Kominn tími á nýja getraun. Best að hafa smá þema, þetta eru allt íslensk kvót. Þar sem enginn virðist nokkurntímann vitja vinningana úr þessum getraunum þá skulum við bara hafa gullkórónu og Ferrari í verðlaun.
- “Þungur hnífur!”
- “Ég bít ekki á ryðgaðan öngul.”
- “Þetta er Dodge Dart, fíflið þitt!”
- “Eina ástæðan fyrir að fólk býr hérna er að það fæddist hérna!”
- “Og þarna var ég ..með Baltasar Kormáki.. og Birgittu Haukdal… í Húð og Kyn…og þá kom Bergsveinn úr Sóldögg sagði: Hvar er Bob Dylan???”
Spurning 1-4 gefa 1 stig hver, en spurning 5 gefur 5 stig. Ég veit ekki sjálfur hvaðan þetta kvót er, en rakst á það á einhverri bloggsíðu um daginn og er viss um að ég hef heyrt það áður einhversstaðar!(Eða kannski er þetta ekki úr neinu og ég er bara að ruglast :))
1. Hrafninn flýgur
2. Veggfóður
3. Sódóma Reykjavík
4. 101 Reykjavík
1. Hrafninn flýgur
2. Veggfóður
3. Sódóma Reykjavík
4. 101 Reykjavík
5. Þetta er eitthvað bull sem þig hefur dreymt!
1. Hrafninn flýgur?
2. Uhm, Sódóma?
3. Sódóma (?)*
4. 101 Reykjavík (myndin)
5. Einhver FM húmoristi eða þeir þarna Sveppa gaurar – hljómar þannig. Finnst ég hafa heyrt þetta áður líka.
*Get bara munað eftir 3 fyndnum íslenskum myndum eftir ’90: 101, Sódóma og N-albínóa.
Hvenær koma niðurstöðurnar?
2 er klárlega úr Veggfóður
Vá hvað íslensk múvíkvót eru miklu erfiðari… Ég ætla samt að giska alveg út í loftið:
Nr. 1 er Skytturnar
Nr. 2 er Djöflaeyjan
Hmm.. 4 gæti kannski verið Nói Albinói – eða kannski Hafið
Nr. 3 er Sódóma Reykjavík (eða The Remote Control á ensku)..
Nr. 5 gæti alveg verið Blossi án þess að maður hafi nokkra hugmynd um það..
Jæja.. hversu langt frá þessu ætli maður sé 😀 Örugglega ekkert rétt haha
Veggfóður fjandinn. Djö var maður búinn að gleyma henni. x