Mér finnst ég stundum vera orðinn mjög gamall. Sérstaklega þegar ég sé unglinga og finnst vera 100 ár síðan ég var svona lítill. En þá get ég samt alltaf huggað mig við það að ég er ekki orðinn jafn gamall og Friðrik! Hann er mörgum, mörgum vikum eldri en ég! Friðrik á einmitt afmæli í dag, en þar sem hann er svona gamall þá kann hann ekki á tölvur (eða “helvítis sjónvarpsritvélar” eins og hann kallar þær) og bað mig þessvegna að koma á framfæri óskalistanum sínum:
- Göngugrind
- Tannbursti fyrir gervitennur
- Matlock: The complete DVD collection
- Nóg af smámynt til að geta borgað með í búðum
- Hrukkukrem
- Heyrnartæki
- Nef og eyrnaháraklippur
- Köflóttir inniskór
Þannig að allir óska Friðriki til hamingju með afmælið og endilega reyna að kaupa eitthvað af óskalistanum handa honum!
Friðrik þegar við vorum ennþá ungir. |
Friðrik eins og hann lítur út í dag. |
“sjónvarpsritvélar” !!! Snilld!!! Logga mig inn hjá Tómasi og óska Friðriki til hamingju. Hver er annars eldri borgarinn? Er Matlock til á dvd, er hann ekki bara ennþá á myndbandsspólum…?
Hahahaha:D Já ég er ekkert smá fegin að vera ekki orðin svona gömul…maður er sko orðinn gamall þegar maður er nær fimmtugu heldur en 0…;)Hvaða kall er þetta btw…hann er alveg tvífari Friðriks:)
Eldri borgarinn er nú bara einhver sem ég fann í Google image search undir “Oldest man” 😀
Æ, greyið Friðrik fyrir að eiga svona VONADN vin. Kannski er Friðrik bara viðkvæmur fyrir svona gríni, kannski er hann kominn með gráa fiðringinn! Friðrik ég hvet þig eindregið til að launa Einari góðmennskuna 😉 Annars er ég bara ung snót miðað við ykkur ellismellina, enda lang,lang,lang yngst:D
Skemmtilegur Einar hehe 🙂
Til hamingju með afmælið Friðrik.
Takk fyrir afmæliskveðjurnar! Ég er núþegar búinn að fá Matlock: The complete DVD collection og nef og eyrnaháraklippur þ.a. ekki kaupa það handa mér.