Jæja, Rockstar klárast í þessari viku. Er búinn að kjósa síðustu 2 skipti en efast um að ég nenni því í þetta skiptið, það er hvort sem er öruggt að Magni vinnur ekki. En þessir þættir eru samt snilld! Nokkrir hlutir sem eru snilld við Rockstar:
- Brooke Burke: Sérstaklega þegar hún kallar Supernova “one of the most exciting new bands today” sem allir vita að er rugl. Og líka hvernig hún talar aldrei um þáttakendur eða keppendur, alltaf um “rockers”, (“Vote for your favorite rockers”, “the rockers will be doing their original song tonight”) bara svo maður gleymi nú ekki hvað þessi þáttur er mikið rokk!
- Sponsorarnir: Ég skil alveg að það þurfi sponsora og sumstaðar kemur það mjög eðlilega út, eins og þegar það er talað um að Gibson hafi gefið þeim gítarana, og þegar Brooke Burke minnist eitthvað á þetta Horizon Wireless og svona. En það sem er stórkostlega frábært er þegar “rokkararnir” eru látnir lauma inn einhverju um sponsorana í miðjum einkaviðtölum. Þeir eru að tala um tónlist og þáttinn og fara svo allt í einu að skjóta inn einhverju rugli um Hondur og þráðlaus net.
“…I didn’t really know the song, but then I downloaded it on my HORIZON WIRELESS and really started listening to it…”“Yeah, we were going down to Gibson to work on some songs, so we jumped in these HONDA RIDGELINES and drove on down…”
“We were listening to the Supernova track in these HONDAS…”
Þetta er hrikalega fyndið og minnir mig óneitanlega á þetta atriði:
Benjamin: “Look, you can stay here in the big leagues and play by the rules, or you can go back to the farm club in Aurora. It’s your choice.”
Wayne: [holding a can of Pepsi] “Yes, and it’s the choice of a new generation.”
úr þessari mynd
- Þegar keppendurnir reyna að sleikja upp Supernova Dæmi: Gilby segir eitthvað “When I was in the band Heart, I blablabla”. Næst þegar Jill á að velja sér lag þá velur hún Heart lag og kemur með einhverja rosa útskýringu á að Heart sé eitt af hennar uppáhaldsböndum. Eða það besta af öllu, þegar Dilana segir “I have always dreamed of playing with Gilby Clarke!”. HVERN DREYMIR UM AÐ SPILA MEÐ GILBY CLARKE??? Ok, fólk getur dreymt um að spila með Slash eða eitthvað, en Gilby Clarke? Já, mig hefur líka alltaf dreymt um að spila með bassaleikaranum í Queen.
- Gilby Clarke: Sérstaklega þegar verið er að tala um hvað hann hefur gert stórkostlega hluti. Hann spilaði á hinni stórkostlegu Guns’n’Roses plötu ‘The Spaghetti incident’! Hann samdi engin af lögunum þeirra, hann spilaði ekki á neinum af orginal lögunum þeirra, hann spilaði smá á hræðilega lélegri coverlagaplötu.
- Tommy Lee: Sérstaklega þegar hann gefur umsagnir sem eru gjörsamlega þversagnakenndar. “Af hverju varstu með gítar?”, “Af hverju varstu EKKI með gítar?”, “Af hverju varstu ekki með gítar, en braust hann í miðju lagi, og hélst svo áfram án hans?”
- Jason Newstead: Jason Newstead er hrikalegur lúði, og það er mjög fyndið að sjá þegar hann er að fíla lögin og stendur upp eins og hálfviti og fer að slamma, eða reka upp hnefann eða eitthvað.