Stundum þegar ég er að kynna mér efnahagsmál (sem ég geri OFT!) þá heyri ég hugtakið “Verg þjóðarframleiðsla”. Hvað í fjandanum er “verg”?
Stundum þegar ég er að kynna mér efnahagsmál (sem ég geri OFT!) þá heyri ég hugtakið “Verg þjóðarframleiðsla”. Hvað í fjandanum er “verg”?
Tja, þar sem ég tók grunnáfanga bæði í þjóðhagfræði og rekstarhagfræði áfanga í menntó (a.k.a. gerðu þig mellufæra í bankamanna-cocktailboðs samtölum á aðeins einu ári), þá get ég sagt þér að “verg þjóðarframleiðsla” er öll framleiðsla þjóðarinnar yfir ákveðið tímabil, t.d. eitt ár. Ég hefði hinsvegar ekkert geta sagt þér hvað “verg” þýddi, svo ég fletti því upp.
Vergur er fornt íslenskt orð sem merkti áður óhreinn eða mengaður, en er í þessu samhengi notað sem þýðing á danska orðinu brutto og enska orðinu gross.
Óhrein þjóðarframleiðsla, ÓHREIN!
aha, óhreinn! Ég ætla að reyna að nota þetta orð í framtíðinni, mér finnst það cool! “Ég er vergur, ég þarf að fara í bað!”
Hef nú ekki mikið heyrt um þessa “verga” þjóðarframeiðslu þó svo að ég sé næstum því útkrifaður viðskiptafræðingur. Brúttó t.d. tekjur eru allar tekjur yfir eitthvað tímabil án tillits til skatta, gjalda eða afskrifta.
Ef þú hugsar um þetta sem sultukrukku þá er brúttóþyngdin öll krukkan með lokinu og sultunni í. Nettó er hins vegar aðeins innihaldið (sultan). Get it?