Monthly Archives: November 2006

Firefox plugin

Jæja, þetta blogg er meira og minna dautt. Nenni ekki lengur að skrifa á það. Ákvað samt að endurvekja það fyrir eitt gott nördablogg 😀

Var að lesa umræðuþráð á http://forums.mozillazine.org þar sem eru umræður um Mozilla forritun og fleira því tengt. Þar var einhver að biðja um extension fyrir Firefox sem leyfði manni að skrolla músarhjólinu yfir leitarboxinu til að skipta um leitarvélar í staðinn fyrir að þurfa að smella á icon-ið og velja síðan nýja vél úr lista. Ég prófaði að búa þetta til, heildar kóðinn var svona 15 línur, og ég setti það á http://addons.mozilla.org . Það kom inná netið svona á hádegi í dag, og núna þegar ég var að kíkja á það þá eru 200 manns búnir að downloada því! Ég veit bara ekki um neitt annað sem ég hef skrifað sem svona margir hafa notað! Ef það er ennþá einhver sem les þetta blogg, notar Firefox, og langar að skoða þetta þá er það á http://addons.mozilla.org/firefox/3696/ .