig til og bjuggu til crepes fyrir alla í kvöldmat. Crepes eru semsagt svona pönnukökur sem maður borðar fyrst með skinku og eggi, síðan með sultu eða súkkulaði. Semsagt bæði aðalréttur og eftirréttur. Við vorum öll hérna úr skúrnum + 3 ítalir úr næsta skúr. Eyddum svo restinu af kvöldinu hangandi inní eldhúsi að spjalla og spila æsispennandi drykkjuleik sem gengur útá að kasta smápeningi ofan í glas, með því að kasta honum fyrst í borðið og láta hann svo skoppa oní glasið. Yfirleitt eldar hver fyrir sig en þarna elduðu Frakkarnir, ég fékk líka pylsur og hrísgrjón hjá Brasilísku strákunum um daginn og ég gaf Belganum burritos með mér í hádeginu í dag. Það er ágætt, enda er hundleiðinlegt að elda fyrir einn.

Annars er ég bara svona að byrja að fatta að þetta er ekki frí, ég bý hérna í alvörunni. Orðinn fullgildur, kominn með CPR númer, símanúmer og var að fá í pósti sjúkraskírteini frá danska ríkinu. Nú þarf ég bara að verða betri í málinu og þá er þetta komið. Sagði “kan jeg have en pose?” í dag hjá kaupmanninum og hann skildi mig. Allt að koma 🙂

Nýtt heimilisfang og sími

Elektrovej 330, C-4

2800 Kgs Lyngby

Denmark

Og símanúmerið mitt er +45 2153 2836

Það er líka sími í gámnum mínum +45 4525 6972 sem er kannski ódýrara að hringja í þar sem það er landlína.

Danmörk – Dagur 11

Ósköp rólegur dagur í gær. Fór með Julie, Tiberiu, Bruno, Matteus og Eduarda í IKEA, sem er rétt fyrir utan Lyngby, svona 40 mínútur gangandi. IKEA er að sjálfsögðu allsstaðar eins, fékk mér sænskar kjötbollur í hádegismat og keypti svo nokkra hluti, sængurver, vekjaraklukku, ljósaperur, lampa og eitthvað fleira smádót. Var svo bara hérna heima í skúrnum í gærkvöldi að spila vist við krakkana hérna og síðan einhverja Skype leiki við Karen í tölvunni.

Í dag byrjaði svo alvara lífsins. Bæði var fyrsti dagurinn hjá Microsoft og fyrsti skóladagurinn. Ég svaf aðeins of lengi þannig að ég rauk út til að ná strætó til Microsoft og fékk mér engan morgunmat. Hitti strák frá Litháen, Giedrius, á strætóstöðinni sem var líka að byrja hjá Microsoft. Við byrjuðum á að hitta Tim sem er yfir team-inu okkar. Það var allt í kaos því það var verið að flytja milli skrifstofa og fyrsta sem við gerðum var að reyna að koma fyrir 5 skrifborðum í herbergi þar sem augljóslega áttu ekki að vera fleiri en 4. Við vorum að djóka með að þetta væri örugglega lokaprófið fyrir starfið, ef við næðum ekki að raða þessu eðlilega þarna inn yrðum við reknir á staðnum. En það tókst á endanum og við fengum tölvur og fórum að setja þær upp. Á meðan fór Tim á fund og við héngum inná þessari skrifstofu í 2 og hálfan tíma að gera meira og minna ekki neitt. Danskur strákur sem heitir Sven sýndi okkur aðeins svæðið. Þetta er ekki bara ein bygging, þetta er svona eins og mini-campus með nokkrum byggingum og stórum garði allt í kring, mjög nice. Maður þarf ekki að borga fyrir hádegismatinn og það besta af öllu: ÓTAKMARKAÐ ÓKEYPIS KÓK! (já, ég veit að það er bara eins og að fá 200 kall auka á dag eða eitthvað, en ég kann að meta kók 🙂 ). Við fórum í mat með Tim og hann sagði okkur aðeins betur frá þessu en síðan þurfti ég að rjúka því ég átti að vera í tíma eftir hádegi og var þegar orðinn of seinn.

Ég mætti loksins í tímann kl. 3 og var búinn að missa af fyrstu 2 klukkutímunum. Það var ansi slæmt því kennslan hafði byrjað á fullu og ég var alveg úti að aka. Kúrsinn heitir Program Analysis og eftir því sem ég best sé er hann hrikalega erfiður, sérstaklega fyrir mig sem er ekki með neitt sérstaklega mikinn stærðfræðibakgrunn. Ég keypti bókina eftir tímann og var að lesa í henni núna áðan og já, þetta verður brútal :S . Nú er bara að vera duglegur að læra! Á morgun er það svo Computationally Hard Problems, annar erfiður kúrs og svo eitthvað að útrétta í bænum eftir það.

Danmörk – Dagur 9

Á fimmtudaginn fór ég útá Kastrup kl. 9 að taka móti Karen og Daníel. Mjög gott að sjá þau aftur, Daníel faðmaði mig bara og kjökraði “pabbi” fyrst þegar hann kom til mín. Við byrjuðum á að fara með lestinni til DTU og kíkja aðeins í skúrinn minn. Ég sýndi þeim aðeins campusinn og svo fórum við með lest til Gentofte þar sem hótelið okkar var. Eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir þar fórum við svo niðrí miðbæ og vorum þar að þvælast framað kvöldmat. Fórum m.a. í Tiger og keyptum allskonar dót fyrir herbergið mitt hérna. Tókum það svo bara rólega uppá hótelherbergi um kvöldið. Daginn eftir vorum við aftur niðrí miðbæ fram að hádegi og svo fór ég með þeim útá flugvöll að kveðja.

Ég nennti ekki að fara í Introduction week matinn sem var um kvöldið, var bara að hanga inná herbergi, en fór svo á lokapartý Introduction week um kvöldið. Það var fínt, hitti Edda sem var með mér í HR og fleiri Íslendinga og var þar til svona 1. Einum franska stráknum sem ég er með í skúr fannst Danirnir hafa hræðilegan tónlistarsmekk og var mjög hneykslaður þegar YMCA var spilað og allir fóru að gera handahreyfingarnar 🙂 .

Í dag vaknaði ég svo seint, um 11 leytið. Kom Skype-inu í gang (einaregilsson er nafnið) og talaði við Karen heima á Íslandi. Webcamið er algjör snilld, miklu betra en að tala bara í símann! Fór svo niðrí miðbæ með Gium og Julie, frönskum strák og stelpu sem ég bý með. Við fórum að leita okkur að hjólum. Vorum reyndar frekar sein þannig að margar búðir voru lokaðar en fundum að lokum eina góða og keyptum okkur öll hjól. Ég keypti mér blátt 3 gíra hjól á 800 danskar krónur (u.b.b. 9600 isk). Gium og Julie fóru svo að hitta aðra Frakka í bænum en ég ætlaði heim með lestinni. Þá kom í ljós að lestarnar gengu ekki eftir 5 í dag svo maður átti að nota strætóana í staðinn. Þeir voru allir troðfullir svo ég ákvað bara að hjóla alla leiðina til Lyngby. Það tók rúman klukkutíma og ég er núna kominn hingað, dauður af þreytu. Planið fyrir kvöldið er að þvo þvott og horfa kannski á einn Sleeper Cell þátt (villt háskólalíferni í fullum gangi hérna). Á morgun erum við í skúrnum svo að plana fjöldaferð í IKEA sem virðist vera það eina sem er opið á sunnudögum í Danmörku.