Kröfuganga

Arg! Daníel vaknaði kl. 5 í morgun og neitaði að fara aftur að sofa. Þetta þýðir að ég á eftir að drekka svona 10 lítra af kaffi hérna í vinnunni til að halda mér vakandi!

Ég, Karen og Daníel fórum í kröfugönguna í gær. Ég var reyndar ekki með neitt skilti, enda hef ég svosem ekki undan miklu að kvarta. Ég hefði kannski getað gert einhverjar kröfur til vinnuveitandans míns: Meira vinnsluminni! Flatari skjái! Annað foosballborð! En ég er nú bara nokkuð sáttur þannig að ég var ekkert að því. Hinsvegar fannst mér flottasta krafan sem ég sá vera á skilti hjá svona 6 ára strák: Tvo nammidaga í viku! Greinilega baráttumaður þar á ferð!

2 thoughts on “Kröfuganga

  1. alda

    Mér finnst að uppáhalds bloggarinn minn ætti að blogga á hverjum degi. Sérstaklega á sunnudögum… x

Comments are closed.