Þegar ég var lítill þá voru bara tvær gerðir af páskaeggjum, frá Nóa Siríus og Mónu. Nói Siríus var samt alltaf aðal, Mónuegg voru alltaf í öðru sæti, þó það mætti notast við þau í neyð. Núna hinsvegar eru komin páskaegg frá fullt af framleiðendum í allskonar stærðum og gerðum, t.d strumpaegg, púkaegg og Harry Potter egg. Mér finnst þetta farið ansi langt frá því sem páskarnir snúast um! Ég man a.m.k. ekki eftir neinum strumpum í Biblíunni (reyndar hef ég ekki lesið hana, en ég er nokkuð viss um að það eru engir strumpar þar, það kæmi mér mjög á óvart). Annað sem er asnalegt eru stærðirnar á páskaeggjunum í dag. Allir framleiðendur ættu auðvitað að fylgja metrakerfinu eins og Nói Siríus, en nei, sumir framleiðendur eru allt í einu bara með páskaegg nr. 9 sem er minna en páskaegg nr. 6 frá Nóa Siríus! Hvernig á maður eiginlega að bera svona saman til að ákveða hvað maður á að kaupa? Þetta er bara rugl! En sem betur fer þarf ég ekki að pæla í þessu þar sem ég fékk gefins ekta páskaegg frá vinnunni, Nóa Siríus egg nr. 4 með unga ofaná :).
tja, mjög líklega hafa strumpar ekki komið við sögu í biblíunni en helduru að páskakanínan með öll sín páskaegg hafi spilað stórt hlutverk þar ? 🙂
…en það er rétt hjá þér að það þarf að staðla stærðir á páskaeggjum 😀
Í Belgíu eru páskaeggin rosa skreytt og flott en þau eru tóm að innan sem er algert svindl. Ég er nokk viss um að einhvers staðar í guðspjöllunum hafi staðið að það egg skyldu fyllt með sælgæti eður brenna í dýpsta víti.
… ehm bráðna í dýpsta víti.
HAHA! Ég fékk stærra páksaegg en þú Einar!!!!!!!!!:D:D:D
ég man þegar ég var svona 10-11 ára þá fékk ég prinsessuegg nr 12 frá frænku minni sem var svona ca. eins og mitt á milli sex og sjö frá Nóa.
Annars finnast mér páskaegg frá Góu langbest 🙂 .. finnst súkkulaðið þeirra betra en Nóa.
..og by the way… ég kaupi mér aldrei aftur svona ástaregg.. þau eru stór, með tveimur málsháttum og tvennt af öllu inní.. voða rómó.. EN ÞAÐ ER BARA KONFEKT INNI Í ÞVÍ :S Er ekki nóg að eggið sjálft sé úr súkkulaði? Það á að vera hlaup og brjóstsykur og allskonar inni í eggjunum!! 🙂