Jæja, það var fullt af svörum við getrauninni. Flestir voru með spurningu 2 rétta, svarið var að sjálfsögðu Ghostbusters en aðeins 3 voru með spurningu 1 rétta, það voru Lauga, Árni og Hrannar. Hrannar er reyndar dæmdur úr leik þar sem ég sagði honum svarið við spurningu 2 á Burger King þannig að Lauga og Árni eru sigurvegararnir og fá sitthvora tómu kókflöskuna. Hægt er að vitja vinningana á skrifstofutíma í Hlíðasmára 12.
*fagnaðarlæti í bakgrunni*
Takk takk blóm og kransar afþakkaðir.
hmm… misskildi spurningu 1. Fannst þú vera að spurja úr hvaða mynd þetta væri. Ef ég hefði lesið þetta almennilega hefði ég náttúrulega verið með rétt svar. Fæ ég tóma kókflösku líka? x
Hey ég var með þetta í áttina… fæ ég ekki a.m.k tappann?