Var að koma heim. Við vorum í sumarhúsi í Ögri á vestfjörðum sem Landsbankinn á. Það voru ég, Karen, Daníel, mamma, pabbi og pabbi hennar Karenar. Fínt að komast útfyrir bæinn þar sem ég og Karen erum ekkert búin að geta verið í fríi saman í sumar.
Ég á afmæli í næstu viku og við ákváðum að halda bara uppá afmælið á laugardeginum þarna fyrst við værum nú öll saman. Karen var búin að vara mig við að það væri stranglega bannað að kíkja í töskuna hennar þannig að ég bjóst nú við að ég fengi kannski einhverja smá afmælisgjöf. Svo á laugardagsmorguninn þá leyfði Karen mér að sofa út og svo þegar ég vaknaði rétti hún mér umslag. Ég opnaði það hálfsofandi og las á kortið. Þar stóð að þetta væri frá allri fjölskyldunni og með í umslaginu var blað með lýsingu á gítar! Ég stökk fram úr rúminu (sem var by the way koja þar sem ég var á efri hæðinni) og fór fram og þar beið eftir mér þessi gullfallegi Fender kassagítar! Þá hafði Karen verið búin að skipuleggja þetta allt saman með margra vikna fyrirvara og fengið alla til að taka þátt. Hún fór svo í vikunni, keypti gítarinn og fékk mömmu og pabba til að taka hann með uppeftir í sínum bíl. Gítarinn er þvílíkt flottur, ljós að framan, allur þvílíkt glansandi og hljómar þvílíkt vel! Ég er búinn að vera spilandi á hann uppí bústað (Daníel var soldið afbrýðisamur útí hann) og núna vantar mig bara einhver sniðug ný lög til að læra 🙂 Jamm, ég á definitely bestu konu í heimi!