Monthly Archives: March 2007

48 klst DVD

Við erum búin að vera að prófa þetta 48 tíma DVD sem maður getur keypt útum allt núna. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta DVD diskar sem maður kaupir á 500 kall, og þeir eiga að eyðileggjast u.þ.b. 48 klst eftir fyrstu spilun. Það er semsagt eitthvað efni í þeim sem dreifist um diskinn við snúninginn og það eyðileggur diskinn. Við tókum tvær myndir síðustu helgi, Rauðhettu og Bandidas og horfðum á þær á sunnudagskvöldið. Svo var Bandidas í gangi í spilaranum í nokkra daga því við gleymdum að slökkva á honum. Núna, 7 dögum seinna, virka báðar myndirnar ennþá fullkomlega. Ég og Daníel erum einmitt að horfa á Rauðhettu núna. Nú verð ég að prófa þetta á hverjum degi til að sjá hvenær eða hvort þetta eyðileggst! Ég reyndi líka að taka aðra mynd, Lucky Number Slevin en þá var vitlaus mynd í pakkanum!