Rockstar Supernova

Jæja, vakti eftir fyrsta þættinum af Rockstar: Supernova í nótt. Skrýtið að sjá einhvern íslenskan í svona þætti! Magni (Videó af honum hér) leit út fyrir að vera mjög stressaður, og var allt of mikið að reyna að vera svalur. Reyndi að fá crowdið til að syngja með sér í annari línunni í laginu og engin söng. Dómararnir virtust ekki vera að fíla þetta, voru mjög óspenntir á svipinn þegar það var skipt yfir á þá. Hann gæti sloppið í gegn í þetta skiptið, bara af því að gellurnar sem sungu Nickelback og Evanescence lögin voru hörmulegar! En hann verður að gera betur næst ef hann ætlar að halda sér í þættinum.

3 thoughts on “Rockstar Supernova

  1. alda

    Fékk bara eitthvað stream sem ég gat ekki opnað þegar ég kíkti á Magna síðuna. Hvaða application opnar stream?

  2. Sandra

    Ég get ekki heldur opnað vídeóið 🙁 En er núna að reyna að opna það frá heimasíðu þáttanna það er bara ógeðslega slow netið mitt.

Comments are closed.