Amsterdam

Vincent: You know what they put on French fries in Holland instead of ketchup?
Jules: What?
Vincent: Mayonnaise.
Jules: Goddamn.
Vincent: I’ve seen ’em do it, man. They fucking drown ’em in that shit.

Vorum að koma heim frá Amsterdam. Ég og Karen fórum bara tvö, Daníel var hjá mömmu og pabba á meðan. Amsterdam var snilld! Við vorum á litlu hóteli, Hotel Wiechman, sem var rétt hjá miðbænum. Það var frekar ódýrt, hreint og fínt, góður morgunmatur og vinalegt starfsfólk. Þeir voru líka með fallbyssu í lobbýinu sem er alltaf kostur. Við komum til Hollands á fimmtudaginn, fórum með draslið á hótelið og svo beint út að labba um bæinn og skoða okkur um.  Við fórum svo að versla í aðal verslunargötunni og um kvöldið fórum við að leita að einhverjum skemmtilegum pöbb. Fengum okkur bjór á einum en það var nú ekki mjög spennandi staður. Hollendingar eru annars voða fínir. Allir tala ensku, þeir eru voða frjálslyndir, útum allt eru endalausir minjagripir og tól tengd hassi, í minjagripabúðum er allskonar dót tengt klámi og rauðahverfinu. og svo eru þeir með snilldar útiklósett fyrir kalla þar sem maður stendur bara úti og pissar í svona smá skál, snýr bara baki í vegfarendur.

Á föstudeginum kíktum við á markað á Waterlooplein og leigðum okkur svo hjól. Það eru ALLIR á hjóli í Amsterdam. Það er ekkert þarna nema hjól og síki! Hjóluðum í dýragarðinn og vorum þar heillengi, fórum svo aðeins aftur að versla og fengum okkur svo kebab. Fórum svo að djamma aðeins um kvöldið og komumst að því að við höfðum verið á bandvitlausum stað kvöldið áður. Aðalstaðurinn var Leidseplein, þar var allt fullt af klúbbum og fólki. Við enduðum á að fara á comedy show á stað sem hét Boom Chicago. Þetta var svona spunasýning með bandarískum leikurum. Þeir báðu áhorfendur um orð og frasa sem þeir notuð síðan í atriðum og lögum og maður fékk frían bjór ef þeim leist vel á tillöguna. Karen fékk einn frían bjór fyrir orðið ‘waterbed’.

Á laugardaginn fórum við svo til Antwerpen að heimsækja Öldu og Wannes. Þau sýndu okkur Antwerpen og við borðuðum kvöldmat hjá þeim. Vorum svo bara heima hjá þeim um kvöldið í góðum fíling með þeim og vinum þeirra sem ég hef ekki glóru um hvernig á að skrifa nöfnin á. Tókum síðan góðan páskamorgunmat í morgun, svo bara lest, flugvél, rúta, bíll og komin heim. Snilldarferð í alla staði!

5 thoughts on “Amsterdam

  1. Steina

    Ekki einu sinni reyna að halda því fram að þið hafið ekki kíkt í rauða hverfið og inn á einn svona shady stað humm…. ekkkert hommaklám eða neitt?

    fallbyssa er nú samt svolítið kúl

  2. Karen

    Það þýðir víst lítið að reyna að halda einhverju öðru fram þannig að ég ætla ekki einu sinni að reyna að það.

  3. Steina

    hehehe ég elska hvað þú ert með þurran húmor stundum Karen. Ef þú værir ekki gift Einari myndi ég skella þér á blindstefnumót með Hugh Laurie

  4. Karen

    ÓMG! Ég elska Hugh Laurie! Þú mátt endilega koma þessu “blinda” stefnumóti á, sama hvað hjónabandi okkar Einars líður 😉

Comments are closed.