Grænmeti == Drasl

Það er stanslaust verið að segja manni að maður eigi að borða nóg af grænmeti og ávöxtum. “Helmingurinn af disknum á að vera grænn!”, “Tófú borgarar eru alveg jafn góðir og Burger King!” “Agúrka bjargar lífum”. Þetta er allt kjaftæði. Ég fór í 10-11 í gærkvöldi að kaupa mér eitthvað að borða. Í einhverju stundarbrjálæði [sem verður EKKI endurtekið] ákvað ég að það væri nú fínt að fá sér bara box úr salatbarnum, fylla það af allskonar grænmeti og pasta og vera svaka heilbrigður. Ég var meira segja svo duglegur að ég keypti bara Brazza til að drekka með, ekkert gos eða neitt svoleiðis. Jæja, fór heim, borðaði þetta, rosa ánægður með að vera svona heilbrigður.

Síðan í morgun vakna ég og mér líður eins og skít. Flökurt, með beinverki og bara slappur. Ákvað samt að láta reyna á að fara í vinnuna, skutlaði Daníel og Karen en þegar ég var búinn að því leið mér ennþá verr. Kom við í 10-11, keypti ostaslaufu og kók og fór síðan heim. Þar ældi ég þrisvar, lagði mig, leið ennþá eins og skít, ældi tvisvar í viðbót og er núna liggjandi uppí sófa bíðandi eftir næstu ælu. Ég hef oft farið í nammibarinn, hef aldrei orðið veikur af honum, en salatbarinn er bara instant gubbupest! nammi > salat! Þannig að, núna verður ekkert meira grænt. Helmingurinn af disknum verður kjöt, hinn helmingurinn af disknum verður meira kjöt, ekkert #”$%&$#%& grænmeti!! :S:S:S

9 thoughts on “Grænmeti == Drasl

  1. lauga

    Ég vil fá meiri vísindalegar sannanir frá þér!! Það þýðir ekkert að fara einu sinni á salatbarinn og verða svo veikur, kannski varstu þegar orðinn veikur áður en þú fékkst þér af salatbarnum en það kom ekki fram fyrr en daginn eftir…

    Ég skal taka mark á þér þegar þú ert búinn að fara 3x á salatbarinn og verður alltaf veikur daginn eftir 🙂

  2. Anonymous

    Það er bara alkunna að maður á als ekki að fara á salatbari svona seint á daginn. Helst bara rétt fyrir hádegi af því að þetta er gróðrastía gerla og baktería!!! Það er ekki að ástæðulausu að það er varað við þessu í mæðraverndinni!

  3. einar

    3x???? Þetta er bara eins og að segja við mann sem var að saga af sér handlegginn: “hey, kannski var þetta ekkert útaf söginni, kannski var handleggurinn bara laus fyrir. Þú verður að saga af þér lágmark 3 útlimi til að við getum verið viss um að þetta sé sögin sem gerði þetta”.

  4. Sandra

    Ég hef heyrt að það séu saurgerlar á þessum salatbörum. Þýðir það þá að maður geti alveg eins étið k.. úr rassgatinu á sér???

  5. alda

    á það ekki að vera: helmingurinn af disknum verður kjöt, hinn helmingurinn af disknum verður nammi ?

  6. Unnur

    Ég ætlaði einmitt að segja það sama og Alda, helmingurinn kjöt, helmingurinn snakk og nammi….og auðvitað kók í glasi…það fær sko enginn matareitrun af því;)

  7. einar

    Sandra: Þú mátt alveg segja ‘kúk’ í commentakerfinu. KÚK!

    Alda og Unnur: Já, mér líst vel á þessa hugmynd. Kjöt og nammi, það hljómar prýðilega!

Comments are closed.