Danmörk

Þá er það komið á hreint að ég fer til Danmerkur í haust. Búinn að fá inngöngubréf frá DTU og skólinn byrjar 28. ágúst á einhverju introduction week. Ég keypti dönskunámskeið um daginn og er núna byrjaður að rifja upp dönskuna. Gengur vel að lesa en svo verður örugglega miklu meira mál að tala. Ég er samt búinn að læra nokkrar setningar sem ég mun reyna eftir bestu getu að troða inní öll samtöl svo ég geti sýnt hvað ég sé góður í dönsku.

Hej (Hæ) 

Jeg hedder Einar.  (Ég heiti Einar)

Jeg er meget sulten.  (Ég er mjög svangur)

Din mor kommer med tog. (Mamma þín kemur með lest)

Hvad hedder din mor? (Hvað heitir mamma þín?)

Man kan godt drinke rødvin med æblekage! (Maður getur vel drukkið rauðvín með eplaköku!)

Det er en interessant rejse (Þetta er áhugaverð ferð)

Þetta hlýtur að nægja mér fyrstu vikurnar. Ef ekki þá get ég alltaf raðað þeim saman á nýja vegu og þar með aukið orðaforðann töluvert. t.d.

Man kan godt drinke rødvin i en interessant rejse (Maður getur vel drukkið rauðvín í áhugaverðri ferð)

Jeg er meget sulten, mmmmm, æblekage (Ég er mjög svangur, mmmm, eplakaka)

Hvað hedder din æblekage? (Hvað heitir eplakakan þín)

Din mor er meget sulten, mmmm, æblekage (Mamma þín er mjög svöng, mmmm, eplakaka)

Det er en interessant rødvin, man kan godt drinke den i tog (Þetta er áhugavert rauðvín, maður getur vel drukkið það í lest)

Sjáum hvort nokkur fattar að ég sé ekki innfæddur þarna.

Í nördafréttum er annars helst að frétta að ég sendi í fyrsta skipti inn kóða í open-source verkefni. Þannig að ef einhver er að nota Django framework-ið og vantar textabox fyrir íslenska kennitölu, íslenskt símanúmer eða combobox fyrir póstnúmer þá er það núna innbyggt í Django í pakkanum django.contrib.localflavor.is_.forms .

13 thoughts on “Danmörk

  1. Hrefna ( mamma )

    Já og svo ef þú þarft að sitja í lest á leiðinni í skólann og leiðist þá geturðu alltaf bryddað upp á samræðum við sessunautinn: Hej, jeg hedder Einar. Min mor er meget interessant og hun drikker altid rödvin i toget og spiser æblekage.
    Þú mundir örugglega kynnast nokkrum nýjum vinum…….

  2. Unnur

    Svo er auðvitað nauðsynlegt að muna eftir orðinu æbleskiver enda lifðum við nú af þeim á Roskilde:) Við vitum að “Man kan godt spise æbleskiver med öl”;)

  3. Ósk

    Heh heh. Það sem ég nota mest er:

    – Lige mode // Sömuleiðis
    – Hej hej // Svona kveður maður t.d. afgreiðslufólk í búðum eða á veitingastöðum
    – På beløbet // Það sem þarf ALLTAF að segja ef þú ert að kaupa með dankorti og vilt ekki fá tekið framyfir
    – Tak skal du ha’ // Þakka þér fyrir
    – Tak for det // Takk fyrir þetta
    – Tak // Takk
    – Nej tak // Nei takk
    – Det var så lidt // Það var lítið
    – Unskyld // Fyrirgefðu
    – Uden creme fraiche/majo // Án sýrðs rjóma/mæjó

    Þar sem að allt nám í DTU fer fram á ensku og þú munnt að öllum líkindum bara vinna verkefni með “útlendingum”, þá ætti þetta að duga þér fyrsta eina og hálfa árið eða svo ;o)

  4. Hrabba "frænka" ;)

    Fy, så flink du er blitt!! 🙂
    Beklager jeg ikke sendte deg et email ang. ledige boliger/leiligheter i Danmark. Det var altid meningen.. De som jeg snakket med (som bor i danmark) hadde dessverre absolutt ingen anelse.
    Men jeg tipper på du fikk ordnet det til slutt 😉
    Fandt helt tilfeldig bloggen din, kunne jo egentlig ha sagt meg det selv at du -av alle- hadde eget blog, så no kommer jeg mest sannsynlig til å spionere litt 😉 (siden vi blir jo “nesten” naboer)
    Du får hilse familien og ha det godt 😀
    Med vennlig hilsen ifra Heia Norge

  5. Jökull

    Awesome contrib í Django! Spurning um að hafa strangara validation á kennitölum (þ.e. athuga fæðingardagsetningu). Takk!

  6. Pingback: Einar Egilsson » Blog Archive » Danmörk - Dagur 1

Comments are closed.