Jæja, þetta blogg er meira og minna dautt. Nenni ekki lengur að skrifa á það. Ákvað samt að endurvekja það fyrir eitt gott nördablogg 😀
Var að lesa umræðuþráð á http://forums.mozillazine.org þar sem eru umræður um Mozilla forritun og fleira því tengt. Þar var einhver að biðja um extension fyrir Firefox sem leyfði manni að skrolla músarhjólinu yfir leitarboxinu til að skipta um leitarvélar í staðinn fyrir að þurfa að smella á icon-ið og velja síðan nýja vél úr lista. Ég prófaði að búa þetta til, heildar kóðinn var svona 15 línur, og ég setti það á http://addons.mozilla.org . Það kom inná netið svona á hádegi í dag, og núna þegar ég var að kíkja á það þá eru 200 manns búnir að downloada því! Ég veit bara ekki um neitt annað sem ég hef skrifað sem svona margir hafa notað! Ef það er ennþá einhver sem les þetta blogg, notar Firefox, og langar að skoða þetta þá er það á http://addons.mozilla.org/firefox/3696/ .
Ekki drepa bloggið þitt ! Plíííííís skrifa allavega svona einu sinni í mánuði… 🙂
blogga meira, blogga meira!!! Hvað finnst þér um “innflytjendamálið”? Hvaða krapp er í sjónvarpinu? Hvað ertu að gera? Vinnuslúður?
Einar…þessi uppfinning þín með skroll músina..made my day!! 😉 nú þarf ég ekki lengur að ÝTA á einn hnapp! TAKK TAKK TAKK;):D
Rakel: Ég veit, ég veit, þetta er ÓTRÚLEGUR tímasparnaður! Ímyndaðu þér bara ef maður tæki saman tímann sem maður eyðir í að smella á þennan takka á kannski svona 5 árum. Með scrollmúsinni ertu á þessum 5 árum að spara þér margar, margar, öhh…, sekúndur af tíma! Kannski allt uppí 30 sekúndur á 5 árum, það er HÁLF MÍNÚTA!!!
Ég og Wannes lærðum nýja “brjóta saman t-shirts tekník” á netinu í dag. (leitarorð: chinese + fold á youtube) Nú spörum við 8 sekúndur í hvert sinn sem við brjótum saman stuttermabol!
Hey Alda! Þetta er samanbrotardótið sem ég var einmitt að benda Einari á um daginn en mundi ekki hvar ég hefði séð það! Einar nú verður engin afsökun lengur….