Þá er það komið á hreint að ég fer til Danmerkur í haust. Búinn að fá inngöngubréf frá DTU og skólinn byrjar 28. ágúst á einhverju introduction week. Ég keypti dönskunámskeið um daginn og er núna byrjaður að rifja upp dönskuna. Gengur vel að lesa en svo verður örugglega miklu meira mál að tala. Ég er samt búinn að læra nokkrar setningar sem ég mun reyna eftir bestu getu að troða inní öll samtöl svo ég geti sýnt hvað ég sé góður í dönsku.
Hej (Hæ)
Jeg hedder Einar. (Ég heiti Einar)
Jeg er meget sulten. (Ég er mjög svangur)
Din mor kommer med tog. (Mamma þín kemur með lest)
Hvad hedder din mor? (Hvað heitir mamma þín?)
Man kan godt drinke rødvin med æblekage! (Maður getur vel drukkið rauðvín með eplaköku!)
Det er en interessant rejse (Þetta er áhugaverð ferð)
Þetta hlýtur að nægja mér fyrstu vikurnar. Ef ekki þá get ég alltaf raðað þeim saman á nýja vegu og þar með aukið orðaforðann töluvert. t.d.
Man kan godt drinke rødvin i en interessant rejse (Maður getur vel drukkið rauðvín í áhugaverðri ferð)
Jeg er meget sulten, mmmmm, æblekage (Ég er mjög svangur, mmmm, eplakaka)
Hvað hedder din æblekage? (Hvað heitir eplakakan þín)
Din mor er meget sulten, mmmm, æblekage (Mamma þín er mjög svöng, mmmm, eplakaka)
Det er en interessant rødvin, man kan godt drinke den i tog (Þetta er áhugavert rauðvín, maður getur vel drukkið það í lest)
Sjáum hvort nokkur fattar að ég sé ekki innfæddur þarna.
Í nördafréttum er annars helst að frétta að ég sendi í fyrsta skipti inn kóða í open-source verkefni. Þannig að ef einhver er að nota Django framework-ið og vantar textabox fyrir íslenska kennitölu, íslenskt símanúmer eða combobox fyrir póstnúmer þá er það núna innbyggt í Django í pakkanum django.contrib.localflavor.is_.forms .