Svaf til 10 þar sem ég fór ansi seint að sofa í gær. Var svo bara hangandi hérna heima fram að hádegi, pantaði hótel fyrir daginn sem Karen og Daníel koma og hékk á netinu. Fór svo niðrí bæ að kíkja á Strikið. Það var Gay pride í gangi á Ráðhústorginu, risatónleikar sem ég kíkti aðeins á. Var svo bara þarna að þvælast um meirihlutann af deginum.
Eftir að ég kom heim hékk ég heillengi inná herbergi í tölvunni og bara eitthvað að vesenast. Fannst það svo orðið frekar leiðinlegt eftir nokkra klukkutíma þannig að ég ákvað að kíkja aðeins út. Þegar ég kom út sá ég að það var slatti af fólki hangandi fyrir framann einn skúrinn, svo ég ákvað gegn öllu mínu eðli að fara aðeins og tala við ókunnugt fólk. Það var mjög fínt. Það voru þarna 3 bandaríkjamenn (og tveir þeirra voru alveg svona “awesome dude” bandarískir), ein brasilísk stelpa, tveir frakkar, einn spánverji, einn þjóðverji og tveir ástralar. Við vorum þarna í alveg svona 2 og hálfan eða 3 tíma, bara hangandi úti að spjalla um hitt og þetta. Meðal annars um byssur, 2 bandaríkjamannan voru frá Texas og fannst mjög fínt að eiga byssur meðan ég og ástralarnir voru meira á skoðuninni “af hverju í ósköpunum ætti ég að vilja eiga byssu???”.
Var svo bara að koma inn núna og er að fara að sofa. Planið fyrir morgundaginn er að þvo fötin mín (það er sér þvottaskúr) og finna út hvaða leið er best að fara til Microsoft.