Nördagetraun

Langt síðan ég hef verið með getraun hérna. Þessi er bara fyrir nördana tölvunarfræðingana sem lesa þessa síðu. Kvikmyndanörd ættu reyndar að geta svarað spurningu 2 þó þau viti ekkert um tölvur. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem svarar báðum spurningum rétt, eða tvær tómar kókflöskur sem eru á skrifborðinu mínu. Hægt er að nota flöskurnar undir vatn eða aðra vökva, eða skipta þeim fyrir væna fjárupphæð hjá endurvinnslustöðvum Sorpu. Vinningurinn er skattfrjáls. Svörin verða sýnileg í kommentakerfinu á mánudaginn kl. 16:00.

Q1: Singleton hönnunarmynstrið er stundum kallað “Highlander”. Af hverju?

Q2: Mozilla notar markup mál sem heitir xul til að skilgreina user interface. Namespace-ið fyrir xul er http://www.mozilla.org/keymaster/gatekeeper/there.is.only.xul. Einnig má geta þess að javascript debuggerinn í Mozilla heitir Venkman. Hvaða kvikmynd eru þessi nöfn reference í?

9 thoughts on “Nördagetraun

  1. Hrannzo

    Q1: tja, Það er bara til eitt instance af singleton gaurum og ef mig minnir rétt að þá voru hálendingarnir eilífir og eina leiðin að drepa þá var að gera þá höfðinu styttri. Var ekki alltat sagt um hálendingana; “There can be only one” eða eitthvað í þá áttina 😉

    Q2: Þessi er nú auðveld, það er verið að vísa í Ghostbusters I. Á ég eitthvað að nefna það að þú sagðir mér þetta á Burger King þegar var eitthvað krapp í mötuneytinu 😀

  2. Anonymous

    Ég var nú ekki að horfa á Ghostbusters fyrir ekki neitt um daginn:) Vorum einmitt að festa kaup á Ghostbusters 2…sem er ekki jafngóð og 1 sem við eigum fyrir! Hef ekki hugmynd um fyrstu spurninguna…enda ekki (tölvu)nörd;)

  3. Hrefna

    Hlýtur þetta ekki bara að vera The Highlander eða eitthvað svoleiðis með Bruce Willis ? 🙂

  4. lauga

    q1: Singleton mynstrið gengur út á að tryggja að alltaf sé aðeins eitt tilvik af ákveðnum klasa og er því stundum kallað Highlander: “there can be only one”

    q2:Þessi var auðveld…. Ghostbusters 🙂
    Bill Murray var Peter Venkman.. Rick Moranis var Lois Tully, eða the keymaster, Signourney Weaver var svo Dana Barrett, eða the gatekeeper eftir að ísskápurinn varð að hliði… algjör snilld… sá samt bara byrjunina af henni um daginn 🙁

  5. Árni

    Spurning 1: Singleton þýðir bara eitt tilvik af einhverjum klasa og setningin “There Can Be Only One”… er nátengd myndinni Highlander.

    Spurning 2: Ghostbusters

  6. Karen

    Ok ég er bara að giska hérna þar sem ég tilheyri ekki þessum virta nör.. tölvunarfæðingahóp. Ég held að python sé eitthvað kerfi sem fjallar um skipulag eins og borgir og highlander sé eitthvað einstakt eða eitt á báti… humm bannað að gera grín ef þetta er alveg út úr kortinu, maður er allavegana að reyna að vera með 🙂

  7. Svanhildur (vinkona Öldu)

    Hef ekki hugmynd um #1, en #2 eru tilvísanir í Ghostbusters.
    Jammjamm, bið annars bara að heilsa.

Comments are closed.