Monthly Archives: May 2006

Klám, spam og fleira gott stöff

[Nördablogg]

Fyrir nokkrum dögum var allt í einu komið spam í gestabókina hjá Daníel. Einhver Dimitri var að auglýsa Viagra eða eitthvað svoleiðis, man það ekki nákvæmlega. Mér fannst það ferlega skrýtið þarsem ég bjó til þessa síðu, þannig að hún er ekki partur af einhverju stóru kerfi eins og blog.central.is eða wordpress eða neinu þannig. Skildi ekki alveg hvernig einhver hafði rekist á þetta þannig að ég googlaði Dimitri og spamið hans og fann að allar gestabækurnar þar sem hann hafði verið voru með orðinu ‘guestbook’ í url-inu. Þetta hefur semsagt verið einhver bot sem googlaði ‘inurl:guestbook’, fann síðan gestabókarformið, skoðaði textaboxin sem heita örugglega í 90% tilfella eitthvað eins og txtName, txtUrl o.s.fv, og postaði síðan forminu. Jæja, ég breytti url-inu á gestabókinni þannig að það innihélt ekki lengur ‘guestbook’ og bjóst við að þetta gerðist ekki aftur. En nei, nokkrum vikum seinna er komin hrúga af nýju spami! Allt fullt af einhverju klámi, viagra, mortgage payments og einhverju svona krappi. Ég veit ekki hvernig þeir hafa komið hingað núna, Dimitri var mættur aftur + fullt af öðrum nöfnum. Hafa kannski geymt base urlið á síðunni síðan síðast og síðan spiderað hana til að finna gestabók? Ég skoðaði logginn fyrir vefsvæðið og sá hvaða ip tala hafði sent þetta og reyndi að fletta henni upp en fann ekkert. Þetta gæti líka verið bara einhver sýkt tölva einhversstaðar útí heimi. Tók eftir í loggnum að þessi skítabot sendi engan User-Agent header þannig að núna eru allir sem koma inn frá þessari ip-tölu eða senda ekki User-Agent header sendir sjálfkrafa beint inná mbl.is. Sjáum til hvort það virkar, ef þetta kemur aftur þá verð ég að setja password eða einhverja spurningu eða eitthvað inná gestabókina.

p.s.

Fattaði allt í einu að fyrst ég skrifaði ‘klám, viagra, mortgage payment’ mun ég koma upp í google þegar einhver leitar að þessum orðum. Og núna skrifaði ég þau aftur! Gott mál! Það væri nú ekki amalegt að vera efsta íslenska síðan sem kemur upp þegar einhver er að leita að góðu viagra-klámi!

Grænmeti == Drasl

Það er stanslaust verið að segja manni að maður eigi að borða nóg af grænmeti og ávöxtum. “Helmingurinn af disknum á að vera grænn!”, “Tófú borgarar eru alveg jafn góðir og Burger King!” “Agúrka bjargar lífum”. Þetta er allt kjaftæði. Ég fór í 10-11 í gærkvöldi að kaupa mér eitthvað að borða. Í einhverju stundarbrjálæði [sem verður EKKI endurtekið] ákvað ég að það væri nú fínt að fá sér bara box úr salatbarnum, fylla það af allskonar grænmeti og pasta og vera svaka heilbrigður. Ég var meira segja svo duglegur að ég keypti bara Brazza til að drekka með, ekkert gos eða neitt svoleiðis. Jæja, fór heim, borðaði þetta, rosa ánægður með að vera svona heilbrigður.

Síðan í morgun vakna ég og mér líður eins og skít. Flökurt, með beinverki og bara slappur. Ákvað samt að láta reyna á að fara í vinnuna, skutlaði Daníel og Karen en þegar ég var búinn að því leið mér ennþá verr. Kom við í 10-11, keypti ostaslaufu og kók og fór síðan heim. Þar ældi ég þrisvar, lagði mig, leið ennþá eins og skít, ældi tvisvar í viðbót og er núna liggjandi uppí sófa bíðandi eftir næstu ælu. Ég hef oft farið í nammibarinn, hef aldrei orðið veikur af honum, en salatbarinn er bara instant gubbupest! nammi > salat! Þannig að, núna verður ekkert meira grænt. Helmingurinn af disknum verður kjöt, hinn helmingurinn af disknum verður meira kjöt, ekkert #”$%&$#%& grænmeti!! :S:S:S

Kröfuganga

Arg! Daníel vaknaði kl. 5 í morgun og neitaði að fara aftur að sofa. Þetta þýðir að ég á eftir að drekka svona 10 lítra af kaffi hérna í vinnunni til að halda mér vakandi!

Ég, Karen og Daníel fórum í kröfugönguna í gær. Ég var reyndar ekki með neitt skilti, enda hef ég svosem ekki undan miklu að kvarta. Ég hefði kannski getað gert einhverjar kröfur til vinnuveitandans míns: Meira vinnsluminni! Flatari skjái! Annað foosballborð! En ég er nú bara nokkuð sáttur þannig að ég var ekkert að því. Hinsvegar fannst mér flottasta krafan sem ég sá vera á skilti hjá svona 6 ára strák: Tvo nammidaga í viku! Greinilega baráttumaður þar á ferð!