Gerði ekki mikið í gær. Fór uppúr hádegi að finna Microsoft bygginguna, vildi vita hvar hún væri og hvernig ég ætti að komast þarna áður en ég á að mæta á mánudaginn í næstu viku. Ég tek tvo strætóa þangað og labba svo smáspöl, þetta er lengra frá Kaupmannahöfn en Lyngby. Sendi líka póst á konuna í starfsmannahaldinu hjá þeim og spurði hvort það væri eitthvað formal dress code hjá þeim. Hún sagði að það væri ekki og tók fram að “in fact we’re very informal”. Svo væntanlega get ég bara mætt í baðslopp og inniskóm og allir verða rosa ligeglad og finnst það bara fínt. Skellti mér svo á bíó í Lyngby og sá The Bourne Ultimatum sem var bara mjög góð. Fór svo og þvoði öll fötin mín í S-skúrnum sem er þvottaskúrinn, en þurfti að fara í annan skúr til að nota þurrkara þar sem þurrkararnir í S-skúrnum voru báðir bilaðir.
Í dag fór ég svo og fékk skattkort. Þurfti reyndar að fara tvisvar þar sem ég gleymdi Microsoft samningnum mínum í fyrra skiptið og konan hjá skattinum þurfti eitthvað að skoða hann. Hitti svo loksins einhvern sem býr í mínum skúr. Belgískur strákur sem heitir Xavier og er að læra “Material Science” var að flytja inn. Þvældist aðeins um með honum, fórum að finna búðina sem er hérna á campusnum. Mjög mikil háskólabúð, helstu vöruflokkarnir eru áfengi, snakk og skyndimatur. Nú er bara planið að slappa aðeins af og á morgun byrjar svo Introduction Week.
Mér líst annars bara mjög vel á þetta allt saman. Gaman að kynnast fólki frá öllum löndum og umhverfið er mjög fínt. Nú verður maður bara að vona að námið verði það líka…
Gott ad heyra ad tu ert farinn ad profa nya hluti eins og ad tala vid okunnuga! Er i mat hja E&G til ad reyna ad sleppa fra yfirtyrmandi gestrisni Honnu. Var ad reyna ad finna tig a MSN og Skype en tu ert hvergi innskradur. Daniel segir hae, sakna tin og hlakka til ad sja tig a fimmtudaginn.