Læknavaktin

[Þessi færsla birtist líka á síðunni hans Daníels, ég set hana líka hérna inn til að hafa eitthað efni hérna ;)]

Daníel er búinn að fara á 2 penicillin kúra útaf eyrnabólgu núna síðustu vikur. Seinni kúrinn var að klárast fyrir 3 dögum en við tókum eftir því í dag að hann var frekar pirraður og var svolítið að toga í eyrun á sér þannig að okkur datt í hug að eyrnabólgan væri komin enn og aftur. Við ákváðum að fara á læknavaktina til að vera viss, enda vill maður að hann fái meðferð sem fyrst ef eitthvað er að. Við höfum farið þarna nokkrum sinnum áður og lent á misgóðum læknum, en sá sem við lentum á í þetta sinn var nú eitthvað alveg nýtt. Hann skoðaði eyrun og sagði okkur að það væri væg eyrnabólga komin í annað eyrað. Hann vildi samt ekki vera að gefa meira penicillin því þetta væri rétt eftir síðasta kúr og þetta færi sennilega bara af sjálfu sér, það væri fínt að gefa honum bara verkjalyf. Síðan sagði hann okkur þessa stórkostlega upplífgandi og hughreystandi sögu:

Þegar strákurinn minn var svona tveggja ára þá var hann einu sinni ferlega pirraður eitthvað. Þetta var í miðju matarboði og ég var bara pirraður á stráknum og fannst hann vera óþekkur [ok, barninu leið illa og þú varst pirraður á því, gott mál]. Síðan að lokum neyddi konan mín mig til að líta á hann og þá sá ég að hann var með bullandi eyrnabólgu. Ég nennti ekki að fara og ná í meðal fyrir hann því þetta var um kvöld og það mátti alveg bíða til morguns þannig að við gáfum honum bara verkjalyf og létum hann fara að sofa. [Nú bjóst ég við að sagan myndi enda á að allt yrði í lagi, þannig að ég yrði rólegri um Daníel. En nei… ]. Síðan um morguninn, þá bara SPRAKK HLJÓÐHIMNAN Á HONUM YFIR ALLAN KODDANN!

Hver var tilgangurinn með því að segja okkur þessa sögu?!? Átti þetta að láta okkur líða betur? Þetta var versta mögulega saga sem hann hefði getað sagt okkur! Í framtíðinni ætlum við a.m.k. bara að fara á barnalæknavaktina í Domus Medica, höfum farið þar einu sinni og þar var mjög fínn læknir sem var ekki að segja neinar hryllingssögur!

5 thoughts on “Læknavaktin

  1. Bænarí

    Læknavaktin á smáratorgi er hræðileg. Það er í raun bara verið að rukka mann okur pening fyrir.. tja… ekkert. Maður gæti labbað þarna inn eftir að hafa misst handlegg og manni yrði samt bara sagt að hvíla sig og drekka mikið vatn.

  2. alda

    Hvað sögðuð þið við lækninn? Kýldirðu hann ekki bara kaldann? Er sonur hans heyrnalaus í dag?

  3. stebbi

    furðulegt að faðirnn hafi “neyðst” til að líta á strákinn sinn.

    Hvurslags pabbi er nú þetta.

  4. Pingback: Einar Egilsson » Blog Archive » Spurt og svarað

Comments are closed.