Jæja, það er svo mikið að skrifa núna að ég ákvað að skipta því í tvö blogg, eitt um daginn í Danmörku á leiðinni til Póllands og Póllandsferðina, og eitt um alvöru fyrsta daginn í Danmörku sem var í dag.
Í Póllandi vorum við svo í góðu yfirlæti í viku. Við vorum á hóteli í gamla bænum sem var bara fínt. Fórum nokkrum sinnum í mat til Hönnu og nokkrum sinnum til Ellu, Gregoz og Pálinu. Vorum bara að þvælast á daginn, fórum oft með Daníel á frábæran róló sem var rétt hjá Hönnu, fórum líka í konunglega garðinn þar sem er allt fullt af fiskum í tjörnunum, og fullt af páfuglum. Það var mjög fínt og Daníel duglegur að hlaupa þarna um allt. Við fórum svo tvisvar í dýragarðinn. Í fyrra skiptið var Daníel svo þreyttur að hann svaf af sér öll spennandi dýrin þannig að við fórum aftur á afmælinu mínu og leyfðum honum að sjá ljónin, tígrisdýrin og öll kúl dýrin. Hann var nú samt eiginlega hrifnastur af öpunum.
Afmælið mitt var daginn áður en ég fór til Danmerkur og við eyddum góðum parti af deginum í dýragarðinum, komum svo aðeins við í H & M að versla og fórum svo í mat til Ellu og Gregoz. Þar fékk ég fullt af afmælisgjöfum, fékk Vodkaflösku frá Hönnu og sokka, belti og 5 hryllingsmyndir frá Ellu, Gregoz og Pálínu. Svo bara heim á hótel að pakka, þar sem ég þurfti að vakna kl. 4:45 daginn eftir. Karen og Daníel verða þarna í viku í viðbót og koma svo til mín einn dag í næstu viku og fara svo heim. Ég segi svo frá fyrsta Danmerkurdeginum í næsta bloggi 🙂