Jæja, ég er ekki lengur einn í skúrnum mínum. 8 manns fluttu inn í fyrradag, eitt herbergi er ennþá laust. Þeir sem ég bý með eru:
- Frakkland: Gium, Julie, Sebastian
- Belgía: Xavier
- Portúgal: Maria Eduarda
- Brasilía: Bruno og Matteus
- Rúmenia: Tiberiu
Þau eru öll fín og okkur kemur bara vel saman. Ennþá hefur ekki verið nein barátta um sturtuna eða klósettið 🙂 . Í gær byrjaði svo Introduction Week. Ég var í hóp C og var þar með Búlgara, franskri stelpu og frönskum strák, stelpu frá Lettlandi, tveim strákum frá Póllandi, einum frá Rússlandi, einum frá Ítalíu og einum frá Grikklandi. Við byrjuðum bara á að borða morgunmat og tala saman, svo fórum við í smá túr um Campusinn og síðan var hádegismatur. Eftir það var fyrirlestur um Danmörku og “Cultural Differences”. Þar var Ítölunum meðal annars bent á að þó að þeim fyndist Danirnir vera “cold and distant” þá þýddi það ekki að þeir væru að reyna að vera óvingjarnlegir, þeir væru bara svona. Og að það væri meira “personal space” hérna en þeir eru vanir. Það var líka talað um stundvísi, Frakkarnir sem búa með mér höfðu einmitt sagt áður en við lögðum af stað “Oh, we better leave early, the danish people don’t like it when you’re late”. Þeir sögðu að í Frakklandi væru allir alltaf seinir, og fannst mjög skrýtið að ef einhver segði þeim að mæta kl. 9 ættu þeir að, öh, mæta kl. 9!
Eftir fyrirlesturinn var smá leikur þar sem hópurinn þurfti að fara um Campus og svara ýmsum spurningum, svona til að sýna okkur aðeins hvar hlutirnir væru. Svo var kvöldmatur og eftir það var farið á Cellar bar sem er í aðal DTU byggingunni. Ég var ekki mjög lengi þar, því að það var alltof mikið af fólki, en fór með nokkrum krökkum úr Campus Village heim og við vorum með smá eldhúspartý.
Í dag fórum við svo í túr til Kaupmannahafnar. Byrjuðum á að fara í ferju um árnar þarna og það var guide sem sagði okkur frá borginni. Það var fínt, en það var soldið skrýtið að hún var sífellt að segja eitthvað eins og:
- “This used to be old warehouses but they have now been turned into very expensive apartments!”
- “The old ferrys have now been turned into very expensive apartments!”
- “The danish government wants to clear out Christiania and build very expensive apartments!”
Og það var a.m.k. tvennt eða þrennt í viðbót. Fólkið á bátnum var farið að djóka með að Danirnir breyttu öllu á endanum í “very expensive apartments!”. Alltaf þegar hún benti á eitthvað nýtt var fólk að hvísla “…but it has been turned into very expensive apartments!”. “On your left you see the little mermaid…” hvísl(“next week she will be turned into very expensive apartments!”)
Fórum síðan og borðuðum á grænmetis veitingastað og fórum á Student huset sem er stúdenta bar. Ég vildi ekki vera lengi þannig að ég fór um 10 og tók strætó heim með Eduarda og Matteus sem búa með mér. Á morgun koma svo Karen og Daníel og verða eina nótt og ég hlakka ekkert smá til!!!!